Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2021 13:42 Jeff Bezos og Richard Branson eru báðir á leið út í geim í þessum mánuði og á eigin geimförum. AP/Patrick Semansky og Mark J. Terrill Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. Branson vonast til þess að geta flutt ferðamenn út í geim á geimskipum Virgin Galactic Geimferðin mun hefjast á því að VSS Unity verður fest við botn breiðþotu og henni verður flogið í um 50 þúsund feta hæð. Þar verður geimfarinu sleppt og kveikt á eldflaugum þess sem munu bera það upp úr gufuhvolfinu. Áhöfn og farþegar geimfarsins munu upplifa nokkurra mínútna þyngdarleysi, áður en geimfarið svífur aftur til jarðar. Þegar mest er verður geimfarið í um 89 kílómetra hæð yfir jörðu. Þetta er í tuttugasta sinn sem VSS Unity verður skotið út í geim og í fjórða sinn sem menn verða um borð í því, samkvæmt frétt Reuters. Þá er þetta í fyrsta sinn sem geimflaugin er fullmönnuð, með tveimur flugstjórum og fjórum farþegum, þar á meðal Branson. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær á sunnudaginn til stendur að skjóta Branson og starfsmönnum hans á loft en bein útsending Virgin Galactic mun hefjast klukkan eitt þann dag. Fleiri auðjöfrar stefna út í geim Branson er ekki eini auðjöfurinn sem stefnir út í geim um þessar mundir. Það ætlar Jeff Bezos sér einnig. Seinna í mánuðinum stendur til að skjóta Bezos út í geim frá höfuðstöðvum Blue Origin, sem Bezos stofnaði. Bezos, sem er 57 ára gamall, verður skotið á loft um borð í sjálfsstýrði geimflaug og verða þrír farþegar um borð. Þeir eru bróðir hans, 82 ára kona og sigurvegari góðgerðauppboðs. Geimferð Bransons verður lengri en geimferð Besoz en sá síðarnefndi stefnir þó á að fara hærra en Branson, eða í um 106 kílómetra hæð, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í september stendur svo til að skjóta Yusaku Maezawa, japönskum auðjöfri, út í geim um borð í geimskipi SpaceX, fyrirtækis auðjöfursins Elons Musk. Sú ferð á að standa yfir í þrjá daga en geimfarið verður á braut um jörðu, sem er töluvert hærra en hinar geimferðirnar ná. Geimurinn Amazon SpaceX Ferðalög Tengdar fréttir Bezos lætur af störfum sem forstjóri Amazon Auðjöfurinn Jeff Bezos lætur í dag af störfum sem forstjóri Amazon, fyrirtækis sem hann stofnaði á árum áður og hefur stýrt í 27 ár. Við honum tekur Andy Jassy en Bezos mun áfram verða mjög áhrifamikill og tekur sér stöðu stjórnarformanns. 5. júlí 2021 11:07 Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16 Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40 Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40 NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25 Bæði Bezoz og Branson sendu geimför út í geim Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra. 18. janúar 2021 12:06 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Branson vonast til þess að geta flutt ferðamenn út í geim á geimskipum Virgin Galactic Geimferðin mun hefjast á því að VSS Unity verður fest við botn breiðþotu og henni verður flogið í um 50 þúsund feta hæð. Þar verður geimfarinu sleppt og kveikt á eldflaugum þess sem munu bera það upp úr gufuhvolfinu. Áhöfn og farþegar geimfarsins munu upplifa nokkurra mínútna þyngdarleysi, áður en geimfarið svífur aftur til jarðar. Þegar mest er verður geimfarið í um 89 kílómetra hæð yfir jörðu. Þetta er í tuttugasta sinn sem VSS Unity verður skotið út í geim og í fjórða sinn sem menn verða um borð í því, samkvæmt frétt Reuters. Þá er þetta í fyrsta sinn sem geimflaugin er fullmönnuð, með tveimur flugstjórum og fjórum farþegum, þar á meðal Branson. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær á sunnudaginn til stendur að skjóta Branson og starfsmönnum hans á loft en bein útsending Virgin Galactic mun hefjast klukkan eitt þann dag. Fleiri auðjöfrar stefna út í geim Branson er ekki eini auðjöfurinn sem stefnir út í geim um þessar mundir. Það ætlar Jeff Bezos sér einnig. Seinna í mánuðinum stendur til að skjóta Bezos út í geim frá höfuðstöðvum Blue Origin, sem Bezos stofnaði. Bezos, sem er 57 ára gamall, verður skotið á loft um borð í sjálfsstýrði geimflaug og verða þrír farþegar um borð. Þeir eru bróðir hans, 82 ára kona og sigurvegari góðgerðauppboðs. Geimferð Bransons verður lengri en geimferð Besoz en sá síðarnefndi stefnir þó á að fara hærra en Branson, eða í um 106 kílómetra hæð, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í september stendur svo til að skjóta Yusaku Maezawa, japönskum auðjöfri, út í geim um borð í geimskipi SpaceX, fyrirtækis auðjöfursins Elons Musk. Sú ferð á að standa yfir í þrjá daga en geimfarið verður á braut um jörðu, sem er töluvert hærra en hinar geimferðirnar ná.
Geimurinn Amazon SpaceX Ferðalög Tengdar fréttir Bezos lætur af störfum sem forstjóri Amazon Auðjöfurinn Jeff Bezos lætur í dag af störfum sem forstjóri Amazon, fyrirtækis sem hann stofnaði á árum áður og hefur stýrt í 27 ár. Við honum tekur Andy Jassy en Bezos mun áfram verða mjög áhrifamikill og tekur sér stöðu stjórnarformanns. 5. júlí 2021 11:07 Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16 Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40 Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40 NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25 Bæði Bezoz og Branson sendu geimför út í geim Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra. 18. janúar 2021 12:06 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bezos lætur af störfum sem forstjóri Amazon Auðjöfurinn Jeff Bezos lætur í dag af störfum sem forstjóri Amazon, fyrirtækis sem hann stofnaði á árum áður og hefur stýrt í 27 ár. Við honum tekur Andy Jassy en Bezos mun áfram verða mjög áhrifamikill og tekur sér stöðu stjórnarformanns. 5. júlí 2021 11:07
Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16
Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40
Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40
NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25
Bæði Bezoz og Branson sendu geimför út í geim Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra. 18. janúar 2021 12:06