Lífið

Frægir hlaupa til góðs

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram þann 21. ágúst næstkomandi og er þetta í 37. sinn sem hlaupið er haldið.
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram þann 21. ágúst næstkomandi og er þetta í 37. sinn sem hlaupið er haldið.

Nokkrir þjóðþekktir einstaklingar hafa þegar skráð sig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sem fer fram þann 21. ágúst næstkomandi. Þeir safna nú áheitum fyrir hin ýmsu góðgerðasamtök.

Í tilkynningu frá forsvarsmönnum hlaupsins kemur fram að á undanförnum árum hafi met verið slegin í hlaupinu, bæði í fjölda þátttakenda og í áheitasöfnunum. 

Svo virðist sem það muni ekki taka breytingum í ár því skráningin og söfnunin fer vel af stað. 

Á meðal þeirra sem hafa skráð sig til leiks má nefna Katrínu Jakobsdóttur forsætisraðherra, sem hleypur fyrir Píeta samtökin, forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfskaða og Þórarinn Eldjárn rithöfund, sem hleypur fyrir minningarsjóð Kristjáns Eldjárns gítarleikara.

Hægt er að skrá sig til leiks og heita á hlaupara á www.hlaupastyrkur.is.

Þessi hafa þegar skráð sig til leiks:

Katrín Jakobsdóttir hleypur fyrir Píeta samtökin.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra

Þórarinn Eldjárn hleypur fyrir Minningarsjóð Kristjáns Eldjárns gítarleikara. Sjóðurinn veitir framúrskarandi tónlistarmönnum verðlaun.

Þórarinn hljóp einnig í hlaupinu í fyrra ásamt sonum sínum Halldóri og Ara Eldjárn.facebook/þórarinn eldjárn

Linda Ben matarbloggari hleypur fyrir Barnaspítala Hringsins, vökudeild.

Linda Ben.

Eva Ruza samfélagsmiðlastjarna hleypur fyrir Minningarsjóð Jennýjar Lilju. Vinir, kunningjar og fjölskylda Jennýar Lilju hafa hlaupið fyrir hin ýmsu málefni síðustu ár og í ár ætlar Minningarsjóður Jennýar Lilju að styrkja þyrlusveit Landhelgisgæslunnar.

Eva Ruza.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, hleypur fyrir Alzheimersamtökin eins og hann hefur gert í mörg ár.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar

Kolbrún Björnsdóttir, fararstjóri og fyrrum fjölmiðlakona, hleypur fyrir Líf styrktarfélag.

Kolbrún Björnsdóttir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.