Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2021 09:20 Um þrjú þúsund afganskir hermenn vernda Bagram en búast fastlega við því að Talbianar geri árás á herstöðina. AP/Rahmat Gul Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. Hermennirnir bandarísku fóru á brott aðfaranótt síðastliðins föstudags en Bagram var í um tuttugu ár helsta herstöð Bandaríkjanna í Afganistan. AP fréttaveitan segir að íbúar hafi farið ránshendi um tóman hluta herstöðvarinnar áður en afganskir hermenn ráku þá á brott. Í Bagram má meðal annars finna stærsta flugvöll landsins og fangelsi sem inniheldur um fimm þúsund Talibana. Forsvarsmenn afganska hersins segjast búast fastlega við því að Talibanar muni ráðast á herstöðina. Þó Talibanar hafi unnið fjölda sigra í átökum við stjórnarherinn að undanförnu segjast forsvarsmenn hersins geta haldið Bagram. Sjá einnig: Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan BBC hefur eftir herforingjanum Asadullah Kohistani, sem ræddi við blaðamenn í Bagram í gær, að stjórnarherinn væri alls ekki jafn öflugur og herafli Bandaríkjanna. Þeir gerðu þó sitt besta og ætluðu sér að tryggja öryggi íbúa Afganistans. Herforinginn Asadullah Kohistani hefur tekið við stjórn Bagram.AP/Rahmat Gul Kohistani leiðir um þrjú þúsund hermenn en tugir þúsunda hermanna hafa haldið til í Bagram. Sjá einnig: Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök Herstöðin var byggð af bandarískum verktökum á sjötta áratug síðustu aldar og fyrir yfirvöld í Afganistan. Sovétríkin tóku þó herstöðina yfir í innrás þeirra árið 1979. Í kjölfar þess tók ríkisstjórn landsins, sem var studd af Sovétríkjunum við rekstri herstöðvarinnar og svo Talibanar þegar þeir tóku völd í kjölfar þess að Sovétríkin fóru frá landinu. Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43 Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. 29. júní 2021 23:05 Um 650 bandarískir hermenn verða eftir í Afganistan Áætlað er um 650 bandarískir hermenn verði eftir í Afganistan þegar búið verður að kalla herlið Bandaríkjahers heim. Hermönnunum sem eftir verða, verður ætlað að tryggja öryggi bandarískra emættismanna í Afganistan. 25. júní 2021 07:56 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Hermennirnir bandarísku fóru á brott aðfaranótt síðastliðins föstudags en Bagram var í um tuttugu ár helsta herstöð Bandaríkjanna í Afganistan. AP fréttaveitan segir að íbúar hafi farið ránshendi um tóman hluta herstöðvarinnar áður en afganskir hermenn ráku þá á brott. Í Bagram má meðal annars finna stærsta flugvöll landsins og fangelsi sem inniheldur um fimm þúsund Talibana. Forsvarsmenn afganska hersins segjast búast fastlega við því að Talibanar muni ráðast á herstöðina. Þó Talibanar hafi unnið fjölda sigra í átökum við stjórnarherinn að undanförnu segjast forsvarsmenn hersins geta haldið Bagram. Sjá einnig: Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan BBC hefur eftir herforingjanum Asadullah Kohistani, sem ræddi við blaðamenn í Bagram í gær, að stjórnarherinn væri alls ekki jafn öflugur og herafli Bandaríkjanna. Þeir gerðu þó sitt besta og ætluðu sér að tryggja öryggi íbúa Afganistans. Herforinginn Asadullah Kohistani hefur tekið við stjórn Bagram.AP/Rahmat Gul Kohistani leiðir um þrjú þúsund hermenn en tugir þúsunda hermanna hafa haldið til í Bagram. Sjá einnig: Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök Herstöðin var byggð af bandarískum verktökum á sjötta áratug síðustu aldar og fyrir yfirvöld í Afganistan. Sovétríkin tóku þó herstöðina yfir í innrás þeirra árið 1979. Í kjölfar þess tók ríkisstjórn landsins, sem var studd af Sovétríkjunum við rekstri herstöðvarinnar og svo Talibanar þegar þeir tóku völd í kjölfar þess að Sovétríkin fóru frá landinu.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43 Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. 29. júní 2021 23:05 Um 650 bandarískir hermenn verða eftir í Afganistan Áætlað er um 650 bandarískir hermenn verði eftir í Afganistan þegar búið verður að kalla herlið Bandaríkjahers heim. Hermönnunum sem eftir verða, verður ætlað að tryggja öryggi bandarískra emættismanna í Afganistan. 25. júní 2021 07:56 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43
Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. 29. júní 2021 23:05
Um 650 bandarískir hermenn verða eftir í Afganistan Áætlað er um 650 bandarískir hermenn verði eftir í Afganistan þegar búið verður að kalla herlið Bandaríkjahers heim. Hermönnunum sem eftir verða, verður ætlað að tryggja öryggi bandarískra emættismanna í Afganistan. 25. júní 2021 07:56