Segir nefndina hafa vitað af ásökunum þegar hún réð Ingó Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. júlí 2021 09:54 Tryggvi var formaður þjóðhátíðarnefndar fyrir rúmum áratug. vísir Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net sem hefur safnað undirskriftum til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð, segir að þjóðhátíðarnefnd hafi þegar vitað að Ingó væri umdeildur þegar hún réð hann til að sjá um brekkusönginn. Hann skrifaði grein um málið nýlega þar sem hann segir að hann telji þjóðhátíðarnefnd hafa bognað. Hann skýrði þetta orðalag sitt betur í Bítinu á Bylgjunni í morgun: „Það breyttist ekkert í málinu efnislega frá því að þeir kynna hann inn. Og þeir vissu alveg af þessum þrýstingi áður en þeir kynna hann, eftir því sem ég best veit,“ sagði Tryggvi. „Og ef það koma ekki fram nein haldbær rök og málið kemst ekki á byrjunarreit í okkar réttarríki þá tel ég að það hafi verið að bogna.“ Hann skilaði nefndinni 1.660 undirskriftum fólks í gær, sem hann kveðst hafa staðfest að hafi skrifað undir. Þar er skorað á nefndina að snúa við ákvörðun sinni í máli Ingós og ráða hann aftur til að sjá um brekkusönginn. Nefndin tók ákvörðun um að afbóka Ingó eftir að hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar saka þær Ingó um kynferðisofbeldi. Dómsvaldið færist ekki á samfélagsmiðla Að sögn Tryggva snýst undirskriftasöfnunin ekki um að standa með Ingó og trúa honum frekar en þolendum heldur að hindra það að menn geti verið „dæmdir á samfélagsmiðlum“ án þess að mál þeirra fari í gegn um réttarkerfið. „Það sem ég vil kannski helst ná fram er að vekja athygli á því hvert við erum komin þegar við erum komin inn á samfélagsmiðlana með dómsvaldið,“ segir Tryggvi. Spurður hvort honum þyki sögur kvennanna ekki skipta máli segir hann: „Jú, sögurnar sem slíkar skipta máli en það er gríðarlega mikilvægt að fólk komi fram undir nafni þegar það er með jafn alvarlegar ásakanir.“ Málið hafi verið „rekið“ á samfélagsmiðlum þar sem meintur brotamaður getur ekki varið sig, ekki áfrýjað „dómnum“ og veit þá ekki hve lengi hann á að afplána hann. Þjóðhátíðarnefnd tók við undirskriftunum í gær en hún hefur enn ekki tekið ákvörðun um framhaldið. Önnur undirskriftasöfnun fór einnig af stað þar sem nefndin er hvött til að standa við ákvörðun sína. Fleiri hafa skrifað undir hana, alls rúmlega þrjú þúsund manns. Leiðrétting: Upprunalega stóð að rúmlega 1.700 hefðu skrifað undir til stuðnings ákvörðun nefndarinnar en þeir eru fleiri en 3.000 þegar þetta er skrifað. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist MeToo Mál Ingólfs Þórarinssonar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02 Bannaður á böllum í Borgó og MR myndi aldrei ráða hann Nemendafélag Borgarholtsskóla hefur í átta ár haft fyrir reglu að ráða tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson ekki á ball. Inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík segir hegðun tónlistarmannsins hafa verið lengi í umræðunni og hann yrði aldrei ráðinn á skemmtun í skólanum. 8. júlí 2021 15:12 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hafa lagt fram stjórnsýslukæru vegna grænu vöruskemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Hann skrifaði grein um málið nýlega þar sem hann segir að hann telji þjóðhátíðarnefnd hafa bognað. Hann skýrði þetta orðalag sitt betur í Bítinu á Bylgjunni í morgun: „Það breyttist ekkert í málinu efnislega frá því að þeir kynna hann inn. Og þeir vissu alveg af þessum þrýstingi áður en þeir kynna hann, eftir því sem ég best veit,“ sagði Tryggvi. „Og ef það koma ekki fram nein haldbær rök og málið kemst ekki á byrjunarreit í okkar réttarríki þá tel ég að það hafi verið að bogna.“ Hann skilaði nefndinni 1.660 undirskriftum fólks í gær, sem hann kveðst hafa staðfest að hafi skrifað undir. Þar er skorað á nefndina að snúa við ákvörðun sinni í máli Ingós og ráða hann aftur til að sjá um brekkusönginn. Nefndin tók ákvörðun um að afbóka Ingó eftir að hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar saka þær Ingó um kynferðisofbeldi. Dómsvaldið færist ekki á samfélagsmiðla Að sögn Tryggva snýst undirskriftasöfnunin ekki um að standa með Ingó og trúa honum frekar en þolendum heldur að hindra það að menn geti verið „dæmdir á samfélagsmiðlum“ án þess að mál þeirra fari í gegn um réttarkerfið. „Það sem ég vil kannski helst ná fram er að vekja athygli á því hvert við erum komin þegar við erum komin inn á samfélagsmiðlana með dómsvaldið,“ segir Tryggvi. Spurður hvort honum þyki sögur kvennanna ekki skipta máli segir hann: „Jú, sögurnar sem slíkar skipta máli en það er gríðarlega mikilvægt að fólk komi fram undir nafni þegar það er með jafn alvarlegar ásakanir.“ Málið hafi verið „rekið“ á samfélagsmiðlum þar sem meintur brotamaður getur ekki varið sig, ekki áfrýjað „dómnum“ og veit þá ekki hve lengi hann á að afplána hann. Þjóðhátíðarnefnd tók við undirskriftunum í gær en hún hefur enn ekki tekið ákvörðun um framhaldið. Önnur undirskriftasöfnun fór einnig af stað þar sem nefndin er hvött til að standa við ákvörðun sína. Fleiri hafa skrifað undir hana, alls rúmlega þrjú þúsund manns. Leiðrétting: Upprunalega stóð að rúmlega 1.700 hefðu skrifað undir til stuðnings ákvörðun nefndarinnar en þeir eru fleiri en 3.000 þegar þetta er skrifað.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist MeToo Mál Ingólfs Þórarinssonar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02 Bannaður á böllum í Borgó og MR myndi aldrei ráða hann Nemendafélag Borgarholtsskóla hefur í átta ár haft fyrir reglu að ráða tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson ekki á ball. Inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík segir hegðun tónlistarmannsins hafa verið lengi í umræðunni og hann yrði aldrei ráðinn á skemmtun í skólanum. 8. júlí 2021 15:12 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hafa lagt fram stjórnsýslukæru vegna grænu vöruskemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02
Bannaður á böllum í Borgó og MR myndi aldrei ráða hann Nemendafélag Borgarholtsskóla hefur í átta ár haft fyrir reglu að ráða tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson ekki á ball. Inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík segir hegðun tónlistarmannsins hafa verið lengi í umræðunni og hann yrði aldrei ráðinn á skemmtun í skólanum. 8. júlí 2021 15:12
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent