Auglýsingar fyrir SS fyrsta verkefnið sem lærður leikari Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. júlí 2021 11:59 Hann var rekinn úr framhaldsskóla, spilaði sem trúbador út um land allt átján ára, varð fjölskyldufaðir 22 ára og sótti svo um í Leiklistarskólann 27 ára gamall. Hallgrímur Ólafsson er gestur Snæbjörns í nýjasta hlaðvarpsþætti hans Snæbjörn talar við fólk. Hallgrímur Ólafsson, betur þekktur sem Halli melló, er að eigin sögn frábær í að veiða í soðið og selja alls konar dót. Hann er einnig fínasti tónlistarmaður en það tók hann þónokkurn tíma að treysta á færni sína á leiksviðinu, þótt það síðarnefnda sé atvinnan hans í dag. Hallgrímur er Skagamaður í húð og hár, alinn upp við tónlist Bubba og finnst best að vinna í hóp. Einnig finnst honum mikilvægt að gera hlutina af sannfæringu og taka þá alla leið, en ekki vinna í hálfkáki. Til að mynda hefur hann enga þolinmæði fyrir hollustuútgáfum á mat sem á að vera óhollur, eins og hann orðar það. SS auglýsingar fyrstu giggin sem lærður leikari Í dag nýtur hann að geta vandað aðeins betur valið um verkefnin sem hann tekur að sér – þó svo að hann finni gleðina á sviðinu í hverju hlutverki. Snæbjörn og Halli byrja á því að rifja upp fyrstu kynni sín en þeir félagar kynntust fyrst árið 2007 þegar þeir léku saman í auglýsingum fyrir SS pylsur. „Þetta var fyrsta giggið mitt sem lærður leikari, fyrsta leikaragiggið árið 2007,“ segir Halli og hlær. Að neðan má sjá nokkrar af auglýsingunum. Skatan var alltaf til í tunnu út í bílskúr Allt matarkyns sem er óþarflega hollt, af engri ástæðu, fer ótrúlega í taugarnar á Halla. Nema Coke Zero, sem hann drekkur frekar en venjulegt kók. „Mér finnst allt flest allt sem er hollt, vont! Nema kannski einstaka hrákaka. Svona dót sem manni er sagt að sé holt. Hörfræ og eitthvað vesen.“ Halli var alinn upp á sjómannaheimili og segir hann til dæmis oft hafa verið skötu í matinn á sínu heimili og hann sé alinn upp á gamaldags íslenskum mat. Skatan var bara alltaf til í tunnu út í bílskúr sko! Meiri ró eftir að hafa byrjað á ADHD lyfjum Fyrir um þremur árum var Halli greindur með athyglisbrest og fór lyf sem hafa haft áhrif á hans veruleika. Hann segist finna að hann sé aðeins rólegri hvað varðar óþolinmæði og skipulagningu, og að hausinn sé minna á fleygiferð þegar hann leggur höfuð á kodda á kvöldin. „Ég mýktist aðeins eftir að ég byrjaði á lyfjunum,“ segir Halli en hann segist oft vera spurður að því hvernig áhrif lyfin hafa haft á hann. „Þetta er kannski meiri breyting fyrir fólk í kringum mig. En jú, þegar ég leggst á koddann þá finn ég meiri ró,“ en jafnframt vera öruggari með sig og honum gangi betur að skipuleggja sig. Konan mín segir samt að ég sé leiðinlegri eftir að ég byrjaði á lyfjunum! ...segir Halli og hlær, en viðurkenni þó að henni finnist lyfin hafa góð áhrif á hann. Hafði enga trú á því að hann kæmist inn í leiklistarskóla Halli sendi ekki inn umsókn í Listaháskólann fyrr en hann var orðinn 26 ára. Þangað til vann hann sem sölumaður sem hann segir hafa átt vel við sig, en alltaf blundaði í honum löngun til að vinna á vinnustað þar sem hans hæfileikar fengju virkilega að njóta sín. „Ég var alltaf á því að ég kæmist ekkert inn í neinn leiklistarskóla,“ segir Halli um tímann þegar hann fann leiklistaráhugann kvikna. Ég margskrifaði umsókn, en sendi hana aldrei inn. Halli byrjaði ungur að vinna á sjó, kláraði grunnskólann svo þaðan í fjölbraut á Akranesi. „Ég var nú bara rekinn þaðan, á þriðju önn. Ég held að ég sé með fæstar einingar miðað við tímann sem ég eyddi þar,“ segir Halli og hlær. „Ég var alltaf í skólanum, en aldrei í tímum. Var bara inn í nemendafélagi að skipuleggja tónleika og svona.“ Hefði getað náð lengra í tónlistinni Án þess að geta útskýrt það að eigin sögn kann Halli að spila tónlist. Fyrir leiklistarferilinn var hann farinn að spila tónleika fyrir peninga á unglingsárum um landið allt. Þó að skólagangan hafi kannski ekki verið glæst fann hann fljótt að á sviðinu leið honum vel. Þetta trúbadoralíf átti samt ekki við mig, mér fannst það ekki skemmtilegt. Að syngja einhver lög sem maður verður fljótt leiður á. En ég hugsa alveg að ég hefði náð lengra í tónlist ef ég hefði haft meira sjálfstraust og trúað meira á sjálfan mig. Hann gaf út plötu þegar hann var tvítugur með frumsömdum lögum og ætlaði sér þá að vera tónlistarmaður. Platan er þó ekki góð að sögn Hallgríms, þar sem hann var alltaf að reyna að gera eitthvað sem hann var ekki tilbúinn til ennþá. „Ég var nítján eða tuttugu ára gamall og þetta var meira ég að þykjast eitthvað, ég var aldrei sáttur við þetta. En gerði þetta samt,“ segir Halli sem reyndi einnig fyrir sér í nokkrum sveitaballahljómsveitum eftir þetta. Fullorðnaðist hratt Fyrsta barnið sitt eignast Hallgrímur tuttugu og tveggja ára, fjórum áður áður en hann fór í nám. Dóttirin var mjög veik fyrsta árið og segist Halli hafa fullorðnast mjög hratt fyrsta árið eftir að hún kom í heiminn. „Hún var meira og minna inni á spítala,“ segir Halli sem segir þennan tíma hafa verið mjög krefjandi. Hún fæddist þremur og hálfum mánuði fyrir tímann, aðeins þrjár merkur blessuninn. En hún er 23 ára í dag, algjör engill. Þegar Hallgrímur útskrifast svo úr LHÍ var hann þrítugur fjölskyldufaðir á leiðinni að hefja feril sinn sem leikari. Hann var því í aðeins annarri stöðu en margir sem hefja leikaranám, enda hafði hann verið í vel launaðri vinnu áður en hann hóf námið. Klippa: Sæbjörn talar við fólk - Hallgrímur Ólafsson Ekki láta stressið eyðileggja fyrir þér Hallgrímur myndi lýsa sjálfum sér sem gamanleikara, eða sprellara, þó honum þyki vissulega skemmtilegt að leika alvarlegar rullur. „Það versta sem að maður gerir er þegar maður er að gera eitthvað sem maður hefur ekki trú á sjálfur,“ segir Halli og vitnar þá í þau tilvik sem hann sé ekki sammála listrænum stjórnanda verksins. „Þegar ég verð svona stressaður og óöruggur, þá reyni ég að segja mér að þegar ég er stressaður þá verð ég lélegur. Ekki láta stressið eyðileggja fyrir þér.