Einn skammtur ekki nógu góð vörn gegn útbreiðslu delta afbrigðisins Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2021 15:55 Vísindamennirnir segja fullbólusett fólk, sem hafi fengið tvo skammta af bóluefnum Pfizer eða AstraZeneca, hafa góða vörn gegn afbrigðinu. AP/Marco Ugarte Ný rannsókn á delta afbrigði Nýju kórónuveirunnar sýnir fram á mikilvægi þess að fólk láti bólusetja sig að fullu og þá ógn sem stökkbreytingar skapa. Delta afbrigðið, sem greindist fyrst á Indlandi og er sagt smitast auðveldar manna á milli, hefur keyrt uppsveiflur í fjölda smitaðra víðsvegar um heiminn á undanförnum mánuðum. Franskir vísindamenn birtu í dag niðurstöður rannsóknar þeirra í Nature en þær gefa í skyn að delta afbrigðið búi yfir getu til að komast hjá einhverjum mótefna sem myndast við bólusetningar og náttúrulegt smit. Að einn skammtur bóluefnis þar sem tveggja skammta er þörf, veiti litla vörn gegn afbrigðinu. Vísindamennirnir segja þó að fullbólusett fólk, sem hafi fengið tvo skammta af bóluefnum Pfizer eða AstraZeneca, hafi góða vörn gegn afbrigðinu. Í frétt Washington Post segir að það sé í takt við niðurstöður bandarískra vísindamanna sem birtar voru í New England Journal of Medicine í gær. Á Bretlandi tóku ráðamenn þá ákvörðun að leggja mesta áherslu á að koma einum skammti bóluefnis í sem flestar hendur eins fljótt og auðið er. Það kom niður á því hve margir fengu seinni skammta en samkvæmt Sky News hafa 45,6 milljónir fengið einn skammt og 34,2 milljónir hafa fengið tvo. Nú er töluverð uppsveifla á faraldrinum þar í landi. Flestir nýsmitaðra hafa smitast af delta afbrigðinu. Þó einn skammtur af bóluefni dragi ekki mjög úr líkum þess að fólk smitist eru þó ummerki um að hann dragi verulega úr líkum á því að fólk veikist alvarlega eða þurfi jafnvel á sjúkrahús. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, opinberaði fyrr í vikunni að til stæði að fella niður allar sóttvarnir þar í Englandi þann 19. júlí. Eðli málsins samkvæmt, aukast líkurnar á því að veiran stökkbreytist eftir því hve oftar hún smitast manna á milli og hafa vísindamenn og sérfræðingar áhyggjur af mögulegum nýjum afbrigðum sem gætu dreifst enn auðveldar og leitt til alvarlegri veikinda. Jafnvel er óttast að afbrigði gæti myndast sem þau bóluefni sem til eru hafi lítil áhrif á. Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, gagnrýndi ríkari lönd heimsins harðlega á blaðamannafundi í gær. Gagnrýni hans beindist að mestu að gífurlegum ójöfnuði í dreifingu bóluefnis á heimsvísu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu grænkar Fleiri ríki hafa bæst í hóp grænna ríkja á Covid-korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland hefur lengi verið grænmerkt á kortinu en Eystrasaltsríkin þrjú, Frakkland, Þýskaland og Ítalía bætast við auk fleiri ríkja. 8. júlí 2021 15:30 Fjórtán greindust í Færeyjum í gær Fjórtán greindust með kórónuveiruna í Færeyjum í gær. Á síðunni korona.fo kemur fram að tíu hafi greinst innanlands og fjórir á landamærum. 8. júlí 2021 14:08 Engir áhorfendur á Ólympíuleikunum Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem hefjast síðar í mánuðinum hafa tilkynnt að engir áhorfendur verða á leikunum. Stóð til að heimamenn gætu séð leikana með eigin augum en nú hefur verið tekið fyrir það. 8. júlí 2021 13:45 Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01 Þrír greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag Þrír hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu þrjá sólarhringa – tveir á mánudag og einn í gær, miðvikudag. Þeir sem greindust á mánudag voru í sóttkví, en sá sem greindist í gær var utan sóttkvíar. 