Erlent

Allt herlið horfið frá Afganistan fyrir lok sumars

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Biden lofar því að senda ekki fleiri Bandaríkjamenn til Afganistan.
Biden lofar því að senda ekki fleiri Bandaríkjamenn til Afganistan. epa/Yuri Gripas

Joe Biden Bandaríkjaforseti lofaði því í gærkvöldi að hann muni ekki senda aðra kynslóð Bandaríkjamanna í stríðreksturinn í Afganistan sem nú hefur staðið í tvo áratugi.

Að hans sögn verður allt herlið horfið úr landinu fyrir 31. ágúst næstkomandi. 

Forsetinn hafði áður sagt að liðið yrði farið fyrir 11. september en nú hefur því verið flýtt um nokkra daga enda tilkynnti varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í vikunni að 90 prósentum af öllum aðgerðum í Afganistan sé nú lokið. 

Bandarískir hermenn hurfu með öllu frá herstöðinni í Bagram í síðustu viku án þess að láta afganska samstarfsmenn sína vita af brotthvarfinu. 

Ákvörðun Biden hefur víða verið fagnað en aðrir hafa gagnrýnt hana og segja að Afganistan sé nú enn einusinni á barmi borgarastríðs en Talíbanar ráð nú stórum hluta landsins og sækja óðfluga að höfuðborginni Kabúl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×