“ Halli segist almenn ekki velta hlutum mikið fyrir sér og segir hann líf sitt alltaf gengið vel og hann ekki þurft að hafa mikið fyrir hlutunum. „Þetta hefur rosalega mikið komið til mín,“ segir Halli sem lítur ekki á sjálfan sig sem mjög sjálfstætt skapandi listamann. Heldur tekur hann það sem kemur til sín og vinnur úr því. Ég er ekki þessi frjói listamaður sem er með einhverja pælingar. Ég er eiginlega rosalega lélegur að fá hugmyndir. Ég er allavega yfirleitt ekki gaurinn sem kemur með fyrstu hugmyndina. Viðtalið í heild sinni er komið á Spotify og má einnig heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Snæbjörn talar við fólk Leikhús Bíó og sjónvarp Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Hallgrímur er Skagamaður í húð og hár, alinn upp við tónlist Bubba og finnst best að vinna í hóp. Einnig finnst honum mikilvægt að gera hlutina af sannfæringu og taka þá alla leið, en ekki vinna í hálfkáki. Til að mynda hefur hann enga þolinmæði fyrir hollustuútgáfum á mat sem á að vera óhollur, eins og hann orðar það. SS auglýsingar fyrstu giggin sem lærður leikari Í dag nýtur hann að geta vandað aðeins betur valið um verkefnin sem hann tekur að sér – þó svo að hann finni gleðina á sviðinu í hverju hlutverki. Snæbjörn og Halli byrja á því að rifja upp fyrstu kynni sín en þeir félagar kynntust fyrst árið 2007 þegar þeir léku saman í auglýsingum fyrir SS pylsur. „Þetta var fyrsta giggið mitt sem lærður leikari, fyrsta leikaragiggið árið 2007,“ segir Halli og hlær. Að neðan má sjá nokkrar af auglýsingunum. Skatan var alltaf til í tunnu út í bílskúr Allt matarkyns sem er óþarflega hollt, af engri ástæðu, fer ótrúlega í taugarnar á Halla. Nema Coke Zero, sem hann drekkur frekar en venjulegt kók. „Mér finnst allt flest allt sem er hollt, vont! Nema kannski einstaka hrákaka. Svona dót sem manni er sagt að sé holt. Hörfræ og eitthvað vesen.“ Halli var alinn upp á sjómannaheimili og segir hann til dæmis oft hafa verið skötu í matinn á sínu heimili og hann sé alinn upp á gamaldags íslenskum mat. Skatan var bara alltaf til í tunnu út í bílskúr sko! Meiri ró eftir að hafa byrjað á ADHD lyfjum Fyrir um þremur árum var Halli greindur með athyglisbrest og fór lyf sem hafa haft áhrif á hans veruleika. Hann segist finna að hann sé aðeins rólegri hvað varðar óþolinmæði og skipulagningu, og að hausinn sé minna á fleygiferð þegar hann leggur höfuð á kodda á kvöldin. „Ég mýktist aðeins eftir að ég byrjaði á lyfjunum,“ segir Halli en hann segist oft vera spurður að því hvernig áhrif lyfin hafa haft á hann. „Þetta er kannski meiri breyting fyrir fólk í kringum mig. En jú, þegar ég leggst á koddann þá finn ég meiri ró,“ en jafnframt vera öruggari með sig og honum gangi betur að skipuleggja sig. Konan mín segir samt að ég sé leiðinlegri eftir að ég byrjaði á lyfjunum! ...segir Halli og hlær, en viðurkenni þó að henni finnist lyfin hafa góð áhrif á hann. Hafði enga trú á því að hann kæmist inn í leiklistarskóla Halli sendi ekki inn umsókn í Listaháskólann fyrr en hann var orðinn 26 ára. Þangað til vann hann sem sölumaður sem hann segir hafa átt vel við sig, en alltaf blundaði í honum löngun til að vinna á vinnustað þar sem hans hæfileikar fengju virkilega að njóta sín. „Ég var alltaf á því að ég kæmist ekkert inn í neinn leiklistarskóla,“ segir Halli um tímann þegar hann fann leiklistaráhugann kvikna. Ég margskrifaði umsókn, en sendi hana aldrei inn. Halli byrjaði ungur að vinna á sjó, kláraði grunnskólann svo þaðan í fjölbraut á Akranesi. „Ég var nú bara rekinn þaðan, á þriðju önn. Ég held að ég sé með fæstar einingar miðað við tímann sem ég eyddi þar,“ segir Halli og hlær. „Ég var alltaf í skólanum, en aldrei í tímum. Var bara inn í nemendafélagi að skipuleggja tónleika og svona.