Gera upp gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2021 20:56 María Karen Sigurðardóttir er deildarstjóri minjavörslu og rannsókna hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur. sigurjón ólason Unnið er að því að gera upp gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu. Uppi eru hugmyndir um að nýta skúrana, til dæmis sem búningsklefa fyrir sjósundskappa. Langt fram eftir 20. öld voru fiskimenn með útgerð grásleppubáta við Ægisíðu. „Þegar mest var þá voru hér sextán bátar sem réru héðan út og hér eru mjög merkar atvinnuminjar fyrir Reykjavík,“ sagði María Karen Sigurðardóttir, deildarstjóri minjavörslu og rannsókna hjá Borgarsögusafni Reykjaíkur. Grásleppuskúrarnir.sigurjón ólason Grásleppuskúrarnir sem standa við Ægisíðu voru á sínum tíma vinnu- og geymsluskúrar. Borgarsögusafn fékk það verkefni fyrir þremur árum að gera minjunum hærra undir höfði og hreinsa til á svæðinu. Ljósmyndir voru notaðar til að skoða uppruna skúrana. „Við fengum smið til þess að taka hér upp fyrsta skúrinn af nokkrum og endurgera hann.“ Hér má sjá skúrinn sem um ræðir.sigurjón ólason Þessi skúr hér að ofan er sá fyrsti sem er endurgerður og má finna mikla viðarlykt þegar gengið er inn í hann. Skúrarnir voru á sínum tíma smíðaðir úr kassafjölum og ljóst að fólk nýtti það efni sem til var. „Þá kom í ljós að undir var, eins og oft er, tjörupappi og síðan lektur. Síðan var gólfið orðið fúið þannig að það þurfti að setja nýtt gólf í skúrana,“ sagði María. „Ýmsir mögulekar til að nýta þessar minjar“ „Þessir grásleppuskúrar hafa staðið lengi hér við Ægisíðuna en nú stendur til að nýta þá betur.“ „Einhverjar umræður hafa verið um að nýta skúrana sem búningsklefa fyrir þá sem stunda sjósund. Það væri vel hægt að gera það þannig það eru ýmsir möguleikar til að nýta þessar minjar,“ sagði María Karen. Grásleppuskúrarnir voru á sínum tíma vinnu- og geymsluskúrar.sigurjón ólason Stefnt er að því að taka aðra skúra á svæðinu í gegn á næstunni. „Mér finnst ekki ólíklegt að það verði haldið áfram og vonandi verður það svo því að þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir atvinnusögu Reykjavíkur.“ Reykjavík Sjósund Húsavernd Tengdar fréttir Horft aftur til fortíðar í veiði Nú stendur til að endurvekja grásleppuútgerð í Grímsstaðavör við Ægissíðu í Reykjavík. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu í menningarmálanefnd árið 2006 um endurvakningu útgerðarinnar og friðun grásleppuskúranna, þegar stóð til að jafna þá við jörðu. 10. september 2010 04:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Langt fram eftir 20. öld voru fiskimenn með útgerð grásleppubáta við Ægisíðu. „Þegar mest var þá voru hér sextán bátar sem réru héðan út og hér eru mjög merkar atvinnuminjar fyrir Reykjavík,“ sagði María Karen Sigurðardóttir, deildarstjóri minjavörslu og rannsókna hjá Borgarsögusafni Reykjaíkur. Grásleppuskúrarnir.sigurjón ólason Grásleppuskúrarnir sem standa við Ægisíðu voru á sínum tíma vinnu- og geymsluskúrar. Borgarsögusafn fékk það verkefni fyrir þremur árum að gera minjunum hærra undir höfði og hreinsa til á svæðinu. Ljósmyndir voru notaðar til að skoða uppruna skúrana. „Við fengum smið til þess að taka hér upp fyrsta skúrinn af nokkrum og endurgera hann.“ Hér má sjá skúrinn sem um ræðir.sigurjón ólason Þessi skúr hér að ofan er sá fyrsti sem er endurgerður og má finna mikla viðarlykt þegar gengið er inn í hann. Skúrarnir voru á sínum tíma smíðaðir úr kassafjölum og ljóst að fólk nýtti það efni sem til var. „Þá kom í ljós að undir var, eins og oft er, tjörupappi og síðan lektur. Síðan var gólfið orðið fúið þannig að það þurfti að setja nýtt gólf í skúrana,“ sagði María. „Ýmsir mögulekar til að nýta þessar minjar“ „Þessir grásleppuskúrar hafa staðið lengi hér við Ægisíðuna en nú stendur til að nýta þá betur.“ „Einhverjar umræður hafa verið um að nýta skúrana sem búningsklefa fyrir þá sem stunda sjósund. Það væri vel hægt að gera það þannig það eru ýmsir möguleikar til að nýta þessar minjar,“ sagði María Karen. Grásleppuskúrarnir voru á sínum tíma vinnu- og geymsluskúrar.sigurjón ólason Stefnt er að því að taka aðra skúra á svæðinu í gegn á næstunni. „Mér finnst ekki ólíklegt að það verði haldið áfram og vonandi verður það svo því að þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir atvinnusögu Reykjavíkur.“
Reykjavík Sjósund Húsavernd Tengdar fréttir Horft aftur til fortíðar í veiði Nú stendur til að endurvekja grásleppuútgerð í Grímsstaðavör við Ægissíðu í Reykjavík. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu í menningarmálanefnd árið 2006 um endurvakningu útgerðarinnar og friðun grásleppuskúranna, þegar stóð til að jafna þá við jörðu. 10. september 2010 04:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Horft aftur til fortíðar í veiði Nú stendur til að endurvekja grásleppuútgerð í Grímsstaðavör við Ægissíðu í Reykjavík. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu í menningarmálanefnd árið 2006 um endurvakningu útgerðarinnar og friðun grásleppuskúranna, þegar stóð til að jafna þá við jörðu. 10. september 2010 04:00