Þessu greinir Fótbolti.net frá fyrr í dag en miðillinn segir frá því að Guðjón muni gera samning út næstu leiktíð.
Guðjón tók við Ólafsvík í júnímánuði í fyrra og stýrði liðinu út leiktíðina en ólík sýn á framtíðina gerði það að verkum að hann hætti með liðið.
Ólafsvíkingar eru þjálfaralausir eftir að Gunnar Einarsson hætti með liðið í vikunni eftir 7-0 skellinn gegn Þrótti.
Þeir ru með eitt stig á botni deildarinnar og hafa fengið á sig 33 mörk í fyrstu níu leikjunum. Þeir eru sjö stigum frá öruggu sæti.
Uppfært klukkan 16.14: Víkingur Ólafsvík hefur nú staðfest að Guðjón sé tekinn við liðinu og samningur hans gildir út tímabilið 2022.