8. júlí 2021 10:45 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Franskir vísindamenn birtu í dag niðurstöður rannsóknar þeirra í Nature en þær gefa í skyn að delta afbrigðið búi yfir getu til að komast hjá einhverjum mótefna sem myndast við bólusetningar og náttúrulegt smit. Að einn skammtur bóluefnis þar sem tveggja skammta er þörf, veiti litla vörn gegn afbrigðinu. Vísindamennirnir segja þó að fullbólusett fólk, sem hafi fengið tvo skammta af bóluefnum Pfizer eða AstraZeneca, hafi góða vörn gegn afbrigðinu. Í frétt Washington Post segir að það sé í takt við niðurstöður bandarískra vísindamanna sem birtar voru í New England Journal of Medicine í gær. Á Bretlandi tóku ráðamenn þá ákvörðun að leggja mesta áherslu á að koma einum skammti bóluefnis í sem flestar hendur eins fljótt og auðið er. Það kom niður á því hve margir fengu seinni skammta en samkvæmt Sky News hafa 45,6 milljónir fengið einn skammt og 34,2 milljónir hafa fengið tvo. Nú er töluverð uppsveifla á faraldrinum þar í landi. Flestir nýsmitaðra hafa smitast af delta afbrigðinu. Þó einn skammtur af bóluefni dragi ekki mjög úr líkum þess að fólk smitist eru þó ummerki um að hann dragi verulega úr líkum á því að fólk veikist alvarlega eða þurfi jafnvel á sjúkrahús. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, opinberaði fyrr í vikunni að til stæði að fella niður allar sóttvarnir þar í Englandi þann 19. júlí. Eðli málsins samkvæmt, aukast líkurnar á því að veiran stökkbreytist eftir því hve oftar hún smitast manna á milli og hafa vísindamenn og sérfræðingar áhyggjur af mögulegum nýjum afbrigðum sem gætu dreifst enn auðveldar og leitt til alvarlegri veikinda. Jafnvel er óttast að afbrigði gæti myndast sem þau bóluefni sem til eru hafi lítil áhrif á. Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, gagnrýndi ríkari lönd heimsins harðlega á blaðamannafundi í gær. Gagnrýni hans beindist að mestu að gífurlegum ójöfnuði í dreifingu bóluefnis á heimsvísu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu grænkar Fleiri ríki hafa bæst í hóp grænna ríkja á Covid-korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland hefur lengi verið grænmerkt á kortinu en Eystrasaltsríkin þrjú, Frakkland, Þýskaland og Ítalía bætast við auk fleiri ríkja. 8. júlí 2021 15:30 Fjórtán greindust í Færeyjum í gær Fjórtán greindust með kórónuveiruna í Færeyjum í gær. Á síðunni korona.fo kemur fram að tíu hafi greinst innanlands og fjórir á landamærum. 8. júlí 2021 14:08 Engir áhorfendur á Ólympíuleikunum Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem hefjast síðar í mánuðinum hafa tilkynnt að engir áhorfendur verða á leikunum. Stóð til að heimamenn gætu séð leikana með eigin augum en nú hefur verið tekið fyrir það. 8. júlí 2021 13:45 Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01 Þrír greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag Þrír hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu þrjá sólarhringa – tveir á mánudag og einn í gær, miðvikudag. Þeir sem greindust á mánudag voru í sóttkví, en sá sem greindist í gær var utan sóttkvíar. 8. júlí 2021 10:45 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu grænkar Fleiri ríki hafa bæst í hóp grænna ríkja á Covid-korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland hefur lengi verið grænmerkt á kortinu en Eystrasaltsríkin þrjú, Frakkland, Þýskaland og Ítalía bætast við auk fleiri ríkja. 8. júlí 2021 15:30
Fjórtán greindust í Færeyjum í gær Fjórtán greindust með kórónuveiruna í Færeyjum í gær. Á síðunni korona.fo kemur fram að tíu hafi greinst innanlands og fjórir á landamærum. 8. júlí 2021 14:08
Engir áhorfendur á Ólympíuleikunum Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem hefjast síðar í mánuðinum hafa tilkynnt að engir áhorfendur verða á leikunum. Stóð til að heimamenn gætu séð leikana með eigin augum en nú hefur verið tekið fyrir það. 8. júlí 2021 13:45
Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01
Þrír greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag Þrír hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu þrjá sólarhringa – tveir á mánudag og einn í gær, miðvikudag. Þeir sem greindust á mánudag voru í sóttkví, en sá sem greindist í gær var utan sóttkvíar. 8. júlí 2021 10:45