Vara við því að óbólusett börn ferðist til útlanda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2021 10:45 Guðrún Aspelund, yfirlæknir sóttvarnasviðs Embættis landlæknis, varar við því að börn ferðist til útlanda. Vísir Margir Íslendingar stefna á ferðalög í sumar, bæði innanlands og utan, og er fólk farið að flykkjast út á Keflavíkurflugvöll til að halda í frí til útlanda. Einhverjir hafa þó velt fyrir sér ágæti þess að taka börnin með í frí en börn undir 16 ára aldri hafa flest hver ekki verið bólusett þó svo að fullorðna fólkið hafi nær allt verið það. Börnum með undirliggjandi sjúkdóma hefur verið boðið í bólusetningu en börnum á aldrinum tólf til fimmtán ára stendur til boða að fá bólusetningarboð, óski foreldrar eftir því. Þó liggur fyrir að ekki verði ráðist í bólusetningar á börnum fyrr en í ágúst en starfsmenn heilsugæslu eru margir hverjir í sumarfríi þessa dagana. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis, sagði í Reykjavík síðdegis í gær að ekki sé mælst með því að óbólusett börn ferðist til útlanda. Þá ítrekar hún að börn á tólf til fimmtán ára aldri verði aðeins bólusett óski foreldrar eftir því. „Það hefur verið talað um það að bólusetja börn 12-15 ára ef foreldrar óska þess en það myndi vera gert á heilsugæslunni og ekki fjöldabólusetning, eins og var gert í Laugardalshöllinni. Það er kannski ekki heppilegt að gera það við börn,“ sagði Guðrún. „Þá myndi heilsugæslan taka þetta að sér áfram, eins og þau hafa gert, en þetta yrði þá gert í gegn um lækni eða heilsugæslu viðkomandi. En þangað til eru börnin óbólusett og við erum þá ekki að mæla með að þau séu að fara erlendis, eins og er.“ Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítala, sagði í viðtali við Harmageddon á dögunum að það væri galið að bíða með bólusetningu barna. Kórónuveiran geti reynst börnum hættuleg og vísaði hann til þess að 500 börn hafi látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. „Nú hefur verið samþykkt bólusetning 12-16 ára barna við Covid-19 8 í samræmi við samþykki FDA/EMA) svo lengi sem óskað er eftir því. Þetta var skýrt í reglugerð frá Embætti landlæknis. Hins vegar virðist stefnan vera að bíða þar til skóli byrjar. Það ætti að vera augljóst af hverju það er galin hugmynd,“ skrifaði Jón Magnús í færslu á Facebook sem var til umræðu í Harmageddon. „Einnig orkar það tvímælis að bíða eftir meiri samfélagsdreifingu áður en bólusett er. Við vitum að klár ávinningur er af bólusetningu 12-16 ára barna við Covid-19 og öryggi er mjög gott. Hér er ekki verið að láta börn njóta vafans – hér er verið að takmarka aðgengi barna að mikilvægri heilbrigðisþjónustu.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Ferðalög Tengdar fréttir Rauðglóandi símalínur vegna bólusetningar barna Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust. 29. júní 2021 11:54 Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 14. júní 2021 13:22 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Sjá meira
Börnum með undirliggjandi sjúkdóma hefur verið boðið í bólusetningu en börnum á aldrinum tólf til fimmtán ára stendur til boða að fá bólusetningarboð, óski foreldrar eftir því. Þó liggur fyrir að ekki verði ráðist í bólusetningar á börnum fyrr en í ágúst en starfsmenn heilsugæslu eru margir hverjir í sumarfríi þessa dagana. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis, sagði í Reykjavík síðdegis í gær að ekki sé mælst með því að óbólusett börn ferðist til útlanda. Þá ítrekar hún að börn á tólf til fimmtán ára aldri verði aðeins bólusett óski foreldrar eftir því. „Það hefur verið talað um það að bólusetja börn 12-15 ára ef foreldrar óska þess en það myndi vera gert á heilsugæslunni og ekki fjöldabólusetning, eins og var gert í Laugardalshöllinni. Það er kannski ekki heppilegt að gera það við börn,“ sagði Guðrún. „Þá myndi heilsugæslan taka þetta að sér áfram, eins og þau hafa gert, en þetta yrði þá gert í gegn um lækni eða heilsugæslu viðkomandi. En þangað til eru börnin óbólusett og við erum þá ekki að mæla með að þau séu að fara erlendis, eins og er.“ Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítala, sagði í viðtali við Harmageddon á dögunum að það væri galið að bíða með bólusetningu barna. Kórónuveiran geti reynst börnum hættuleg og vísaði hann til þess að 500 börn hafi látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. „Nú hefur verið samþykkt bólusetning 12-16 ára barna við Covid-19 8 í samræmi við samþykki FDA/EMA) svo lengi sem óskað er eftir því. Þetta var skýrt í reglugerð frá Embætti landlæknis. Hins vegar virðist stefnan vera að bíða þar til skóli byrjar. Það ætti að vera augljóst af hverju það er galin hugmynd,“ skrifaði Jón Magnús í færslu á Facebook sem var til umræðu í Harmageddon. „Einnig orkar það tvímælis að bíða eftir meiri samfélagsdreifingu áður en bólusett er. Við vitum að klár ávinningur er af bólusetningu 12-16 ára barna við Covid-19 og öryggi er mjög gott. Hér er ekki verið að láta börn njóta vafans – hér er verið að takmarka aðgengi barna að mikilvægri heilbrigðisþjónustu.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Ferðalög Tengdar fréttir Rauðglóandi símalínur vegna bólusetningar barna Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust. 29. júní 2021 11:54 Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 14. júní 2021 13:22 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Sjá meira
Rauðglóandi símalínur vegna bólusetningar barna Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust. 29. júní 2021 11:54
Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 14. júní 2021 13:22