“ Hefði getað náð lengra í tónlistinni Án þess að geta útskýrt það að eigin sögn kann Halli að spila tónlist. Fyrir leiklistarferilinn var hann farinn að spila tónleika fyrir peninga á unglingsárum um landið allt. Þó að skólagangan hafi kannski ekki verið glæst fann hann fljótt að á sviðinu leið honum vel. Þetta trúbadoralíf átti samt ekki við mig, mér fannst það ekki skemmtilegt. Að syngja einhver lög sem maður verður fljótt leiður á. En ég hugsa alveg að ég hefði náð lengra í tónlist ef ég hefði haft meira sjálfstraust og trúað meira á sjálfan mig. Hann gaf út plötu þegar hann var tvítugur með frumsömdum lögum og ætlaði sér þá að vera tónlistarmaður. Platan er þó ekki góð að sögn Hallgríms, þar sem hann var alltaf að reyna að gera eitthvað sem hann var ekki tilbúinn til ennþá. „Ég var nítján eða tuttugu ára gamall og þetta var meira ég að þykjast eitthvað, ég var aldrei sáttur við þetta. En gerði þetta samt,“ segir Halli sem reyndi einnig fyrir sér í nokkrum sveitaballahljómsveitum eftir þetta. Fullorðnaðist hratt Fyrsta barnið sitt eignast Hallgrímur tuttugu og tveggja ára, fjórum áður áður en hann fór í nám. Dóttirin var mjög veik fyrsta árið og segist Halli hafa fullorðnast mjög hratt fyrsta árið eftir að hún kom í heiminn. „Hún var meira og minna inni á spítala,“ segir Halli sem segir þennan tíma hafa verið mjög krefjandi. Hún fæddist þremur og hálfum mánuði fyrir tímann, aðeins þrjár merkur blessuninn. En hún er 23 ára í dag, algjör engill. Þegar Hallgrímur útskrifast svo úr LHÍ var hann þrítugur fjölskyldufaðir á leiðinni að hefja feril sinn sem leikari. Hann var því í aðeins annarri stöðu en margir sem hefja leikaranám, enda hafði hann verið í vel launaðri vinnu áður en hann hóf námið. Klippa: Sæbjörn talar við fólk - Hallgrímur Ólafsson Ekki láta stressið eyðileggja fyrir þér Hallgrímur myndi lýsa sjálfum sér sem gamanleikara, eða sprellara, þó honum þyki vissulega skemmtilegt að leika alvarlegar rullur. „Það versta sem að maður gerir er þegar maður er að gera eitthvað sem maður hefur ekki trú á sjálfur,“ segir Halli og vitnar þá í þau tilvik sem hann sé ekki sammála listrænum stjórnanda verksins. „Þegar ég verð svona stressaður og óöruggur, þá reyni ég að segja mér að þegar ég er stressaður þá verð ég lélegur. Ekki láta stressið eyðileggja fyrir þér.“ Halli segist almenn ekki velta hlutum mikið fyrir sér og segir hann líf sitt alltaf gengið vel og hann ekki þurft að hafa mikið fyrir hlutunum. „Þetta hefur rosalega mikið komið til mín,“ segir Halli sem lítur ekki á sjálfan sig sem mjög sjálfstætt skapandi listamann. Heldur tekur hann það sem kemur til sín og vinnur úr því. Ég er ekki þessi frjói listamaður sem er með einhverja pælingar. Ég er eiginlega rosalega lélegur að fá hugmyndir. Ég er allavega yfirleitt ekki gaurinn sem kemur með fyrstu hugmyndina. Viðtalið í heild sinni er komið á Spotify og má einnig heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Snæbjörn talar við fólk Leikhús Bíó og sjónvarp Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira