Erlent

Tvær konur létust eftir að hafa orðið fyrir eldingu í Noregi

Árni Sæberg skrifar
Þrjár konur urðu fyrir eldingu í Noregi.
Þrjár konur urðu fyrir eldingu í Noregi. Vísir/Getty

Þrjár konur urðu fyrir eldingu á fjallinu Melshornet í sveitarfélaginu Hareid í Mæri og Raumsdal í dag. Tvær eru látnar og þriðja konan liggur þungt haldin á spítala.

Bæjarstjórinn í Hareid segir að um mikinn harmleik sé að ræða og að viðbragðsáætlun hafi verið virkjuð í bænum.

Ein kvennanna náði að hringja eftir aðstoð og voru björgunarþyrlur þá sendar á staðinn. Lögreglan í Mæri og Raumsdal gaf út tilkynningu tuttugu mínútum eftir atvikið og bað fólk í fjallgöngu að drífa sig niður og í var.

Ståle Jamtli, björgunarsveitarmaður sem kom að björguninni, segir að aðstæður á fjallinu hafi verið erfiðar og að miklar eldingar hafi tafið björgunarstarf.

Miklar eldingar hafa verið um allan Noreg í dag en um klukkan fimm í dag hafði veðurstofa Noregs mælt um fjórtán þúsund eldingar á sex klukkutímum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×