Umfjöllun: Fylkir - HK 1-2 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna 9. júlí 2021 21:06 Sigurinn var ansi mikilvægur fyrir Kópavogsbúa. vísir/bára HK vann ansi mikilvægan 2-1 sigur á Fylki í kvöld er liðin mættust í frestuðum leik í Pepsi Max deild karla. Fylkir komst yfir en gestirnir snéru við taflinu í síðari hálfleik. Leiknum var frestað á dögunm er leikmenn Fylkis þurftu í sóttkví eftir að einn leikmaður liðsins smitaðist en leikurinn í kvöld var ansi fjörugur og hart var barist. Það voru gestirnir úr Kópavogi sem byrjuðu betur og voru skarpari fyrstu mínúturnar en hægt og rólega unnu Fylkismenn sig inn í leikinn án þess þó að fá hættuleg færi. HK-menn áttu skot við og við en besta færið fékk Djair Williams er skot hans var bjargað á línu á 26. mínútu. Það líðu þó bara fimm mínútur og þá leit fyrsta markið dagsins ljós. Daði Ólafsson þrumaði þá aukaspyrnu í netið en Fylkismenn voru nærri því að bæta við í fyrri hálfleik en HK að jafna. Fylkismenn fengu álitleg færi til þess að tvöfalda forystuna í upphafi síðari hálfleiks en það voru Kópavogsbúar sem skoruðu annað mark leiksins og það gerði Birnir Snær Ingason. Eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik skilaði hann fyrirgjöf í netið og fimmtán mínútum síðar voru gestirnir komnir yfir er varnarmaðurinn Martin Rauschenberg skoraði. Daninn fékk boltann í teignum eftir aukaspyrnu, snéri laglega með boltann og þrumaði honum í netið. Eins og hann hafi aldrei gert neitt annað. Eftir þetta reyndu Fylkismenn að finna jöfnunarmarkið. Þeir hreyfðu við liðinu sínu en það tókst ekki og HK-ingar fögnuðu dýrmætum þremur stigum. HK er þó áfram í næst neðsta sætinu en nú með níu stig. Leiknir og Fylkir eru í níunda og tíunda sæti með ellefu stig en ÍA er á botninum með sex stig. Pepsi Max-deild karla Fylkir HK
HK vann ansi mikilvægan 2-1 sigur á Fylki í kvöld er liðin mættust í frestuðum leik í Pepsi Max deild karla. Fylkir komst yfir en gestirnir snéru við taflinu í síðari hálfleik. Leiknum var frestað á dögunm er leikmenn Fylkis þurftu í sóttkví eftir að einn leikmaður liðsins smitaðist en leikurinn í kvöld var ansi fjörugur og hart var barist. Það voru gestirnir úr Kópavogi sem byrjuðu betur og voru skarpari fyrstu mínúturnar en hægt og rólega unnu Fylkismenn sig inn í leikinn án þess þó að fá hættuleg færi. HK-menn áttu skot við og við en besta færið fékk Djair Williams er skot hans var bjargað á línu á 26. mínútu. Það líðu þó bara fimm mínútur og þá leit fyrsta markið dagsins ljós. Daði Ólafsson þrumaði þá aukaspyrnu í netið en Fylkismenn voru nærri því að bæta við í fyrri hálfleik en HK að jafna. Fylkismenn fengu álitleg færi til þess að tvöfalda forystuna í upphafi síðari hálfleiks en það voru Kópavogsbúar sem skoruðu annað mark leiksins og það gerði Birnir Snær Ingason. Eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik skilaði hann fyrirgjöf í netið og fimmtán mínútum síðar voru gestirnir komnir yfir er varnarmaðurinn Martin Rauschenberg skoraði. Daninn fékk boltann í teignum eftir aukaspyrnu, snéri laglega með boltann og þrumaði honum í netið. Eins og hann hafi aldrei gert neitt annað. Eftir þetta reyndu Fylkismenn að finna jöfnunarmarkið. Þeir hreyfðu við liðinu sínu en það tókst ekki og HK-ingar fögnuðu dýrmætum þremur stigum. HK er þó áfram í næst neðsta sætinu en nú með níu stig. Leiknir og Fylkir eru í níunda og tíunda sæti með ellefu stig en ÍA er á botninum með sex stig.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti