Mikill munur á viðbrögðum við kynferðisofbeldi milli kynslóða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2021 16:14 María Rún Bjarnadóttir hefur framkvæmt rannsókn og greint mál og dóma sem hafa komið á borð Íslenska réttarkerfisins María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur, segir að nema megi ákveðinn kynslóðamun á viðbrögðum við fregnum af kynferðisofbeldi. Undanfarnar vikur hafa reynslusögur fólks af kynferðisofbeldi og -áreiti riðið yfir samfélagsmiðla og vakið mikla athygli. María segir margt benda til að við séum stödd í fjórðu bylgju femínisma og tengist hún að mörgu leiti tæknibreytingum og aðgengi að samfélagsmiðlum. „Ég held að samfélagsmiðlar séu, eins og þeir eru nú gölluð fyrirbæri, líka gríðarlega valdeflandi og gefa fólk tækifæri til að tjá sig milliliðalaust,“ sagði María Rún í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Ég held að þessi breyting sé komin til að vera og það er auðvitað þannig með allar tæknibreytingar að þær standa samhliða einhvers konar samfélagsbyltingu og það er kannski það sem við erum að horfa upp á núna.“ Fjórða bylgja femínisma ríður yfir Þeir sem lesið hafa femínísk fræði vita að jafnan er talað um þrjár bylgjur femínisma sem riðið hafa yfir. Í fyrstu bylgjunni hafi konum verið tryggður kosningaréttur, önnur bylgjan snerist um viðurkenningu á að ofbeldi gegn konum væri kynbundið. Sú þriðja, og síðasta sem riðin er yfir, hafi snúist um valdeflingu og að konur kæmust almennilega út á vinnumarkaðinn. „Það eru margir sem segja að þetta sé fjórða bylgja femínismans sem er í gangi núna og hún er skilgreind þannig að hún standi í tengslum við þessar tæknibreytingar og hvernig við tjáum okkur. Ég held að það sé margt til í því,“ segir María. Erum að uppskera eftir mikla baráttu María segir að umræður síðustu vikna um kynferðisofbeldi hafi leitt í ljós kynslóðamun. Íslenskar konur hafi lengi þurft að burðast með skömm og áföll á bakinu í fleiri áratugi en nú sé komið fram tól fyrir þær til að taka upp úr bakpokanum á auðveldari og opinberari hátt. „Ég held að við megum heldur ekki gleyma því að við Íslendingar erum búnir að setja mikla fjármuni og fyrir mikla erfiðismuni að fá ungt fólk til að tala um ofbeldið sem það verður fyrir. Það er það sem við viljum að gerist vegna þess að það er betra að takast á við afleiðingarnar heldur en að láta þær súrna í bakpokanum,“ segir María. „Ég held að við séum að uppskera frekar heldur en að þetta sé endilega svo hræðilega slæmt. Ég held að það sé mikilvægt að þolendur, hvort sem það er refsivert sem þeir verða fyrir eða ekki, að þeir finni röddina sína og þori að tala um það sem þeir verða fyrir. Það getur verið mjög óþægilegt. Það getur verið mjög óþægilegt fyrir okkur sem hlustum á og fyrir þá sem hafa kannski horft upp á svona og ekki sagt neitt þegar það gerist. Ég ætla ekkert að gera lítið úr því að þessi uppskera samfélagsins geti verið óþægileg og subbuleg.“ Þurfum ekki að horfa langt aftur til að sjá að kynferðisbrot voru þögguð niður Kynslóðamuninn megi sjá greinilega í kommentakerfum veraldarvefsins. „Maður hugsar um fólk sem er að tjá sig í kommentakerfunum og er kannski aðeins eldra, og er að tala um þessar ungu stúlkur eins og þær séu að gera eitthvað slæmt með því að tjá sig. Ég held að það sýni líka ákveðinn kynslóðamunur í því hvernig við tölum um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni. Ég er viss um að eldri konur á Íslandi hafi þurft að þola ýmislegt sem búið er að dæla peningum í til að koma í veg fyrir að ungar konur í dag upplifi,“ segir María. Vegna umræðna síðustu vikna hafa margir hverjir velt upp þeirri spurningu hvers vegna þolendur kynferðisofbeldis hafi ekki kært mál til lögreglu og frasinn „saklaus uns sekt er sönnuð“ komið mörgum fyrir sjónir í því samhengi. María segir að í gegn um tíðina hafi réttarkerfið á Íslandi, eins og í mörgum öðrum löndum, ekki tekið þolendum opnum örmum, hvað þá samfélagið sem hafi ítrekað þaggað niður umræðu um kynferðisofbeldi. „Við sjáum það þegar við horfum til baka, og við þurfum ekki að horfa neitt rosalega langt aftur í tímann til að sjá að kynferðisbrot, hvort sem það var gegn konum, körlum, börnum eða hverjum sem var, voru þögguð niður og það var litið fram hjá þeim og börn og aðrir þolendur kynferðisofbeldis á Íslandi voru látnir bera sína bagga sjálfir,“ segir María. „Réttarkerfið er ekki stabílt“ María starfar sjálf hjá ríkislögreglustjóra og er hluti af teymi sem tekur á móti þolendum kynferðisofbeldis og aðstoðar þá við að fá úrlausn sinna mála „Það er sögulega séð þannig að það hefur orðið misbrestur þar á. Það var kerfislægur vandi á Íslandi, eins og í öðrum löndum, hvernig tekið var á kynferðisbrotum og hvernig þolendur þeirra mættu harkalegu og jafnvel slæmu viðhorfi þegar þeir leituðu til yfirvalda,“ segir María. „Ég held að það sé ekki þannig í dag en ég held að það sé líka mikilvægt að gera ekki lítið úr upplifun þolenda sem upplifa kerfið sem neikvætt. Þó að lögreglan sé að gera allt sitt besta, þó að við séum að setja upp verkferla og vinnulag til að gera þetta sem allra best og styðja þolendur, þá getur vel verið að það sé ekki sú upplifun sem þolandi hefur af samskiptum sínum við kerfið,“ segir María. Þá bendir hún á að lög og reglur séu ekki meitlaðar í stein. Alltaf megi breyta lögum og bæta þau í takti við tíðarandann. „Réttarkerfið er ekki stabílt. Þó það sé búið að setja lög einu sinni þá þýðir það ekki að allt sé klárt. Lögin og réttarkerfið verður að þróast, alveg eins og samfélagið er að þróast, viðmiðin og það sem við teljum ásættanlegt í mannlegum samskiptum. Það hefur auðvitað áhrif á lögin líka og réttarkerfið verður að þróast samhliða því.“ Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Reykjavík síðdegis MeToo Tengdar fréttir Segja Bleika fíllinn ekki aðeins snúast um Þjóðhátíð og einn tónlistarmann Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn í Vestmannaeyjum áréttar að hópurinn snúist hvorki um eina hátíð á ári né um einn tónlistarmann. 6. júlí 2021 10:45 Segir gagnrýni í garð þolenda afhjúpa kvenhatur Helga Baldvins Bjargardóttir, lögfræðingur og aðgerðarsinni, segir þá umræðu sem myndast hefur gegn brotaþolum í kynferðisbrotamálum í athugasemdakerfum undanfarna daga vera virkilega afhjúpandi. 5. júlí 2021 16:40 Tilkynningum vegna kynferðisbrota gegn börnum fjölgar mikið Tilkynningum til barnaverndanefnda vegna kynferðisbrota hefur fjölgað mikið milli ára, en fyrstu þrjá mánuði ársins voru þær alls 224 eða um 87 prósent fleiri, samanborið við sama tímabil í fyrra. 23. júní 2021 06:19 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
