Telja hitabylgjuna hafa drepið milljarð sjávardýra við strendur Kanada Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2021 10:29 Sérfræðingar telja að meira en milljarður sjávardýra við strendur Kanada hafi drepist í hitabylgjunni sem reið yfir norðvesturhluta Norður-Ameríku í síðustu viku. Getty/Wolfgang Kaehler Talið er að meira en milljarður sjávardýra við strendur Kanada að Kyrrahafinu hafi drepist í síðustu viku þegar hitabylgja, sem sló hvert hitametið á fætur öðru, reið yfir landið. Sérfræðingar vara við því hvað hitabreytingar, þó þær virðist litlar fyrir okkur mannfólkið, geta verið hættulegar vistkerfum sem eru óvön svona veðuröfgum. Hitabylgjan sveif yfir Kanada og norðvesturhluta Bandaríkjanna í um fimm daga. Aldrei áður hefur hiti mælst jafn hár á þessu svæði. Hitinn náði mest tæpum 50°C í Bresku-Kólumbíu og fórust allt að fimm hundruð skyndilega vegna hitans. Þá kviknuðu margir gróðureldar vegna hitans og loga þeir enn í héraðinu. Sérfræðingar hræðast þó að hitinn muni hafa enn verri og langvarandi afleiðingar á sjávardýr og vistkerfi við strendur Kanada. Christopher Harley, sjávarlíffræðingur við Háskólann í Bresku-Kólumbíu, hefur reiknað það út að meira en milljarður sjávardýra kunnu hafa farist vegna hitans. Hann segir að vísbendingar hamfaranna megi sjá á ströndum Vancouver. „Venjulega brakar ekki undan fótum manns þegar maður gengur á ströndinni. En núna eru svo margar tómar bláskeljar á ströndinni að maður kemst ekki hjá því að stíga á dauð dýr sem liggja á ströndinni,“ sagði Harley í samtali við fréttastofu Guardian. Harley segir að hann hafi fundið yfirgnæfandi lykt af rotnandi sjávarfangi við ströndina. Þá hafi hann tekið eftir því að margar dauðu bláskeljanna voru eldaðar, vegna þess hve vatn sem safnaðist hafði í polla á ströndinni var óvenjulega heitt. Þá hafi sniglar, krossfiskar og skelfiskar legið dauðir í hrúgum á ströndinni. Bláskeljar eru nokkuð harðar af sér og geta þolað hita langt upp að fjörutíu gráðum. Hrúðurkarlar eru enn harðari af sér og geta lifað allt upp í 45 stiga hita, að minnsta kosti í nokkra klukkutíma. „Þegar hitinn er orðinn hærri en það geta þessi dýr ekki lifað það af,“ segir Harley. Þessi fjöldadauði skelfiska gæti haft veruleg áhrif á vatnsgæðin við strendur Kanada en skelfiskar hjálpa til við að hreinsa sjávarvatn. Það leiðir til þess að sjórinn er nógu tær svo að sólargeislar nái niður til sjávargróðurs sem í kjölfarið skapar gott umhverfi fyrir aðrar tegundir sjávardýra. „Á einum fermeter, sem bláskeljar hafa komið sér fyrir á, geta verið tugir, jafnvel hundruð annarra tegunda,“ segir Harley. „Þú gætir komið þúsundum bláskelja fyrir á svæði sem er jafn stórt og eldavél. Og það eru hundruð ferkílómetrar af klettum við vesturströnd Kanada sem eru kjörin heimkynni fyrir bláskeljarnar. Fyrir utan það að við erum ekki að tala um eina tegund,“ segir Harley. Bláskeljar eru meðal þeirra skelfiska sem hafa tiltölulega stuttan líftíma, og fjölga sér eftir um tvö ár. Önnur smá sjávardýr, eins og krossfiskar og aðrir skelfiskar lifa í áratugi og fjölga sér mun hægar. Því gæti verið að sumir stofnar sem halda til við vesturströnd Kanada hafi orðið fyrir verulegum skelli í hitabylgjunni. Kanada Dýr Loftslagsmál Tengdar fréttir Höfðu nokkrar mínútur til að flýja þegar bærinn brann til grunna Íbúar Lytton í Kanada áttu fótum sínum fjör að launa í gærkvöldi þegar skógareldur umlukti þorpið með litlum fyrirvara. Þeir flúðu í allar áttir en þorpið brann nánast allt til kaldra kola á nokkrum mínútum. 1. júlí 2021 20:06 Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. 