Lýðræðissinnum bannað að syrgja félaga sinn sem sakaður er um hryðjuverk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júlí 2021 14:24 Lögreglumenn í Hong Kong standa vakt við minningarskjöld um mótmælandann. Getty7Leung Man Hei Lögreglan í Hong Kong hefur varað lýðræðissinna við því að syrgi þeir dauða mótmælanda, sem stakk lögreglumann með kuta, verði litið á það sem stuðning við hryðjuverk. Það sé vegna þess að árásin sé nú til rannsóknar hjá þjóðaröryggisstofnun Hong Kong. Mótmælandinn, sem var fimmtugur, réðst á lögreglumann á fimmtudag og stakk hann með hníf. Lögregla segir að maðurinn hafi í kjölfarið tekið eigið líf. Lögreglumaðurinn, sem er 28 ára gamall, hlaut alvarlega áverka í árásinn en árásarmanninum tókst að stinga hann í lungað. Lögreglumaðurinn liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi að sögn staðarmiðla. Yfirvöld hafa gefið út að árásarmaðurinn, sem fjölmiðlar hafa nafngreint sem Leung Kin-fai, hafi einsamall komið að árásinni. Litið sé á hana sem hryðjuverk og að Leung hafi verið pólitískur öfgamaður. Yfirvöld hafa kennt andófsmönnum Kína um pólitískar skoðanir Leungs. Árásin átti sér stað daginn sem 24 ár voru liðin frá því að Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong, eftir tæplega 100 ára yfirráð. Þúsundir lögreglumanna höfðu verið sendir á götur út til að koma í veg fyrir að fjöldamótmæli brytust út. Á fimmtudag var einnig liðið ár frá því að umdeild öryggislög voru tekin í gildi í Hong Kong. Lögin eru sögð til þess gerð að brjóta á bak aftur lýðræðishreyfingu Hong Kong en samkvæmt lögunum má ekki tala gegn kínverska ríkinu eða grafa undan því á nokkurn hátt. Lögunum hefur verið lýst sem mikilli forræðishyggju og í anda einræðisstjórnar og stjórnvöld hafa verið sökuð um að hafa notað þau í þeim tilgangi að brjóta á bak aftur lýðræðishreyfingu Hong Kong sem fór mikinn sumarið 2019. Hong Kong Tengdar fréttir Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01 Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Mótmælandinn, sem var fimmtugur, réðst á lögreglumann á fimmtudag og stakk hann með hníf. Lögregla segir að maðurinn hafi í kjölfarið tekið eigið líf. Lögreglumaðurinn, sem er 28 ára gamall, hlaut alvarlega áverka í árásinn en árásarmanninum tókst að stinga hann í lungað. Lögreglumaðurinn liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi að sögn staðarmiðla. Yfirvöld hafa gefið út að árásarmaðurinn, sem fjölmiðlar hafa nafngreint sem Leung Kin-fai, hafi einsamall komið að árásinni. Litið sé á hana sem hryðjuverk og að Leung hafi verið pólitískur öfgamaður. Yfirvöld hafa kennt andófsmönnum Kína um pólitískar skoðanir Leungs. Árásin átti sér stað daginn sem 24 ár voru liðin frá því að Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong, eftir tæplega 100 ára yfirráð. Þúsundir lögreglumanna höfðu verið sendir á götur út til að koma í veg fyrir að fjöldamótmæli brytust út. Á fimmtudag var einnig liðið ár frá því að umdeild öryggislög voru tekin í gildi í Hong Kong. Lögin eru sögð til þess gerð að brjóta á bak aftur lýðræðishreyfingu Hong Kong en samkvæmt lögunum má ekki tala gegn kínverska ríkinu eða grafa undan því á nokkurn hátt. Lögunum hefur verið lýst sem mikilli forræðishyggju og í anda einræðisstjórnar og stjórnvöld hafa verið sökuð um að hafa notað þau í þeim tilgangi að brjóta á bak aftur lýðræðishreyfingu Hong Kong sem fór mikinn sumarið 2019.
Hong Kong Tengdar fréttir Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01 Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01
Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08
Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04