„Ég held að samfélagsmiðlar séu, eins og þeir eru nú gölluð fyrirbæri, líka gríðarlega valdeflandi og gefa fólk tækifæri til að tjá sig milliliðalaust,“ sagði María Rún í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Ég held að þessi breyting sé komin til að vera og það er auðvitað þannig með allar tæknibreytingar að þær standa samhliða einhvers konar samfélagsbyltingu og það er kannski það sem við erum að horfa upp á núna.“ Fjórða bylgja femínisma ríður yfir Þeir sem lesið hafa femínísk fræði vita að jafnan er talað um þrjár bylgjur femínisma sem riðið hafa yfir. Í fyrstu bylgjunni hafi konum verið tryggður kosningaréttur, önnur bylgjan snerist um viðurkenningu á að ofbeldi gegn konum væri kynbundið. Sú þriðja, og síðasta sem riðin er yfir, hafi snúist um valdeflingu og að konur kæmust almennilega út á vinnumarkaðinn. „Það eru margir sem segja að þetta sé fjórða bylgja femínismans sem er í gangi núna og hún er skilgreind þannig að hún standi í tengslum við þessar tæknibreytingar og hvernig við tjáum okkur. Ég held að það sé margt til í því,“ segir María. Erum að uppskera eftir mikla baráttu María segir að umræður síðustu vikna um kynferðisofbeldi hafi leitt í ljós kynslóðamun. Íslenskar konur hafi lengi þurft að burðast með skömm og áföll á bakinu í fleiri áratugi en nú sé komið fram tól fyrir þær til að taka upp úr bakpokanum á auðveldari og opinberari hátt. „Ég held að við megum heldur ekki gleyma því að við Íslendingar erum búnir að setja mikla fjármuni og fyrir mikla erfiðismuni að fá ungt fólk til að tala um ofbeldið sem það verður fyrir. Það er það sem við viljum að gerist vegna þess að það er betra að takast á við afleiðingarnar heldur en að láta þær súrna í bakpokanum,“ segir María. „Ég held að við séum að uppskera frekar heldur en að þetta sé endilega svo hræðilega slæmt. Ég held að það sé mikilvægt að þolendur, hvort sem það er refsivert sem þeir verða fyrir eða ekki, að þeir finni röddina sína og þori að tala um það sem þeir verða fyrir. Það getur verið mjög óþægilegt. Það getur verið mjög óþægilegt fyrir okkur sem hlustum á og fyrir þá sem hafa kannski horft upp á svona og ekki sagt neitt þegar það gerist. Ég ætla ekkert að gera lítið úr því að þessi uppskera samfélagsins geti verið óþægileg og subbuleg.“ Þurfum ekki að horfa langt aftur til að sjá að kynferðisbrot voru þögguð niður Kynslóðamuninn megi sjá greinilega í kommentakerfum veraldarvefsins. „Maður hugsar um fólk sem er að tjá sig í kommentakerfunum og er kannski aðeins eldra, og er að tala um þessar ungu stúlkur eins og þær séu að gera eitthvað slæmt með því að tjá sig. Ég held að það sýni líka ákveðinn kynslóðamunur í því hvernig við tölum um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni. Ég er viss um að eldri konur á Íslandi hafi þurft að þola ýmislegt sem búið er að dæla peningum í til að koma í veg fyrir að ungar konur í dag upplifi,“ segir María. Vegna umræðna síðustu vikna hafa margir hverjir velt upp þeirri spurningu hvers vegna þolendur kynferðisofbeldis hafi ekki kært mál til lögreglu og frasinn „saklaus uns sekt er sönnuð“ komið mörgum fyrir sjónir í því samhengi. María segir að í gegn um tíðina hafi réttarkerfið á Íslandi, eins og í mörgum öðrum löndum, ekki tekið þolendum opnum örmum, hvað þá samfélagið sem hafi ítrekað þaggað niður umræðu um kynferðisofbeldi. „Við sjáum það þegar við horfum til baka, og við þurfum ekki að horfa neitt rosalega langt aftur í tímann til að sjá að kynferðisbrot, hvort sem það var gegn konum, körlum, börnum eða hverjum sem var, voru þögguð niður og það var litið fram hjá þeim og börn og aðrir þolendur kynferðisofbeldis á Íslandi voru látnir bera sína bagga sjálfir,“ segir María. „Réttarkerfið er ekki stabílt“ María starfar sjálf hjá ríkislögreglustjóra og er hluti af teymi sem tekur á móti þolendum kynferðisofbeldis og aðstoðar þá við að fá úrlausn sinna mála „Það er sögulega séð þannig að það hefur orðið misbrestur þar á. Það var kerfislægur vandi á Íslandi, eins og í öðrum löndum, hvernig tekið var á kynferðisbrotum og hvernig þolendur þeirra mættu harkalegu og jafnvel slæmu viðhorfi þegar þeir leituðu til yfirvalda,“ segir María. „Ég held að það sé ekki þannig í dag en ég held að það sé líka mikilvægt að gera ekki lítið úr upplifun þolenda sem upplifa kerfið sem neikvætt. Þó að lögreglan sé að gera allt sitt besta, þó að við séum að setja upp verkferla og vinnulag til að gera þetta sem allra best og styðja þolendur, þá getur vel verið að það sé ekki sú upplifun sem þolandi hefur af samskiptum sínum við kerfið,“ segir María. Þá bendir hún á að lög og reglur séu ekki meitlaðar í stein. Alltaf megi breyta lögum og bæta þau í takti við tíðarandann. „Réttarkerfið er ekki stabílt. Þó það sé búið að setja lög einu sinni þá þýðir það ekki að allt sé klárt. Lögin og réttarkerfið verður að þróast, alveg eins og samfélagið er að þróast, viðmiðin og það sem við teljum ásættanlegt í mannlegum samskiptum. Það hefur auðvitað áhrif á lögin líka og réttarkerfið verður að þróast samhliða því.“
Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Reykjavík síðdegis MeToo Tengdar fréttir Segja Bleika fíllinn ekki aðeins snúast um Þjóðhátíð og einn tónlistarmann Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn í Vestmannaeyjum áréttar að hópurinn snúist hvorki um eina hátíð á ári né um einn tónlistarmann. 6. júlí 2021 10:45 Segir gagnrýni í garð þolenda afhjúpa kvenhatur Helga Baldvins Bjargardóttir, lögfræðingur og aðgerðarsinni, segir þá umræðu sem myndast hefur gegn brotaþolum í kynferðisbrotamálum í athugasemdakerfum undanfarna daga vera virkilega afhjúpandi. 5. júlí 2021 16:40 Tilkynningum vegna kynferðisbrota gegn börnum fjölgar mikið Tilkynningum til barnaverndanefnda vegna kynferðisbrota hefur fjölgað mikið milli ára, en fyrstu þrjá mánuði ársins voru þær alls 224 eða um 87 prósent fleiri, samanborið við sama tímabil í fyrra. 23. júní 2021 06:19 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Segja Bleika fíllinn ekki aðeins snúast um Þjóðhátíð og einn tónlistarmann Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn í Vestmannaeyjum áréttar að hópurinn snúist hvorki um eina hátíð á ári né um einn tónlistarmann. 6. júlí 2021 10:45
Segir gagnrýni í garð þolenda afhjúpa kvenhatur Helga Baldvins Bjargardóttir, lögfræðingur og aðgerðarsinni, segir þá umræðu sem myndast hefur gegn brotaþolum í kynferðisbrotamálum í athugasemdakerfum undanfarna daga vera virkilega afhjúpandi. 5. júlí 2021 16:40
Tilkynningum vegna kynferðisbrota gegn börnum fjölgar mikið Tilkynningum til barnaverndanefnda vegna kynferðisbrota hefur fjölgað mikið milli ára, en fyrstu þrjá mánuði ársins voru þær alls 224 eða um 87 prósent fleiri, samanborið við sama tímabil í fyrra. 23. júní 2021 06:19