Saknar þess tíma þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr: „Allt of mikið að gera“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2021 19:20 Dyraverðir segja álagið gríðarlegt eftir að samkomutakmörkunum var aflétt innanlands síðustu helgi. vísir Dyraverðir á skemmtistöðum miðbæjarins segja álagið í bænum gríðarlegt um helgar eftir að samkomutakmörkunum var aflétt innanlands. Dyravörður á Prikinu saknar þess tíma þegar hömlur voru á opnunartíma skemmtistaða vegna sóttvarnarreglna. Síðustu helgi var öllum samkomutakmörkunum aflétt innanlands og hefur verið mikið fjör í miðbæ Reykjavíkur síðan. Fréttastofa gerði sér ferð í bæinn þegar klukkan var að slá í miðnætti á föstudagskvöldi og mátti sjá þéttar raðir fólk sem beið með eftirvæntingu eftir að komast inn á skemmtistaði. Dyravörður á Prikinu segir ástandið í miðbænum brjálað eftir afléttingar innanlands. „Hræðilegt. Það er ömurlegt.“ Hvernig þá? „Mikið að gera. Allt of mikið að gera. Mörg slagsmál. Það er bara svoleiðis,“ sagði Sigurður, dyravörður á Prikinu. Dyraverðir á Sólon og Bankastræti Club segja nóg um að vera. „Síðasta helgi var vel pökkuð og mjög mikið að gera,“ sagði yfirdyravörður á Bankastræti Club. „Búið að vera geðveiki. Hjá okkur allavegana,“ sagði Þorgeir, dyravörður á Sólon. Næturlífið á Íslandi hefur haft þá sérstöðu í gegnum tíðina að fólk mætir seint á kvöldin niður í miðbæ og fer seint heim, ólíkt nágrannaþjóðum okkar þar sem hefð er fyrir því að byrja gamanið fyrr. Þetta breyttist á tímum samkomutakmarkanna þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr á kvöldin en dyraverðir sem fréttastofa ræddi við sakna þess fyrirkomulags og myndu gjarnan vilja sjá fólk mæta fyrr út á lífið og fara fyrr heim. „Ég vona það. Við vonum það, en það verður ekki svoleiðis,“ sagði Þorgeir. Dyravörður á Prikinu tekur undir þetta. Hann saknar þess tíma þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr vegna sóttvarnarreglna og myndi gjarnan vilja sjá skemmtistaði opna fyrr og loka fyrr á kvöldin. „Já. Mér myndi finnast það þægilegra já,“ sagði Sigurður. Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Ráðist á dyraverði í miðborginni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að ráðist hefði verið á dyraverði í miðborg Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt. 4. júlí 2021 07:17 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Síðustu helgi var öllum samkomutakmörkunum aflétt innanlands og hefur verið mikið fjör í miðbæ Reykjavíkur síðan. Fréttastofa gerði sér ferð í bæinn þegar klukkan var að slá í miðnætti á föstudagskvöldi og mátti sjá þéttar raðir fólk sem beið með eftirvæntingu eftir að komast inn á skemmtistaði. Dyravörður á Prikinu segir ástandið í miðbænum brjálað eftir afléttingar innanlands. „Hræðilegt. Það er ömurlegt.“ Hvernig þá? „Mikið að gera. Allt of mikið að gera. Mörg slagsmál. Það er bara svoleiðis,“ sagði Sigurður, dyravörður á Prikinu. Dyraverðir á Sólon og Bankastræti Club segja nóg um að vera. „Síðasta helgi var vel pökkuð og mjög mikið að gera,“ sagði yfirdyravörður á Bankastræti Club. „Búið að vera geðveiki. Hjá okkur allavegana,“ sagði Þorgeir, dyravörður á Sólon. Næturlífið á Íslandi hefur haft þá sérstöðu í gegnum tíðina að fólk mætir seint á kvöldin niður í miðbæ og fer seint heim, ólíkt nágrannaþjóðum okkar þar sem hefð er fyrir því að byrja gamanið fyrr. Þetta breyttist á tímum samkomutakmarkanna þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr á kvöldin en dyraverðir sem fréttastofa ræddi við sakna þess fyrirkomulags og myndu gjarnan vilja sjá fólk mæta fyrr út á lífið og fara fyrr heim. „Ég vona það. Við vonum það, en það verður ekki svoleiðis,“ sagði Þorgeir. Dyravörður á Prikinu tekur undir þetta. Hann saknar þess tíma þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr vegna sóttvarnarreglna og myndi gjarnan vilja sjá skemmtistaði opna fyrr og loka fyrr á kvöldin. „Já. Mér myndi finnast það þægilegra já,“ sagði Sigurður.
Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Ráðist á dyraverði í miðborginni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að ráðist hefði verið á dyraverði í miðborg Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt. 4. júlí 2021 07:17 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37
Ráðist á dyraverði í miðborginni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að ráðist hefði verið á dyraverði í miðborg Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt. 4. júlí 2021 07:17
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent