Sjáðu heimsklassa markvörslur Cecilíu á móti toppliðinu um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 11:31 Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti frábæran leik á móti toppliðinu um helgina. Getty/Gabriele Maltinti Hin sautján ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir fékk tækifærið með KIF Örebro í sænsku deildinni um helgina og sýndi heldur betur hvers hún er megnug. Cecilía Rán átti stórleik þegar Örebro náði í stig á móti toppliði Rosengård.Rosengård fékk nokkur góð færi í leiknum en tókst ekki að koma boltanum framhjá íslenska landsliðsmarkverðinum sem var í miklu stuði. View this post on Instagram A post shared by Cecili a Ra n Ru narsdo ttir (@ceciliaranr) Rosengård átti alls átta skot á markið í leiknum en Cecilía Rán varði þau öll. Nokkur þeirra voru úr mjög góðum færum en þrátt fyrir góðar tilraunir þá var íslenski markvörðurinn tilbúin í allt sem á markið kom. Bestu tilþrif Cecilíu komu líklega á 81. mínútu leiksins þegar Stefanie Sanders skallaði aukaspyrnu í bláhornið og fátt virtist geta komið í veg fyrir það að boltinn færi í netið. Cecilía Rán var á öðru máli og náði að verja boltann á glæsilegan hátt. Þetta var þriðji leikur Cecilíu Ránar með KIF Örebro í sænsku deildinni á tímabilinu og í fyrsta sinn sem hún heldur hreinu. Hún fékk á sig eitt mark í jafntefli á móti Eskilstuna United og þrjú mörk í tapi á móti Häcken. Hér fyrir neðan má sjá samantekt á helstu atvikum leiksins og þar má sjá nokkrar flottar markvörslur Cecilíu þar á meðal þessa níu mínútum fyrir leikslok. View this post on Instagram A post shared by KIF O rebro DFF (@kif_orebro) Sænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Cecilía Rán átti stórleik þegar Örebro náði í stig á móti toppliði Rosengård.Rosengård fékk nokkur góð færi í leiknum en tókst ekki að koma boltanum framhjá íslenska landsliðsmarkverðinum sem var í miklu stuði. View this post on Instagram A post shared by Cecili a Ra n Ru narsdo ttir (@ceciliaranr) Rosengård átti alls átta skot á markið í leiknum en Cecilía Rán varði þau öll. Nokkur þeirra voru úr mjög góðum færum en þrátt fyrir góðar tilraunir þá var íslenski markvörðurinn tilbúin í allt sem á markið kom. Bestu tilþrif Cecilíu komu líklega á 81. mínútu leiksins þegar Stefanie Sanders skallaði aukaspyrnu í bláhornið og fátt virtist geta komið í veg fyrir það að boltinn færi í netið. Cecilía Rán var á öðru máli og náði að verja boltann á glæsilegan hátt. Þetta var þriðji leikur Cecilíu Ránar með KIF Örebro í sænsku deildinni á tímabilinu og í fyrsta sinn sem hún heldur hreinu. Hún fékk á sig eitt mark í jafntefli á móti Eskilstuna United og þrjú mörk í tapi á móti Häcken. Hér fyrir neðan má sjá samantekt á helstu atvikum leiksins og þar má sjá nokkrar flottar markvörslur Cecilíu þar á meðal þessa níu mínútum fyrir leikslok. View this post on Instagram A post shared by KIF O rebro DFF (@kif_orebro)
Sænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira