Sport

Dagskráin í dag: Elmar mætir í Pepsi Max-deildina

Valur Páll Eiríksson skrifar
KR-ingar mæta KA í kvöld en þeir töpuðu fyrri leik liðanna á Meistaravöllum í upphafi móts.
KR-ingar mæta KA í kvöld en þeir töpuðu fyrri leik liðanna á Meistaravöllum í upphafi móts. Vísir/Hulda Margrét

Pepsi Max-deild karla er í aðalhlutverki á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Tveir leikir fara fram í kvöld.

Stöð 2 Sport

Sérfræðingar Stöðvar 2 Sport hefja upphitun fyrir leiki kvöldsins klukkan 18:30 í beinni á Stöð 2 Sport áður en leikur Víkings frá Reykjavík og ÍA hefst í Fossvogi klukkan 19:15.

Víkingar eltast við Val og Breiðablik í toppbaráttunni en þeir eru með 19 stig í 3. sæti með 19 stig eftir tíu leiki, þremur á eftir Breiðabliki sem hafa leikið einum leik fleira og átta stigum frá Val sem hafa leikið tólf leiki.

ÍA þarf nauðsynlega á stigum að halda í fallbaráttunni en Skagamenn eru á botni deildarinnar með sex stig, fimm stigum frá Leiknismönnum sem töpuðu fyrir Breiðabliki á laugardag.

Stod2.is

Á sama tíma fer fram leikur KR og KA á Dalvíkurvelli. Bein útsending frá þeim leik hefst klukkan 19:05 á stod2.is. Aðeins tvö stig aðskilja liðin í töflunni, KA með 17 stig eftir níu leiki í 4. sæti, en KR með 15 stig eftir tíu spilaða leiki sæti neðar.

Búist er við að Theódór Elmar Bjarnason spili sinn fyrsta leik með KR í 17 ár, en hann lék síðast með liðinu sumarið 2004 áður en hann hélt út í atvinnumennsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×