Telja hitabylgjuna hafa drepið milljarð sjávardýra við strendur Kanada Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2021 10:29 Sérfræðingar telja að meira en milljarður sjávardýra við strendur Kanada hafi drepist í hitabylgjunni sem reið yfir norðvesturhluta Norður-Ameríku í síðustu viku. Getty/Wolfgang Kaehler Talið er að meira en milljarður sjávardýra við strendur Kanada að Kyrrahafinu hafi drepist í síðustu viku þegar hitabylgja, sem sló hvert hitametið á fætur öðru, reið yfir landið. Sérfræðingar vara við því hvað hitabreytingar, þó þær virðist litlar fyrir okkur mannfólkið, geta verið hættulegar vistkerfum sem eru óvön svona veðuröfgum. Hitabylgjan sveif yfir Kanada og norðvesturhluta Bandaríkjanna í um fimm daga. Aldrei áður hefur hiti mælst jafn hár á þessu svæði. Hitinn náði mest tæpum 50°C í Bresku-Kólumbíu og fórust allt að fimm hundruð skyndilega vegna hitans. Þá kviknuðu margir gróðureldar vegna hitans og loga þeir enn í héraðinu. Sérfræðingar hræðast þó að hitinn muni hafa enn verri og langvarandi afleiðingar á sjávardýr og vistkerfi við strendur Kanada. Christopher Harley, sjávarlíffræðingur við Háskólann í Bresku-Kólumbíu, hefur reiknað það út að meira en milljarður sjávardýra kunnu hafa farist vegna hitans. Hann segir að vísbendingar hamfaranna megi sjá á ströndum Vancouver. „Venjulega brakar ekki undan fótum manns þegar maður gengur á ströndinni. En núna eru svo margar tómar bláskeljar á ströndinni að maður kemst ekki hjá því að stíga á dauð dýr sem liggja á ströndinni,“ sagði Harley í samtali við fréttastofu Guardian. Harley segir að hann hafi fundið yfirgnæfandi lykt af rotnandi sjávarfangi við ströndina. Þá hafi hann tekið eftir því að margar dauðu bláskeljanna voru eldaðar, vegna þess hve vatn sem safnaðist hafði í polla á ströndinni var óvenjulega heitt. Þá hafi sniglar, krossfiskar og skelfiskar legið dauðir í hrúgum á ströndinni. Bláskeljar eru nokkuð harðar af sér og geta þolað hita langt upp að fjörutíu gráðum. Hrúðurkarlar eru enn harðari af sér og geta lifað allt upp í 45 stiga hita, að minnsta kosti í nokkra klukkutíma. „Þegar hitinn er orðinn hærri en það geta þessi dýr ekki lifað það af,“ segir Harley. Þessi fjöldadauði skelfiska gæti haft veruleg áhrif á vatnsgæðin við strendur Kanada en skelfiskar hjálpa til við að hreinsa sjávarvatn. Það leiðir til þess að sjórinn er nógu tær svo að sólargeislar nái niður til sjávargróðurs sem í kjölfarið skapar gott umhverfi fyrir aðrar tegundir sjávardýra. „Á einum fermeter, sem bláskeljar hafa komið sér fyrir á, geta verið tugir, jafnvel hundruð annarra tegunda,“ segir Harley. „Þú gætir komið þúsundum bláskelja fyrir á svæði sem er jafn stórt og eldavél. Og það eru hundruð ferkílómetrar af klettum við vesturströnd Kanada sem eru kjörin heimkynni fyrir bláskeljarnar. Fyrir utan það að við erum ekki að tala um eina tegund,“ segir Harley. Bláskeljar eru meðal þeirra skelfiska sem hafa tiltölulega stuttan líftíma, og fjölga sér eftir um tvö ár. Önnur smá sjávardýr, eins og krossfiskar og aðrir skelfiskar lifa í áratugi og fjölga sér mun hægar. Því gæti verið að sumir stofnar sem halda til við vesturströnd Kanada hafi orðið fyrir verulegum skelli í hitabylgjunni. Kanada Dýr Loftslagsmál Tengdar fréttir Höfðu nokkrar mínútur til að flýja þegar bærinn brann til grunna Íbúar Lytton í Kanada áttu fótum sínum fjör að launa í gærkvöldi þegar skógareldur umlukti þorpið með litlum fyrirvara. Þeir flúðu í allar áttir en þorpið brann nánast allt til kaldra kola á nokkrum mínútum. 1. júlí 2021 20:06 Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. 1. júlí 2021 08:39 Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30. júní 2021 06:55 Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Hitabylgjan sveif yfir Kanada og norðvesturhluta Bandaríkjanna í um fimm daga. Aldrei áður hefur hiti mælst jafn hár á þessu svæði. Hitinn náði mest tæpum 50°C í Bresku-Kólumbíu og fórust allt að fimm hundruð skyndilega vegna hitans. Þá kviknuðu margir gróðureldar vegna hitans og loga þeir enn í héraðinu. Sérfræðingar hræðast þó að hitinn muni hafa enn verri og langvarandi afleiðingar á sjávardýr og vistkerfi við strendur Kanada. Christopher Harley, sjávarlíffræðingur við Háskólann í Bresku-Kólumbíu, hefur reiknað það út að meira en milljarður sjávardýra kunnu hafa farist vegna hitans. Hann segir að vísbendingar hamfaranna megi sjá á ströndum Vancouver. „Venjulega brakar ekki undan fótum manns þegar maður gengur á ströndinni. En núna eru svo margar tómar bláskeljar á ströndinni að maður kemst ekki hjá því að stíga á dauð dýr sem liggja á ströndinni,“ sagði Harley í samtali við fréttastofu Guardian. Harley segir að hann hafi fundið yfirgnæfandi lykt af rotnandi sjávarfangi við ströndina. Þá hafi hann tekið eftir því að margar dauðu bláskeljanna voru eldaðar, vegna þess hve vatn sem safnaðist hafði í polla á ströndinni var óvenjulega heitt. Þá hafi sniglar, krossfiskar og skelfiskar legið dauðir í hrúgum á ströndinni. Bláskeljar eru nokkuð harðar af sér og geta þolað hita langt upp að fjörutíu gráðum. Hrúðurkarlar eru enn harðari af sér og geta lifað allt upp í 45 stiga hita, að minnsta kosti í nokkra klukkutíma. „Þegar hitinn er orðinn hærri en það geta þessi dýr ekki lifað það af,“ segir Harley. Þessi fjöldadauði skelfiska gæti haft veruleg áhrif á vatnsgæðin við strendur Kanada en skelfiskar hjálpa til við að hreinsa sjávarvatn. Það leiðir til þess að sjórinn er nógu tær svo að sólargeislar nái niður til sjávargróðurs sem í kjölfarið skapar gott umhverfi fyrir aðrar tegundir sjávardýra. „Á einum fermeter, sem bláskeljar hafa komið sér fyrir á, geta verið tugir, jafnvel hundruð annarra tegunda,“ segir Harley. „Þú gætir komið þúsundum bláskelja fyrir á svæði sem er jafn stórt og eldavél. Og það eru hundruð ferkílómetrar af klettum við vesturströnd Kanada sem eru kjörin heimkynni fyrir bláskeljarnar. Fyrir utan það að við erum ekki að tala um eina tegund,“ segir Harley. Bláskeljar eru meðal þeirra skelfiska sem hafa tiltölulega stuttan líftíma, og fjölga sér eftir um tvö ár. Önnur smá sjávardýr, eins og krossfiskar og aðrir skelfiskar lifa í áratugi og fjölga sér mun hægar. Því gæti verið að sumir stofnar sem halda til við vesturströnd Kanada hafi orðið fyrir verulegum skelli í hitabylgjunni.
Kanada Dýr Loftslagsmál Tengdar fréttir Höfðu nokkrar mínútur til að flýja þegar bærinn brann til grunna Íbúar Lytton í Kanada áttu fótum sínum fjör að launa í gærkvöldi þegar skógareldur umlukti þorpið með litlum fyrirvara. Þeir flúðu í allar áttir en þorpið brann nánast allt til kaldra kola á nokkrum mínútum. 1. júlí 2021 20:06 Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. 1. júlí 2021 08:39 Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30. júní 2021 06:55 Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Höfðu nokkrar mínútur til að flýja þegar bærinn brann til grunna Íbúar Lytton í Kanada áttu fótum sínum fjör að launa í gærkvöldi þegar skógareldur umlukti þorpið með litlum fyrirvara. Þeir flúðu í allar áttir en þorpið brann nánast allt til kaldra kola á nokkrum mínútum. 1. júlí 2021 20:06
Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. 1. júlí 2021 08:39
Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30. júní 2021 06:55
Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47