Mæting í brjóstaskimun „langt undir ásættanlegu viðmiði“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2021 06:48 „Mæting var dræm í janúar og febrúar enda hafði ekki verið boðað fyrir áramótin.“ Getty Það sem af er ári hafa aðeins 49 prósent kvenna mætt í skimun eftir brjóstakrabbameinum eftir að hafa fengið boð frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Hlutfallið var 61 prósent fyrir sama tímabil árið 2020 en um áramótin færðust skimanirnar frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og Landspítala. Samkvæmt svörum sem Vísi bárust frá landlæknisembættinu er mætingin „langt undir ásættanlegu viðmiði“, sem er 70 til 75 prósent. Það er Samhæfingarstöð krabbameinsskimana sem ber ábyrgð á boðun í skimun fyrir brjóstakrabbameinum en framkvæmdin er á ábyrgð Landspítala. Samkvæmt svörum landlæknisembættisins má líklega rekja hina dræmu mætingu til byrjunarörðugleika eftir flutning verkefnisins frá Krabbameinsfélaginu. „Mæting var dræm í janúar og febrúar enda hafði ekki verið boðað fyrir áramótin og verið að taka upp nýtt verklag,“ segir meðal annars og bent á að ný Brjóstamiðstöð við Eiríksgötu tók í raun ekki til starfa fyrr en í apríl. Ljóst að traustið hefur beðið hnekki „Boðun hefur gengið nokkuð vel en það eru sóknarfæri í að samhæfa frekar vinnu Samhæfingarmiðstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgrsvæðisins sem sér um boðun og Landspítala sem ber ábyrgð á framkvæmd. Um leið og ferlar hafa verið slípaðir til og framboð af tímum er orðið gott er brýnt er að ráðast í kynningarátak til að efla mætingu,“ segir í svörum landlæknisembættisins. „Ljóst er að í raun þarf stöðug hvatning til kvenna að vera í gangi og þurfa allir þeir aðilar sem koma að skimunum fyrir krabbameinum að taka saman höndum um það. Embætti landlæknis vill nefna að það hefur lagt til við heilbrigðisráðuneytið að aftur verði tekinn upp þráðurinn við að kynna breytt fyrirkomulag skimana en ráðuneytið leiddi kynningarstarf í lok liðins árs. Ljóst er að gera þarf enn betur. Mikilvægt er að allir þeir aðilar sem að krabbameinsskimunum koma, þ.e. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, kvensjúkdómalæknar, Landspítali, embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið taki höndum saman við að endurvinna traust á krabbameinsskimunum en það traust hefur beðið hnekki að undanförnu.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Kvenheilsa Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Hlutfallið var 61 prósent fyrir sama tímabil árið 2020 en um áramótin færðust skimanirnar frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og Landspítala. Samkvæmt svörum sem Vísi bárust frá landlæknisembættinu er mætingin „langt undir ásættanlegu viðmiði“, sem er 70 til 75 prósent. Það er Samhæfingarstöð krabbameinsskimana sem ber ábyrgð á boðun í skimun fyrir brjóstakrabbameinum en framkvæmdin er á ábyrgð Landspítala. Samkvæmt svörum landlæknisembættisins má líklega rekja hina dræmu mætingu til byrjunarörðugleika eftir flutning verkefnisins frá Krabbameinsfélaginu. „Mæting var dræm í janúar og febrúar enda hafði ekki verið boðað fyrir áramótin og verið að taka upp nýtt verklag,“ segir meðal annars og bent á að ný Brjóstamiðstöð við Eiríksgötu tók í raun ekki til starfa fyrr en í apríl. Ljóst að traustið hefur beðið hnekki „Boðun hefur gengið nokkuð vel en það eru sóknarfæri í að samhæfa frekar vinnu Samhæfingarmiðstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgrsvæðisins sem sér um boðun og Landspítala sem ber ábyrgð á framkvæmd. Um leið og ferlar hafa verið slípaðir til og framboð af tímum er orðið gott er brýnt er að ráðast í kynningarátak til að efla mætingu,“ segir í svörum landlæknisembættisins. „Ljóst er að í raun þarf stöðug hvatning til kvenna að vera í gangi og þurfa allir þeir aðilar sem koma að skimunum fyrir krabbameinum að taka saman höndum um það. Embætti landlæknis vill nefna að það hefur lagt til við heilbrigðisráðuneytið að aftur verði tekinn upp þráðurinn við að kynna breytt fyrirkomulag skimana en ráðuneytið leiddi kynningarstarf í lok liðins árs. Ljóst er að gera þarf enn betur. Mikilvægt er að allir þeir aðilar sem að krabbameinsskimunum koma, þ.e. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, kvensjúkdómalæknar, Landspítali, embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið taki höndum saman við að endurvinna traust á krabbameinsskimunum en það traust hefur beðið hnekki að undanförnu.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Kvenheilsa Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira