Umfjöllun og viðtöl: FH - Sligo Rovers 1-0 | FH-ingar fara með yfirhöndina til Írlands Dagur Lárusson skrifar 8. júlí 2021 21:13 Vísir/Bára Dröfn FH-ingar unnu virkilega sterkan 1-0 sigur gegn Sligo Rovers frá Írlandi í Sambandsdeild Evrópu. Steven Lennon tryggði sigurinn með góðum skalla þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. FH-ingar hafa ekki átt sjö dagana sæla í sumar og komu því ef til vill ekki í leikinn fullir sjálfstraust. Fyrri hálfleikurinn endurspeglaði það svolítið en hvorugt liðið náði að skapa sér nein almennilega marktækifæri. Besta færi fyrri hálfleiksins kom á 38.mínútu þegar Hörður Ingi fékk boltann vinstra megin og gaf boltann fyrir með hægri og rataði sendingin beint á kollinn á Steven Lennon sem stýrði boltanum rétt framhjá. Staðan var markalaus í hálfleik en gestirnir í Sligo mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleikinn og voru betri aðilinn fyrsta stundarfjórðunginn. Það breyttist síðan þegar fyrirliði liðsins, Greg Bolger, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir leikaraskap. Stuttu eftir rauða spjaldið gerðu FH-ingar skiptingu þar sem þeir settu Vuk inn á en sú skipting átti eftir að skila sér. Vuk kom með mikinn kraft í sóknarleik FH og lét strax að sér kveða. Það var síðan á 85.mínútu þar sem hann tók hornspyrnu en varnarmaður hreinsaði boltann strax aftur til hans. Þá gaf hann frábæra sendingu inn á teig með vinstri sem rataði beint á kollinn á Steven Lennon sem stýrði nú boltanum réttu megin við stöngina og skoraði eina mark leiksins og því sigurmark FH. Lokatölur því 1-0 og annar sigur FH-inga undir stjórn Ólafs Jóhannessonar því staðreynd. Afhverju vann FH? Það voru ekki mikið af opnum marktækifærum í þessum leik en það voru þó líklega FH-ingar sem sköpuðu fleiri færi. Steven Lennon er alltaf hættulegur við mark andstæðingana og ég vil meina að hann hafi verið munurinn á liðunum í kvöld, gulls ígildi að hafa sóknarmann eins og hann þegar þú þarft á sigri að halda. FH-ingar vörðust einnig mjög vel í kvöld og gáfu gestunum lítið af færum. Hverjir stóðu uppúr? Varnarlína FH-inga var mjög öflug í kvöld og sinnti sínu starfi vel. Pétur Viðarsson var valinn maður leiksins á vellinum og var hann vel að þeim titli kominn en Guðmann og Guðmundur hefðu einnig getað fengið þann titil. En eins og ég segi hér fyrir ofan þá var Lennon réttur maður á réttum stað þegar FH þurfti á honum að halda. Vuk kom einnig inn af bekknum af miklum krafti og lagði upp markið á Lennon, ég er ekki viss um að sigurmarkið hefði komið hefði Vuk ekki komið inn á. Hvað fór illa? Eins og ég nefni hér fyrir ofan þá var þetta ekki leikur margra marktækifæra og því má kannski segja að það sem gekk illa hjá báðum liðum var að opna vörn andstæðingsins. Hvað gerist næst? Seinni leikur liðanna verður spilaður á fimmtudaginn í næstu viku á Írlandi og þá verður úr því skorið hvort liðið kemst áfram í næstu umferð. Davíð Þór: Vuk gerði nákvæmlega það sem hann átti að gera Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, var sérstaklega ánægður með varnarleik liðsins í kvöld.Vísir/Bára Dröfn ,,Ég get ekki annað en verið sáttur. Við erum auðvitað ekki búnir að vinna leik í langan tíma og þess vegna frábær tilfinning að fá loksins sigur og það gerir mjög mikið fyrir okkur,” byrjaði Davíð Þór, aðstoðarþjálfari FH, á að segja. Davíð var ánægður með varnarleikinn hjá liðinu í kvöld en sagði þó að sóknarlega vantaði aðeins upp á sjálfstraustið. ,,Mér fannst við verjast mjög vel og það sem við lögðum upp með hvað það varðar gekk mjög vel upp. Strákarnir voru allir mjög vinnusamir og öflugir varnarlega en eins og er oft hjá liðum sem hafa verið að ströggla þá vantar oft upp á sjálfstraustið sóknarlega, þannig það vantaði aðeins upp á það. Við hefðum getað verið aðeins rólegri á boltanum því það var fullt af leiðum til þess að sækja á þá, við gerðum það að vísu nokkrum sinnum vel en svo vorum við líka að klikka á sendingum. En ég er viss um það að með þessu sigri þá mun sjálfstraustið hækka og þessum mistökum mun fara fækkandi.” Vuk kom inn á seint í leiknum og lagði upp sigurmark FH og færði liðinu aukinn kraft og var Davíð sammála því. ,,Við vorum allaveganna komnir á þann stað á 70.mínútu að við urðum að gera skiptingu og urðum að fá eitthvað nýtt í sóknarleikinn. Við vitum hvað Vuk getur, hann hefur auðvitað svakalega mikla hæfileika til að til að vera ótrúlega öflugur knattspyrnumaður. Hann kom inn á og gerði nákvæmlega það sem hann átti að gera, breytir leiknum og leggur auðvitað upp sigurmarkið,” endaði Davíð á að segja. Sambandsdeild Evrópu
