Fótbolti

Mikil sigling á Guðrúnu og félögum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Guðrún Arnardóttir Djurgarden Djurgården
Vísir/dif.se

Guðrún Arnardóttir var að venju í byrjunarliði Djurgården sem vann 2-0 sigur á Piteå í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Hlín Eiríksdóttir er enn frá vegna meiðsla hjá Piteå.

Guðrún spilaði allan leikinn í hjarta varnar Djurgården sem komst yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar Ellen Karlsson, í liði Piteå, skoraði sjálfsmark. 1-0 stóð í hléi.

Á 58. mínútu leiksins var það svo Nellie Lilja sem tvöfaldaði forystu Djurgården áður en Sara Olai skoraði þriðja markið undir lokin. Djurgården vann því 3-0 sigur.

Eftir strembna byrjun Djurgården á tímabilinu, þar sem sex leikir töpuðust af fyrstu sjö, hefur liðið nú leikið fimm leiki í röð án taps, þar sem þrír hafa unnist.

Liðið hefur því slitið sig eilítið frá botnbaráttunni og er með 14 stig í 8. sæti deildarinnar. Piteå er aftur á móti með tíu stig í 10. sæti, stigi á undan AIK sem er sæti neðar.

Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×