Fjórar milljónir dánar: Yfirmaður WHO skýtur fast á ríkari þjóðir heims Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2021 09:04 Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. AP/Laurent Gillieron Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Þessi áfangi, ef svo má kalla, náðist í gær en yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sérfræðingar segja raunverulegu töluna vera hærri. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, gagnrýndi ríkari lönd heimsins á blaðamannafundi í gær. Vísaði hann sérstaklega til þess að í þessum ríkjum væri verið að safna bóluefnum og slaka á sóttvörnum eins og faraldrinum væri lokið. Hann sagði að faraldurinn væri í uppsveiflu víðsvegar um heiminn og ójöfnuðurinn í bólusetningum væri óforskammaður. „Það að á þessu stigi í faraldrinum séu milljónir heilbrigðisstarfsmanna óbólusettir er viðbjóðslegt,“ sagði Ghebreyesus á fundinum. Hann ítrekaði einnig að vegna þess hve dreifing bóluefna væri ójöfn, væru ný afbrigði af Covid-19 að vinna kapphlaupið við bóluefnið og það væri ógn gegn vörnum heimsins við faraldrinum. "Variants are currently winning the race against vaccines because of inequitable vaccine production & distribution, which also threatens the global economic recovery. It didn t have to be this way & it doesn t have to be this way going forward"-@DrTedros #COVID19 #VaccinEquity— World Health Organization (WHO) (@WHO) July 7, 2021 AP fréttaveitan segir dauðsföll á heimsvísu hafa verið tæplega 54 þúsund í síðustu viku, samkvæmt talningu WHO, og er það lægsta talan frá því í október. Hröð útbreiðsla delta afbrigðisins, sem greindist fyrst á Indlandi, hafi þó hringt viðvörunarbjöllum víða um heim. Það afbrigði á auðveldara með að smitast milli fólks og hefur greinst í minnst 96 ríkjum heimsins. Ghebreyesus sagði í gær að hann hefði kallað eftir því að öll ríki heimsins næðu að bólusetja tíu prósent íbúa í september og það hlutfall yrði komið í 40 prósent í lok árs. Þannig væri hægt að bólusetja 70 prósent heimsbúa fyrir mitt næsta ár. Þá kallaði hann eftir því að ríkustu þjóðir heims tækju höndum saman um þessi markmið. Að ná þeim væri fljótasta leiðin til að binda enda á faraldurinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, gagnrýndi ríkari lönd heimsins á blaðamannafundi í gær. Vísaði hann sérstaklega til þess að í þessum ríkjum væri verið að safna bóluefnum og slaka á sóttvörnum eins og faraldrinum væri lokið. Hann sagði að faraldurinn væri í uppsveiflu víðsvegar um heiminn og ójöfnuðurinn í bólusetningum væri óforskammaður. „Það að á þessu stigi í faraldrinum séu milljónir heilbrigðisstarfsmanna óbólusettir er viðbjóðslegt,“ sagði Ghebreyesus á fundinum. Hann ítrekaði einnig að vegna þess hve dreifing bóluefna væri ójöfn, væru ný afbrigði af Covid-19 að vinna kapphlaupið við bóluefnið og það væri ógn gegn vörnum heimsins við faraldrinum. "Variants are currently winning the race against vaccines because of inequitable vaccine production & distribution, which also threatens the global economic recovery. It didn t have to be this way & it doesn t have to be this way going forward"-@DrTedros #COVID19 #VaccinEquity— World Health Organization (WHO) (@WHO) July 7, 2021 AP fréttaveitan segir dauðsföll á heimsvísu hafa verið tæplega 54 þúsund í síðustu viku, samkvæmt talningu WHO, og er það lægsta talan frá því í október. Hröð útbreiðsla delta afbrigðisins, sem greindist fyrst á Indlandi, hafi þó hringt viðvörunarbjöllum víða um heim. Það afbrigði á auðveldara með að smitast milli fólks og hefur greinst í minnst 96 ríkjum heimsins. Ghebreyesus sagði í gær að hann hefði kallað eftir því að öll ríki heimsins næðu að bólusetja tíu prósent íbúa í september og það hlutfall yrði komið í 40 prósent í lok árs. Þannig væri hægt að bólusetja 70 prósent heimsbúa fyrir mitt næsta ár. Þá kallaði hann eftir því að ríkustu þjóðir heims tækju höndum saman um þessi markmið. Að ná þeim væri fljótasta leiðin til að binda enda á faraldurinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent