Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2021 11:49 Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong á vikulegum blaðamannafundi sínum í dag. AP/Kin Cheung Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. Hald mun hafa verið lagt á sprengiefni sem kallast triacetone triperoxide eða TATP, samkvæmt frétt BBC. Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong fyrir hönd Kommúnistaflokk Kína, varaði nýverið við því að „ólögleg hugmyndafræði“ væri í dreifingu meðal ungmenna. Hvatti hún foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni í Hong Kong og tilkynna þau til lögreglunnar ef tilefni þykir. Á vikulegum blaðamannafundi sínum sagði Lam að íbúar Hong Kong hefðu í langan tíma orðið fyrir áhrifum rangra hugmynda. Bretar skiluðu Hong Kong til Kínverja árið 1997. Það var gert gegn loforði um að réttindi og frelsi íbúa í Hong Kong yrðu áfram tryggð með hugmyndinni um „eitt land – tvö kerfi“. Árið 2019 fóru fram umfangsmikil mótmæli í Hong Kong, sem voru að miklu leiti leidd af yngra fólki. Mótmælendur kröfðust aukins lýðræðis og réttinda en mótmælin voru brotin niður af mikilli hörku. Í kjölfar þess skrifuðu ráðamenn í Kína umdeild öryggislög um Hong Kong sem samþykkt voru í fyrra. Samkvæmt þeim lögum voru alls konar aðgerðir sem beinast gegn ríkinu bannaðar í Hong Kong. Stjórnarandstæðingar hafa verið reknir af þingi Hong Kong og aðgerðasinnar hafa verið handteknir og dæmdir í fangelsi. Þá hefur fjölmiðlum eins og Apple Daily verið lokað. Sjá einnig: Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Ráðamenn í Kína hafa sagt óvinveitt ríki hafa ýtt undir mótmæli og ofbeldi í Hong Kong og að það hafi ógnað þjóðaröryggi Kína. Hong Kong Kína Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Hald mun hafa verið lagt á sprengiefni sem kallast triacetone triperoxide eða TATP, samkvæmt frétt BBC. Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong fyrir hönd Kommúnistaflokk Kína, varaði nýverið við því að „ólögleg hugmyndafræði“ væri í dreifingu meðal ungmenna. Hvatti hún foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni í Hong Kong og tilkynna þau til lögreglunnar ef tilefni þykir. Á vikulegum blaðamannafundi sínum sagði Lam að íbúar Hong Kong hefðu í langan tíma orðið fyrir áhrifum rangra hugmynda. Bretar skiluðu Hong Kong til Kínverja árið 1997. Það var gert gegn loforði um að réttindi og frelsi íbúa í Hong Kong yrðu áfram tryggð með hugmyndinni um „eitt land – tvö kerfi“. Árið 2019 fóru fram umfangsmikil mótmæli í Hong Kong, sem voru að miklu leiti leidd af yngra fólki. Mótmælendur kröfðust aukins lýðræðis og réttinda en mótmælin voru brotin niður af mikilli hörku. Í kjölfar þess skrifuðu ráðamenn í Kína umdeild öryggislög um Hong Kong sem samþykkt voru í fyrra. Samkvæmt þeim lögum voru alls konar aðgerðir sem beinast gegn ríkinu bannaðar í Hong Kong. Stjórnarandstæðingar hafa verið reknir af þingi Hong Kong og aðgerðasinnar hafa verið handteknir og dæmdir í fangelsi. Þá hefur fjölmiðlum eins og Apple Daily verið lokað. Sjá einnig: Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Ráðamenn í Kína hafa sagt óvinveitt ríki hafa ýtt undir mótmæli og ofbeldi í Hong Kong og að það hafi ógnað þjóðaröryggi Kína.
Hong Kong Kína Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira