Þetta segir Daniella Levine Cava, borgarstjóri í Miami-Dade, en alls hafa lík 54 manna fundist í rústunum. Lík átján íbúa fundust í gær og er unnið að því að bera kennsl á lík þeirra. 86 er enn saknað.
Levine Cava segir að um gríðarlega erfiða ákvörðun hafi verið að ræða, en allt hafi verið gert til að finna fólk á lífi í rústunum.
Hluti hins tólf hæða byggingar, Champlain Towers South, hrundi um miðja nótt 24. júní.
Sérfræðingar frá Ísrael og Mexíkó hafa aðstoðað við leitina, en einnig hefur verið notast við sértækan búnað og sérþjálfaða leitarhunda.
It s with profound sadness that tonight we transition our operation from search and rescue to search and recovery.
— Daniella Levine Cava (@MayorDaniella) July 8, 2021
May God bring peace to all whose hearts have been broken, and may He watch over our community in the hard days ahead. pic.twitter.com/EZgyaj78P1