Lífið

Hafa reist hæsta sand­kastala í heimi í Dan­mörku

Atli Ísleifsson skrifar
Það er hinn hollenski Wilfred Stijger sem hannaði sandkastalann.
Það er hinn hollenski Wilfred Stijger sem hannaði sandkastalann. EPA

Búið er að reisa 21,16 metra háan sandkastala í Blokhus á norðvesturströnd Jótlands í Danmörku og ku hann vera sá hæsti í heimi.

Kastalinn sló þar með fyrra með sandkastala sem reistur var í Þýskalandi árið 2019 og var átján metrar að hæð. Fulltrúar Heimsmetabókar Guinness hafa staðfest að um nýtt heimsmet sé að ræða.

Áætlað er að um fimm þúsund tonn af sandi hafi verið notuð til verksins, en að því komu þrjátíu af bestu sandkastalasmiðum heims.

Það er hinn hollenski Wilfred Stijger sem hannaði sandkastalann.

Að neðan má sjá myndband af framkvæmdinni í Blokhus.

EPA
EPA





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.