FH-ingar unnu virkilega sterkan 1-0 sigur gegn Sligo Rovers frá Írlandi í Sambandsdeild Evrópu. Steven Lennon tryggði sigurinn með góðum skalla þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. FH-ingar hafa ekki átt sjö dagana sæla í sumar og komu því ef til vill ekki í leikinn fullir sjálfstraust. Fyrri hálfleikurinn endurspeglaði það svolítið en hvorugt liðið náði að skapa sér nein almennilega marktækifæri. Besta færi fyrri hálfleiksins kom á 38.mínútu þegar Hörður Ingi fékk boltann vinstra megin og gaf boltann fyrir með hægri og rataði sendingin beint á kollinn á Steven Lennon sem stýrði boltanum rétt framhjá. Staðan var markalaus í hálfleik en gestirnir í Sligo mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleikinn og voru betri aðilinn fyrsta stundarfjórðunginn. Það breyttist síðan þegar fyrirliði liðsins, Greg Bolger, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir leikaraskap. Stuttu eftir rauða spjaldið gerðu FH-ingar skiptingu þar sem þeir settu Vuk inn á en sú skipting átti eftir að skila sér. Vuk kom með mikinn kraft í sóknarleik FH og lét strax að sér kveða. Það var síðan á 85.mínútu þar sem hann tók hornspyrnu en varnarmaður hreinsaði boltann strax aftur til hans. Þá gaf hann frábæra sendingu inn á teig með vinstri sem rataði beint á kollinn á Steven Lennon sem stýrði nú boltanum réttu megin við stöngina og skoraði eina mark leiksins og því sigurmark FH. Lokatölur því 1-0 og annar sigur FH-inga undir stjórn Ólafs Jóhannessonar því staðreynd. Afhverju vann FH? Það voru ekki mikið af opnum marktækifærum í þessum leik en það voru þó líklega FH-ingar sem sköpuðu fleiri færi. Steven Lennon er alltaf hættulegur við mark andstæðingana og ég vil meina að hann hafi verið munurinn á liðunum í kvöld, gulls ígildi að hafa sóknarmann eins og hann þegar þú þarft á sigri að halda. FH-ingar vörðust einnig mjög vel í kvöld og gáfu gestunum lítið af færum. Hverjir stóðu uppúr? Varnarlína FH-inga var mjög öflug í kvöld og sinnti sínu starfi vel. Pétur Viðarsson var valinn maður leiksins á vellinum og var hann vel að þeim titli kominn en Guðmann og Guðmundur hefðu einnig getað fengið þann titil. En eins og ég segi hér fyrir ofan þá var Lennon réttur maður á réttum stað þegar FH þurfti á honum að halda. Vuk kom einnig inn af bekknum af miklum krafti og lagði upp markið á Lennon, ég er ekki viss um að sigurmarkið hefði komið hefði Vuk ekki komið inn á. Hvað fór illa? Eins og ég nefni hér fyrir ofan þá var þetta ekki leikur margra marktækifæra og því má kannski segja að það sem gekk illa hjá báðum liðum var að opna vörn andstæðingsins. Hvað gerist næst? Seinni leikur liðanna verður spilaður á fimmtudaginn í næstu viku á Írlandi og þá verður úr því skorið hvort liðið kemst áfram í næstu umferð. Davíð Þór: Vuk gerði nákvæmlega það sem hann átti að gera Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, var sérstaklega ánægður með varnarleik liðsins í kvöld.Vísir/Bára Dröfn ,,Ég get ekki annað en verið sáttur. Við erum auðvitað ekki búnir að vinna leik í langan tíma og þess vegna frábær tilfinning að fá loksins sigur og það gerir mjög mikið fyrir okkur,” byrjaði Davíð Þór, aðstoðarþjálfari FH, á að segja. Davíð var ánægður með varnarleikinn hjá liðinu í kvöld en sagði þó að sóknarlega vantaði aðeins upp á sjálfstraustið. ,,Mér fannst við verjast mjög vel og það sem við lögðum upp með hvað það varðar gekk mjög vel upp. Strákarnir voru allir mjög vinnusamir og öflugir varnarlega en eins og er oft hjá liðum sem hafa verið að ströggla þá vantar oft upp á sjálfstraustið sóknarlega, þannig það vantaði aðeins upp á það. Við hefðum getað verið aðeins rólegri á boltanum því það var fullt af leiðum til þess að sækja á þá, við gerðum það að vísu nokkrum sinnum vel en svo vorum við líka að klikka á sendingum. En ég er viss um það að með þessu sigri þá mun sjálfstraustið hækka og þessum mistökum mun fara fækkandi.” Vuk kom inn á seint í leiknum og lagði upp sigurmark FH og færði liðinu aukinn kraft og var Davíð sammála því. ,,Við vorum allaveganna komnir á þann stað á 70.mínútu að við urðum að gera skiptingu og urðum að fá eitthvað nýtt í sóknarleikinn. Við vitum hvað Vuk getur, hann hefur auðvitað svakalega mikla hæfileika til að til að vera ótrúlega öflugur knattspyrnumaður. Hann kom inn á og gerði nákvæmlega það sem hann átti að gera, breytir leiknum og leggur auðvitað upp sigurmarkið,” endaði Davíð á að segja.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti