Tilnefnir Löfven sem forsætisráðherra Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2021 11:57 Stefan Löfven hefur gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014. AP Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, mun tilnefna Stefan Löfven sem forsætisráðherra landsins og mun þingið greiða atkvæði um tillöguna á miðvikudaginn. Frá þessu segja sænskir fjölmiðlar en sameiginlegur blaðamannafundur Norléns og Löfvens hófst klukkan 12. Þar kom fram að Löfven hafi í hyggju að mynda nýja stjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja líkt og átti einnig við um þá stjórn sem fór frá í síðasta mánuði - stjórn sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir vörðu vantrausti. Löfven segist eftir viðræður síðustu daga að hann hafi nægan stuðning til að mynda nýja stjórn, en að málið verði lagt í dóm þings á miðvikudaginn. Valdið sé þingsins. Annie Lööf, leiðtogi sænska Miðflokksins, sagði frá því í morgun að þingflokkur Miðflokksins myndi skila auðu í atkvæðagreiðslu þingsins um tillöguna um Löfven sem næsta forsætisráðherra. Nooshi Dadgostar,formaður Vinstriflokksins, tilkynnti sömuleiðis í gær að Vinstriflokkurinn muni greiða atkvæði með Löfven sem forsætisráðherra. Í Svíþjóð er það þannig að forsætisráðherra þarf ekki að njóta stuðnings meirihluta þings, heldur þarf meirihluti þings einungis að greiða ekki atkvæði með vantrausti til að stjórn sé starfhæf. Vantraust samþykkt í þarsíðustu viku Fráfarandi stjórn Löfvens var einnig minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja, sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir vörðu vantrausti. Stjórnin var þó einnig háð því að Vinstriflokkurinn myndi verja hana vantrausti. Vinstriflokkurinn ákvað þó að greiða atkvæði með vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata á mánudaginn í þarsíðustu viku vegna ákvörðunar stjórnar Löfvens um að afnema leiguþak á nýju húsnæði. Þingkosningar munu fara fram í Svíþjóð í september 2022, burtséð frá því hvort að niðurstaðan nú verði að boða verði til aukakosninga á næstu mánuðum þar sem ekki hefur tekist að mynda stjórn. Fréttin hefur verið uppfærð. Svíþjóð Tengdar fréttir Miðflokkurinn sagður ætla að samþykkja áframhaldandi stjórn Löfvens Flokkstjórn sænska Miðflokksins er sögð reiðubúin að verja nýrri ríkisstjórn Stefans Löfven falli. Frá þessu greinir Svenska dagbladet (SvD) í morgun, en Löfven mun í dag tilkynna þingforsetanum Andreas Norlén hvort hann telji grundvöll fyrir því að mynda nýrri stjórn undir hans forsæti sem nyti stuðnings meirihluta þings. 5. júlí 2021 07:36 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Frá þessu segja sænskir fjölmiðlar en sameiginlegur blaðamannafundur Norléns og Löfvens hófst klukkan 12. Þar kom fram að Löfven hafi í hyggju að mynda nýja stjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja líkt og átti einnig við um þá stjórn sem fór frá í síðasta mánuði - stjórn sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir vörðu vantrausti. Löfven segist eftir viðræður síðustu daga að hann hafi nægan stuðning til að mynda nýja stjórn, en að málið verði lagt í dóm þings á miðvikudaginn. Valdið sé þingsins. Annie Lööf, leiðtogi sænska Miðflokksins, sagði frá því í morgun að þingflokkur Miðflokksins myndi skila auðu í atkvæðagreiðslu þingsins um tillöguna um Löfven sem næsta forsætisráðherra. Nooshi Dadgostar,formaður Vinstriflokksins, tilkynnti sömuleiðis í gær að Vinstriflokkurinn muni greiða atkvæði með Löfven sem forsætisráðherra. Í Svíþjóð er það þannig að forsætisráðherra þarf ekki að njóta stuðnings meirihluta þings, heldur þarf meirihluti þings einungis að greiða ekki atkvæði með vantrausti til að stjórn sé starfhæf. Vantraust samþykkt í þarsíðustu viku Fráfarandi stjórn Löfvens var einnig minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja, sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir vörðu vantrausti. Stjórnin var þó einnig háð því að Vinstriflokkurinn myndi verja hana vantrausti. Vinstriflokkurinn ákvað þó að greiða atkvæði með vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata á mánudaginn í þarsíðustu viku vegna ákvörðunar stjórnar Löfvens um að afnema leiguþak á nýju húsnæði. Þingkosningar munu fara fram í Svíþjóð í september 2022, burtséð frá því hvort að niðurstaðan nú verði að boða verði til aukakosninga á næstu mánuðum þar sem ekki hefur tekist að mynda stjórn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Svíþjóð Tengdar fréttir Miðflokkurinn sagður ætla að samþykkja áframhaldandi stjórn Löfvens Flokkstjórn sænska Miðflokksins er sögð reiðubúin að verja nýrri ríkisstjórn Stefans Löfven falli. Frá þessu greinir Svenska dagbladet (SvD) í morgun, en Löfven mun í dag tilkynna þingforsetanum Andreas Norlén hvort hann telji grundvöll fyrir því að mynda nýrri stjórn undir hans forsæti sem nyti stuðnings meirihluta þings. 5. júlí 2021 07:36 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Miðflokkurinn sagður ætla að samþykkja áframhaldandi stjórn Löfvens Flokkstjórn sænska Miðflokksins er sögð reiðubúin að verja nýrri ríkisstjórn Stefans Löfven falli. Frá þessu greinir Svenska dagbladet (SvD) í morgun, en Löfven mun í dag tilkynna þingforsetanum Andreas Norlén hvort hann telji grundvöll fyrir því að mynda nýrri stjórn undir hans forsæti sem nyti stuðnings meirihluta þings. 5. júlí 2021 07:36