„Verðum að læra að lifa með vírusnum“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2021 16:49 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Daniel Leal-Olivas Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag nýja áætlun ríkisstjórnar hans um það að „lifa með Covid-19“ en sú áætlun snýr að því að fella niður sóttvarnaaðgerðir og félagsforðun á Englandi. Niðurfellingarnar munu hefjast þann 19. júlí. Í ræðu forsætisráðherrans sagði hann að faraldrinum væri ekki lokið. Hvatti hann fólk til að viðhalda persónubundnum sóttvörnum og að láta bólusetja sig. Fjöldi nýsmitaðra á Bretlandseyjum hefur aukist töluvert á undanförnum mánuði og er talan að nálgast þrjátíu þúsund á dag. Johnson sagði mögulegt að talan væri komin í fimmtíu þúsund fyrir 19. júlí, eins og fram kemur í frétt Sky News. Prime Minister Boris Johnson says "there could be 50,000 cases detected per day by July 19" and that "we must reconcile ourselves to more deaths from COVID".Latest on #COVID19: https://t.co/rJgx7rgyKC pic.twitter.com/yE7WrWWgwi— Sky News (@SkyNews) July 5, 2021 Umfangsmiklar bólusetningar hafa þó fækkað tilfellum alvarlegra veikinda og dauðsföllum verulega. Heilt yfir hafa 33,7 milljónir Breta fengið tvo skammta bóluefnis og 45,4 milljónir hafa fengið einn skammt. Þrátt fyrir það hefur innlögnum á sjúkrahús farið fjölgandi undanfarna daga. Innlagnir eru þó um tíu sinnum færri en þær voru síðast þegar fjöldi nýsmitaðra dag frá degi var á svipuðum slóðum. Meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórn Johnsons er að grípa til er að fella niður alla grímuskyldu, fella niður fjöldatakmarkanir sem snúa að fyrirtækjum, tónleikum og annars konar viðburðum, auk þess að gera eigendum alls konar fyrirtækja að opna á nýjan leik. Þar eru næturklúbbar meðtaldir. BREAKING: Prime Minister Boris Johnson says the government plans to remove all legal limits on the numbers meeting indoors and outdoors from 19 July, and all remaining businesses, including nightclubs, will be allowed to open.Follow live: https://t.co/HZed9S8ylv pic.twitter.com/jyY8sp9XVK— Sky News (@SkyNews) July 5, 2021 Fólki verður ekki gert skylt að sýna bólusetningarvottorð í Englandi en forsvarsmönnum fyrirtækja verður heimilt að krefjast þeirra og setja eigin reglur að vild. Í ræðu sinni og svörum við spurningum blaðamanna lagði Johnson reglulega áherslu á persónulega dómgreind fólks og að fólk tæki mið af aðstæðum í samfélaginu og þá sérstaklega útbreiðslu Covid-19. Johnson tók fram í ræðu sinni að margir væru þeirrar skoðunar að ef eitthvað, þá ætti að grípa til frekari sóttvarnaaðgerða, frekar en að fella þær niður. Það væri hins vegar ekki hægt að gera það seinna. Ef það ætti að bíða væri kominn vetur og þá væri ekki hægt að opna allt. „Við verðum að læra að lifa með vírusnum,“ sagði Johnson. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn uggandi yfir afléttingaráætlun stjórnvalda Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun í dag tilkynna um afléttingar á öllum sóttvarnaraðgerðum sem taka munu gildi 19. júlí næstkomandi. Vísindamenn hafa fordæmt fyrirætlanir stjórnvalda, þar sem kórónuveirufaraldurinn virðist vera í vexti. 5. júlí 2021 07:06 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Í ræðu forsætisráðherrans sagði hann að faraldrinum væri ekki lokið. Hvatti hann fólk til að viðhalda persónubundnum sóttvörnum og að láta bólusetja sig. Fjöldi nýsmitaðra á Bretlandseyjum hefur aukist töluvert á undanförnum mánuði og er talan að nálgast þrjátíu þúsund á dag. Johnson sagði mögulegt að talan væri komin í fimmtíu þúsund fyrir 19. júlí, eins og fram kemur í frétt Sky News. Prime Minister Boris Johnson says "there could be 50,000 cases detected per day by July 19" and that "we must reconcile ourselves to more deaths from COVID".Latest on #COVID19: https://t.co/rJgx7rgyKC pic.twitter.com/yE7WrWWgwi— Sky News (@SkyNews) July 5, 2021 Umfangsmiklar bólusetningar hafa þó fækkað tilfellum alvarlegra veikinda og dauðsföllum verulega. Heilt yfir hafa 33,7 milljónir Breta fengið tvo skammta bóluefnis og 45,4 milljónir hafa fengið einn skammt. Þrátt fyrir það hefur innlögnum á sjúkrahús farið fjölgandi undanfarna daga. Innlagnir eru þó um tíu sinnum færri en þær voru síðast þegar fjöldi nýsmitaðra dag frá degi var á svipuðum slóðum. Meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórn Johnsons er að grípa til er að fella niður alla grímuskyldu, fella niður fjöldatakmarkanir sem snúa að fyrirtækjum, tónleikum og annars konar viðburðum, auk þess að gera eigendum alls konar fyrirtækja að opna á nýjan leik. Þar eru næturklúbbar meðtaldir. BREAKING: Prime Minister Boris Johnson says the government plans to remove all legal limits on the numbers meeting indoors and outdoors from 19 July, and all remaining businesses, including nightclubs, will be allowed to open.Follow live: https://t.co/HZed9S8ylv pic.twitter.com/jyY8sp9XVK— Sky News (@SkyNews) July 5, 2021 Fólki verður ekki gert skylt að sýna bólusetningarvottorð í Englandi en forsvarsmönnum fyrirtækja verður heimilt að krefjast þeirra og setja eigin reglur að vild. Í ræðu sinni og svörum við spurningum blaðamanna lagði Johnson reglulega áherslu á persónulega dómgreind fólks og að fólk tæki mið af aðstæðum í samfélaginu og þá sérstaklega útbreiðslu Covid-19. Johnson tók fram í ræðu sinni að margir væru þeirrar skoðunar að ef eitthvað, þá ætti að grípa til frekari sóttvarnaaðgerða, frekar en að fella þær niður. Það væri hins vegar ekki hægt að gera það seinna. Ef það ætti að bíða væri kominn vetur og þá væri ekki hægt að opna allt. „Við verðum að læra að lifa með vírusnum,“ sagði Johnson.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn uggandi yfir afléttingaráætlun stjórnvalda Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun í dag tilkynna um afléttingar á öllum sóttvarnaraðgerðum sem taka munu gildi 19. júlí næstkomandi. Vísindamenn hafa fordæmt fyrirætlanir stjórnvalda, þar sem kórónuveirufaraldurinn virðist vera í vexti. 5. júlí 2021 07:06 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Vísindamenn uggandi yfir afléttingaráætlun stjórnvalda Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun í dag tilkynna um afléttingar á öllum sóttvarnaraðgerðum sem taka munu gildi 19. júlí næstkomandi. Vísindamenn hafa fordæmt fyrirætlanir stjórnvalda, þar sem kórónuveirufaraldurinn virðist vera í vexti. 5. júlí 2021 07:06