Erlent

Krefjast milljarða til leysa gögn úr haldi

Kjartan Kjartansson skrifar
Sænska verslanakeðjan Coop þurfti að loka hundruðum verslana þegar kassakerfi þess læstist vegna gíslatökuforritsins um helgina.
Sænska verslanakeðjan Coop þurfti að loka hundruðum verslana þegar kassakerfi þess læstist vegna gíslatökuforritsins um helgina. Vísir/EPA

Tölvuþrjótar sem tóku gögn hundraða fyrirtækja víða um heim í gíslingu fyrir helgi krefjast nú jafnvirði um 8,7 milljarða króna í lausnargjald. Sænska verslanakeðjan Coop þurfti að loka hundruðum verslana sinna þegar kassakerfi þeirra læstist.

Árás með svokölluðu gagnagíslatökuforriti (e. ransomware) sem var gerð á bandaríska upplýsingatæknifyrirtækið Kaseya á föstudag hefur haft áhrif í á öðrum tug landa. Þrjótarnir komust inn í tölvukerfi Kaseya og þaðan í kerfi viðskiptavina fyrirtækisins. Læstust þá tölvur hundraða fyrirtækja og stofnana, þar á meðal skóla, samvinnubanka og lítilla ríkisstofnana.

Sérfræðingar telja að rússnesku tölvuþrjótasamtökin REvil standi að gíslatökunni. Í yfirlýsingu sem birtist á bloggsíðu sem samtökin nota á svonefndu djúpneti kröfðust þau sjötíu milljóna dollara, jafnvirði um 8,7 milljarða króna.

Talsmaður Kaseya sagði Reuters að fyrirtækið vissi af lausnargjaldskröfunni en gaf ekkert út um hvort að það yrði greitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×