Erlent

Kort Sótt­varna­stofnunar Evrópu grænkar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hér má sjá kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem birt var í dag og meirihluti Evrópu er orðinn nær alveg grænmerktur.
Hér má sjá kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem birt var í dag og meirihluti Evrópu er orðinn nær alveg grænmerktur. Sottvarnastofnun Evrópu

Fleiri ríki hafa bæst í hóp grænna ríkja á Covid-korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland hefur lengi verið grænmerkt á kortinu en Eystrasaltsríkin þrjú, Frakkland, Þýskaland og Ítalía bætast við auk fleiri ríkja.

Einu rauðmerktu löndin á kortinu eru Spánn, Portúgal og Kýpur. Þá er Írland enn gulmerkt og hlutar hinna Norðurlandanna. Holland er einnig enn nokkuð gulmerkt og grísku eyjarnar sömuleiðis.

Fyrir þremur vikum síðan var útlitið talsvert verra. Holland var enn rauðmerkt, Svíþjóð var hvergi merkt græn og Eystrasaltslöndin voru öll gulmerkt.

Ástandið hefur hins vegar versnað í Portúgal og á Spáni þar sem ríkin tvö voru nær alveg gulmerkt, þó einhver rauð svæði væru á Spáni. Þau svæði á Spáni sem voru grænmerkt hafa nú verið rauðmerkt.


Tengdar fréttir

Evrópa grænkar á Co­vid-kortinu

Það er orðið nokkuð grænt um að lítast á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir sjónrænt stöðu kórónuveirufaraldursins víðs vegar um Evrópu. 

Ís­land fær fé­lags­skap í græna liðinu

Rúmenía flokkast nú sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu um stöðu faraldursins í álfunn. Ísland hefur verið flokkað grænt í nokkrar vikur og hefur verið nær eitt hingað til, auk Möltu sem var grænmerkt fyrir viku síðan.

Sví­þjóð orðin grá á Covid-kortinu

Ísland er enn flokkað grænt á uppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem segir til um stöðuna í hverju ríki vegna kórónuveirufaraldursins. Stór hluti Finnlands er nú einnig flokkaður sem grænt svæði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×