1. júlí 2021 08:39 Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30. júní 2021 06:55 Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Hitabylgjan sveif yfir Kanada og norðvesturhluta Bandaríkjanna í um fimm daga. Aldrei áður hefur hiti mælst jafn hár á þessu svæði. Hitinn náði mest tæpum 50°C í Bresku-Kólumbíu og fórust allt að fimm hundruð skyndilega vegna hitans. Þá kviknuðu margir gróðureldar vegna hitans og loga þeir enn í héraðinu. Sérfræðingar hræðast þó að hitinn muni hafa enn verri og langvarandi afleiðingar á sjávardýr og vistkerfi við strendur Kanada. Christopher Harley, sjávarlíffræðingur við Háskólann í Bresku-Kólumbíu, hefur reiknað það út að meira en milljarður sjávardýra kunnu hafa farist vegna hitans. Hann segir að vísbendingar hamfaranna megi sjá á ströndum Vancouver. „Venjulega brakar ekki undan fótum manns þegar maður gengur á ströndinni. En núna eru svo margar tómar bláskeljar á ströndinni að maður kemst ekki hjá því að stíga á dauð dýr sem liggja á ströndinni,“ sagði Harley í samtali við fréttastofu Guardian. Harley segir að hann hafi fundið yfirgnæfandi lykt af rotnandi sjávarfangi við ströndina. Þá hafi hann tekið eftir því að margar dauðu bláskeljanna voru eldaðar, vegna þess hve vatn sem safnaðist hafði í polla á ströndinni var óvenjulega heitt. Þá hafi sniglar, krossfiskar og skelfiskar legið dauðir í hrúgum á ströndinni. Bláskeljar eru nokkuð harðar af sér og geta þolað hita langt upp að fjörutíu gráðum. Hrúðurkarlar eru enn harðari af sér og geta lifað allt upp í 45 stiga hita, að minnsta kosti í nokkra klukkutíma. „Þegar hitinn er orðinn hærri en það geta þessi dýr ekki lifað það af,“ segir Harley. Þessi fjöldadauði skelfiska gæti haft veruleg áhrif á vatnsgæðin við strendur Kanada en skelfiskar hjálpa til við að hreinsa sjávarvatn. Það leiðir til þess að sjórinn er nógu tær svo að sólargeislar nái niður til sjávargróðurs sem í kjölfarið skapar gott umhverfi fyrir aðrar tegundir sjávardýra. „Á einum fermeter, sem bláskeljar hafa komið sér fyrir á, geta verið tugir, jafnvel hundruð annarra tegunda,“ segir Harley. „Þú gætir komið þúsundum bláskelja fyrir á svæði sem er jafn stórt og eldavél. Og það eru hundruð ferkílómetrar af klettum við vesturströnd Kanada sem eru kjörin heimkynni fyrir bláskeljarnar. Fyrir utan það að við erum ekki að tala um eina tegund,“ segir Harley. Bláskeljar eru meðal þeirra skelfiska sem hafa tiltölulega stuttan líftíma, og fjölga sér eftir um tvö ár. Önnur smá sjávardýr, eins og krossfiskar og aðrir skelfiskar lifa í áratugi og fjölga sér mun hægar. Því gæti verið að sumir stofnar sem halda til við vesturströnd Kanada hafi orðið fyrir verulegum skelli í hitabylgjunni.
Kanada Dýr Loftslagsmál Tengdar fréttir Höfðu nokkrar mínútur til að flýja þegar bærinn brann til grunna Íbúar Lytton í Kanada áttu fótum sínum fjör að launa í gærkvöldi þegar skógareldur umlukti þorpið með litlum fyrirvara. Þeir flúðu í allar áttir en þorpið brann nánast allt til kaldra kola á nokkrum mínútum. 1. júlí 2021 20:06 Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. 1. júlí 2021 08:39 Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30. júní 2021 06:55 Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Höfðu nokkrar mínútur til að flýja þegar bærinn brann til grunna Íbúar Lytton í Kanada áttu fótum sínum fjör að launa í gærkvöldi þegar skógareldur umlukti þorpið með litlum fyrirvara. Þeir flúðu í allar áttir en þorpið brann nánast allt til kaldra kola á nokkrum mínútum. 1. júlí 2021 20:06
Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. 1. júlí 2021 08:39
Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30. júní 2021 06:55
Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47