Aldraður sjómaður lagði VÍS í héraðsdómi Árni Sæberg skrifar 6. júlí 2021 18:38 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Vátryggingarfélag Íslands hefur verið dæmt til að greiða 71 árs sjómanni bætur úr slysatryggingu sjómanna, sem KG Fiskverkun ehf. var með hjá tryggingarfélaginu. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í málinu þann 29. júní en hann birtist á heimasíðu dómsins í dag. Sjómaðurinn fór fram á bætur vegna slyss sem hann varð fyrir í janúar 2018 þegar hann datt aftur fyrir sig í tröppum á leið niður í vélarrúm skipsins Tjaldur SH-270 til að rétta það af, en hann var yfirvélstjóri skipsins. Sjómaðurinn hlaut ýmis meiðsli, meðal annars brot í hálshrygg og opið sár á hársverði. VÍS taldi að ekki væri um slys að ræða VÍS neitaði að borga út bætur vegna slyssins þar sem félagið taldi atvikið ekki uppfylla hugtakslýsingu orðsins slys. Félagið taldi að áverkar mannsins hafi orsakast af kvilla innan líkama sjómannsins, nánar tiltekið yfirliðs vegna hjartakvilla. Til þess að óhapp teljist slys samkvæmt skilmálum VÍS og reglum vátryggingarréttar þarf það að orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði. Ljóst er að yfirlið vegna hjartakvilla er ekki utanaðkomandi viðburður. Fram kom í skýrslu læknis að líklega hefði liðið yfir sjómanninn vegna hjartakvilla áður en hann datt niður stigann. Hins vegar kom ekkert slíkt fram í matsgerð sem sjómaðurinn óskaði eftir. Sjómaðurinn taldi að skilgreining VÍS á hugtakinu slys sé ólögmæt hlutlæg ábyrgðartakmörkun. Héraðsdómur féllst ekki á þá túlkun sjómannsins enda er skilgreiningin í takt við meginreglur vátryggingarréttar. VÍS vísar einnig til þess að jafnvel þó talið yrði að höfuðhöggið eitt og sér teldist til slyss þá greiðist ekki bætur úr slysatryggingunni, samkvæmt skilmálum þar sem fram komi að bætur greiðist því aðeins að slys sé bein og eina orsök þess að vátryggður deyr eða missir starfsorku sína að nokkru eða öllu leyti. Héraðsdómur segir sönnunarbyrðina hvíla alfarið á VÍS Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur segir að atvik að baki því að sjómaðurinn féll séu óljós. Engin vitni voru að fallinu og skipverjar hafa ekki borið fyrir dómi um ástand sjómannsins áður en hann fór í vélarrúmið til að rétta af skipið. Dómurinn segir að ráðið verði af dómaframkvæmd að líkamstjón sem verður rakið til falls á gólf eða annan hlut uppfylli að jafnaði það skilyrði að vera valdið af utanaðkomandi atburði. Sé afturá móti sýnt fram á að fallið hafi orðið vegna sjúkdóms eða innra ástands í líkama þess sem féll telst skilyrðið ekki uppfyllt, svo sem ef fall verður vegna aðsvifs eða svimakasts. Að virtum atvikum telur dómurinn að það falli í hlut VÍS að sýna fram á að fall sjómannsins sé að rekja til sjúkdóms eða annars innra ástands í líkama hans. Þar sem VÍS tókst ekki að sanna að falla sjómannsins hafi orsakast af innri kvilla var það dæmt til að greiða sjómanninum út bætur úr sjúkratryggingu sjómanna. Þá var félaginu einnig gert að greiða 1,3 milljónir króna í málskostnað sem renna í ríkissjóð enda naut sjómaðurinn gjafsóknar í málinu. Dómsmál Tryggingar Sjávarútvegur Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í málinu þann 29. júní en hann birtist á heimasíðu dómsins í dag. Sjómaðurinn fór fram á bætur vegna slyss sem hann varð fyrir í janúar 2018 þegar hann datt aftur fyrir sig í tröppum á leið niður í vélarrúm skipsins Tjaldur SH-270 til að rétta það af, en hann var yfirvélstjóri skipsins. Sjómaðurinn hlaut ýmis meiðsli, meðal annars brot í hálshrygg og opið sár á hársverði. VÍS taldi að ekki væri um slys að ræða VÍS neitaði að borga út bætur vegna slyssins þar sem félagið taldi atvikið ekki uppfylla hugtakslýsingu orðsins slys. Félagið taldi að áverkar mannsins hafi orsakast af kvilla innan líkama sjómannsins, nánar tiltekið yfirliðs vegna hjartakvilla. Til þess að óhapp teljist slys samkvæmt skilmálum VÍS og reglum vátryggingarréttar þarf það að orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði. Ljóst er að yfirlið vegna hjartakvilla er ekki utanaðkomandi viðburður. Fram kom í skýrslu læknis að líklega hefði liðið yfir sjómanninn vegna hjartakvilla áður en hann datt niður stigann. Hins vegar kom ekkert slíkt fram í matsgerð sem sjómaðurinn óskaði eftir. Sjómaðurinn taldi að skilgreining VÍS á hugtakinu slys sé ólögmæt hlutlæg ábyrgðartakmörkun. Héraðsdómur féllst ekki á þá túlkun sjómannsins enda er skilgreiningin í takt við meginreglur vátryggingarréttar. VÍS vísar einnig til þess að jafnvel þó talið yrði að höfuðhöggið eitt og sér teldist til slyss þá greiðist ekki bætur úr slysatryggingunni, samkvæmt skilmálum þar sem fram komi að bætur greiðist því aðeins að slys sé bein og eina orsök þess að vátryggður deyr eða missir starfsorku sína að nokkru eða öllu leyti. Héraðsdómur segir sönnunarbyrðina hvíla alfarið á VÍS Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur segir að atvik að baki því að sjómaðurinn féll séu óljós. Engin vitni voru að fallinu og skipverjar hafa ekki borið fyrir dómi um ástand sjómannsins áður en hann fór í vélarrúmið til að rétta af skipið. Dómurinn segir að ráðið verði af dómaframkvæmd að líkamstjón sem verður rakið til falls á gólf eða annan hlut uppfylli að jafnaði það skilyrði að vera valdið af utanaðkomandi atburði. Sé afturá móti sýnt fram á að fallið hafi orðið vegna sjúkdóms eða innra ástands í líkama þess sem féll telst skilyrðið ekki uppfyllt, svo sem ef fall verður vegna aðsvifs eða svimakasts. Að virtum atvikum telur dómurinn að það falli í hlut VÍS að sýna fram á að fall sjómannsins sé að rekja til sjúkdóms eða annars innra ástands í líkama hans. Þar sem VÍS tókst ekki að sanna að falla sjómannsins hafi orsakast af innri kvilla var það dæmt til að greiða sjómanninum út bætur úr sjúkratryggingu sjómanna. Þá var félaginu einnig gert að greiða 1,3 milljónir króna í málskostnað sem renna í ríkissjóð enda naut sjómaðurinn gjafsóknar í málinu.
Dómsmál Tryggingar Sjávarútvegur Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira