Couzens játar að hafa myrt Everard Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 13:01 Hinn 48 ára Wayne Couzens mætti fyrir dómara í gegnum fjarfundarbúnað í morgun. Hann játaði í morgun að bera ábyrgð á andláti Söruh Everard. Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens hefur játað að hafa myrt Söruh Everard í mars síðastliðnum Couzens rændi Everard, þegar hún var að ganga heim frá vini sínum í Clapham þann 3. mars, áður en hann keyrði með hana í burt á bíl sem hann hafði tekið á leigu. Lík hinnar 33 ára gömlu Everard fannst viku síðar í skóglendi nærri Ashford í Kent, stuttan spöl frá landi í eigu Couzens. Henni hafði verið nauðgað og hún kyrkt til dauða. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Réttarhöld yfir Couzens standa nú yfir og mun dómur falla þann 29. september næskomandi. Couzens játaði þann 8. júní síðastliðinn að hafa nauðgað og rænt Everard og sagðist hann þá bera ábyrgð á andláti hennar, en hann tók ekki formlega afstöðu til þessa ákæruliðar fyrr en í dag. Cressida Dick, lögreglustjóri í Lundúnum, var stödd í réttarsal þegar Couzens játaði á sig morðið. Fyrir utan dómsalinn sagðist hún reið og fyllt viðbjóði vegna glæpa Couzens. „Þetta er hræðilegt og öllum, sem sinna löggæslustarfi, líður eins og þau hafi verið svikin,“ bætti hún við. Lokkaði Couzens með því að kveikja neyðarljósin í bílnum Að sögn Toms Little saksóknara í málinu þekktust Everard og Couzens ekkert áður en hann myrti hana. Rannsakendur beindu sjónum sínum að honum eftir að sást til þeirra Everard og Couzens standa saman við bíl og náðist það á upptöku í öryggismyndavélum. Bíllinn sem þau stóðu við var bíll sem Couzens hafði tekið á leigu og hafði hann kveikt á neyðarljósinu í bílnum. Couzens yfirbugaði Everard og keyrði með hana frá Lundúnum til Tilmanstone, nærri Deal í Kent. Rannsakendur gátu rakið ferðir bílsins með notkun öryggismyndavélina og fengu síðan upplýsingar um ökumann bílsins hjá bílaleigunni. Þá hafði Couzens keypt rúllu af plastfilmu sama dag sem talið er að hann hafi notað við morðið. Couzens hafði skráð eigið nafn fyrir bílnum sem hann tók á leigu síðdegis daginn sem hann rændi Everard og skilaði bílnum morguninn eftir. Hann var síðan handtekinn þann 9. mars, nokkrum mínútum eftir að hann hafði eytt öllum gögnum úr símanum sínum. Sagði austurevrópska glæpamenn hafa ógnað sér Eftir handtökuna var Couzens leiddur til yfirheyrslu en svo virðist sem hann hafi verið undirbúinn með sögu um tildrög morðsins þegar að skýrslutöku kom. Hann sagðist hafa verið í fjárhagsvandræðum og komist upp á kant við glæpagengi frá Austur-Evrópu sem hafði hótað lífi hans og fjölskyldu hans. Gengið hafi krafist þess að hann afhenti þeim stúlku eftir að hann hafði ekki gert upp skuld við vændiskonu á vegum þeirra nokkrum vikum áður. Hann sagðist hafa rænt Everard, keyrt hana frá Lundúnum og afhent hana þremur austurevrópskum karlmönnum í sendibíl í Kent. Þá hafi hún enn verið á lífi og ósködduð. Á sama tíma hafði lögreglan komist á snoðir um það að Couzens og eiginkona hans ættu litla jörð í skóglendi í Ashford. Símagögn frá síma Everard leiddu lögreglumenn að sama skógi og fannst lík Everard smáspöl frá landareign Couzens. England Morðið á Söruh Everard Bretland Tengdar fréttir Couzens játar að hafa rænt og nauðgað Söruh Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens játaði að hafa rænt og nauðgað Söruh Everard þegar hann mætti fyrir dómara í morgun. 8. júní 2021 11:47 Þrengt var að hálsi Söruh Everard Dánarorsök hinnar bresku Söruh Everard var að þrengt var að hálsi hennar. Þetta er niðurstaða réttarkrufningar, en lögregla kynnti niðurstöðurnar fyrr í dag. 1. júní 2021 14:44 Handtökur á mótmælum vegna lögregluaðgerða á minningarsamkomu Hundruð hafa safnast saman í miðborg Lundúna til þess að minnast Söruh Everard, sem var myrt af lögreglumanni í Kent 3. mars síðastliðinn, og til þess að mótmæla lögreglunni. Komið hefur til átaka milli lögreglu og mótmælenda og einhverjir hafa verið handteknir. 15. mars 2021 20:48 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Lík hinnar 33 ára gömlu Everard fannst viku síðar í skóglendi nærri Ashford í Kent, stuttan spöl frá landi í eigu Couzens. Henni hafði verið nauðgað og hún kyrkt til dauða. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Réttarhöld yfir Couzens standa nú yfir og mun dómur falla þann 29. september næskomandi. Couzens játaði þann 8. júní síðastliðinn að hafa nauðgað og rænt Everard og sagðist hann þá bera ábyrgð á andláti hennar, en hann tók ekki formlega afstöðu til þessa ákæruliðar fyrr en í dag. Cressida Dick, lögreglustjóri í Lundúnum, var stödd í réttarsal þegar Couzens játaði á sig morðið. Fyrir utan dómsalinn sagðist hún reið og fyllt viðbjóði vegna glæpa Couzens. „Þetta er hræðilegt og öllum, sem sinna löggæslustarfi, líður eins og þau hafi verið svikin,“ bætti hún við. Lokkaði Couzens með því að kveikja neyðarljósin í bílnum Að sögn Toms Little saksóknara í málinu þekktust Everard og Couzens ekkert áður en hann myrti hana. Rannsakendur beindu sjónum sínum að honum eftir að sást til þeirra Everard og Couzens standa saman við bíl og náðist það á upptöku í öryggismyndavélum. Bíllinn sem þau stóðu við var bíll sem Couzens hafði tekið á leigu og hafði hann kveikt á neyðarljósinu í bílnum. Couzens yfirbugaði Everard og keyrði með hana frá Lundúnum til Tilmanstone, nærri Deal í Kent. Rannsakendur gátu rakið ferðir bílsins með notkun öryggismyndavélina og fengu síðan upplýsingar um ökumann bílsins hjá bílaleigunni. Þá hafði Couzens keypt rúllu af plastfilmu sama dag sem talið er að hann hafi notað við morðið. Couzens hafði skráð eigið nafn fyrir bílnum sem hann tók á leigu síðdegis daginn sem hann rændi Everard og skilaði bílnum morguninn eftir. Hann var síðan handtekinn þann 9. mars, nokkrum mínútum eftir að hann hafði eytt öllum gögnum úr símanum sínum. Sagði austurevrópska glæpamenn hafa ógnað sér Eftir handtökuna var Couzens leiddur til yfirheyrslu en svo virðist sem hann hafi verið undirbúinn með sögu um tildrög morðsins þegar að skýrslutöku kom. Hann sagðist hafa verið í fjárhagsvandræðum og komist upp á kant við glæpagengi frá Austur-Evrópu sem hafði hótað lífi hans og fjölskyldu hans. Gengið hafi krafist þess að hann afhenti þeim stúlku eftir að hann hafði ekki gert upp skuld við vændiskonu á vegum þeirra nokkrum vikum áður. Hann sagðist hafa rænt Everard, keyrt hana frá Lundúnum og afhent hana þremur austurevrópskum karlmönnum í sendibíl í Kent. Þá hafi hún enn verið á lífi og ósködduð. Á sama tíma hafði lögreglan komist á snoðir um það að Couzens og eiginkona hans ættu litla jörð í skóglendi í Ashford. Símagögn frá síma Everard leiddu lögreglumenn að sama skógi og fannst lík Everard smáspöl frá landareign Couzens.
England Morðið á Söruh Everard Bretland Tengdar fréttir Couzens játar að hafa rænt og nauðgað Söruh Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens játaði að hafa rænt og nauðgað Söruh Everard þegar hann mætti fyrir dómara í morgun. 8. júní 2021 11:47 Þrengt var að hálsi Söruh Everard Dánarorsök hinnar bresku Söruh Everard var að þrengt var að hálsi hennar. Þetta er niðurstaða réttarkrufningar, en lögregla kynnti niðurstöðurnar fyrr í dag. 1. júní 2021 14:44 Handtökur á mótmælum vegna lögregluaðgerða á minningarsamkomu Hundruð hafa safnast saman í miðborg Lundúna til þess að minnast Söruh Everard, sem var myrt af lögreglumanni í Kent 3. mars síðastliðinn, og til þess að mótmæla lögreglunni. Komið hefur til átaka milli lögreglu og mótmælenda og einhverjir hafa verið handteknir. 15. mars 2021 20:48 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Couzens játar að hafa rænt og nauðgað Söruh Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens játaði að hafa rænt og nauðgað Söruh Everard þegar hann mætti fyrir dómara í morgun. 8. júní 2021 11:47
Þrengt var að hálsi Söruh Everard Dánarorsök hinnar bresku Söruh Everard var að þrengt var að hálsi hennar. Þetta er niðurstaða réttarkrufningar, en lögregla kynnti niðurstöðurnar fyrr í dag. 1. júní 2021 14:44
Handtökur á mótmælum vegna lögregluaðgerða á minningarsamkomu Hundruð hafa safnast saman í miðborg Lundúna til þess að minnast Söruh Everard, sem var myrt af lögreglumanni í Kent 3. mars síðastliðinn, og til þess að mótmæla lögreglunni. Komið hefur til átaka milli lögreglu og mótmælenda og einhverjir hafa verið handteknir. 15. mars 2021 20:48