Framboðslistar Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur voru samþykktir með öllum greiddum atkvæðum á félagsfundi í gærkvöldi.
Steinunn Þóra Árnadóttir, alþingismaður, er í öðru sæti í Reykjavík norður og Eva Dögg Davíðsdóttir, doktorsnemi í umhverfis- og þróunarfræði, í því þriðja. Í Reykjavík suður er Orri Páll Jóhannsson, aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra og varaþingmaður VG í öðru sæti og Daníel E. Arnarson, framkvæmdastjóri Samtakanna ’78, í því þriðja.
Sjá má lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum að neðan.
Reykjavík norður
- 1. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
- 2. Steinunn Þóra Árnadóttir, alþingiskona.
- 3. Eva Dögg Davíðsdóttir, doktorsnemi.
- 4. René Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.
- 5. Andrés Skúlason, verkefnastjóri.
- 6. Álfheiður Ingadóttir, ritstjóri Náttúrufræðingsins.
- 7. Arnar Evgení Gunnarsson, þjónn.
- 8. Birna Björg Guðmundsdóttir, formaður Trans vina.
- 9. Ragnar Kjartansson, myndlistarmaður.
- 10. Hólmfríður Sigþórsdóttir, framhaldsskólakennari.
- 11. Jón M. Ívarsson, rithöfundur.
- 12. Íris Andrésdóttir, grunnskólakennari.
- 13. Kinan Kadoni, menningarmiðlari.
- 14. Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, rithöfundur.
- 15. Unnur Eggertsdóttir, leikkona.
- 16. Gústav Adolf Bergmann, doktorsnemi í heimspeki.
- 17. Torfi Stefán Jónsson, sagnfræðingur.
- 18. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, leik- og söngkona.
- 19. Ragnar Gauti Hauksson, samgönguverkfræðingur.
- 20. Aðalheiður Björk Olgudóttir, grunnskólakennari.
- 21. Steinar Harðarsson, vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri.
- 22. Guðrún Ágústsdóttir, fyrrv. forseti borgarstjórnar.
Reykjavík suður
- 1. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
- 2. Orri Páll Jóhannsson, aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra og varaþingmaður.
- 3. Daníel E. Arnarson, framkv.stj. samtakanna ´78.
- 4. Brynhildur Björnsdóttir, blaðamaður og söngkona.
- 5. Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur hjá VR.
- 6. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir.
- 7. Kristín Magnúsdóttir, mastersnemi í mannfræði.
- 8. Guy Conan Stewart, grunnskólakennari.
- 9. Elínrós Birta Jónsdóttir, sjúkraliðanemi.
- 10. Styrmir Reynisson, framhaldsskólakennari.
- 11. Jónína Riedel, félagsfræðingur.
- 12. Bryngeir Arnar Bryngeirsson, tómstunda- og félagsmálafræðingur/gönguleiðsögumaður.
- 13. Sigrún Alba Sigurðardóttir, menningarfræðingur.
- 14. Gunnar Guttormsson, vélfræðingur.
- 15. Álfheiður Sigurðardóttir, skrifstofustjóri/verkefnastjóri.
- 16. Ragnar Auðun Árnason, stjórnmálafræðingur.
- 17. Maarit Kaipanan, viðskiptafræðingur og sérfræðingur á sviði loftslagsmála.
- 18. Helgi Hrafn Ólafsson, kennari og íþróttafræðingur.
- 19. Ingileif Jónsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu.
- 20. Grímur Hákonarsson, leikstjóri.
- 21. Sjöfn Ingólfsdóttir, fyrrv. form. Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.
- 22. Kjartan Ólafsson, fyrrv. ritstjóri Þjóðviljans.