Þetta kemur fram í tilkynningu Hannesar til fréttastofu. Þar segir jafnframt að hann hafi móttekið úrskurð ráðuneytisins og muni fara yfir efni hans með lögmönnum sínum.
Hannes starfaði á Handlæknastöðinni þar til í desember 2019. Hann var sviptur starfsleyfi eftir umfangsmikla rannsókn embættis landlæknis á starfsháttum hans. Niðurstaða óháðra sérfræðinga var að hann hefði framkvæmt ónauðsynlegar skurðaðgerðir og einnig óeðlilega margar aðgerðir eða 53 ónefndar aðgerðir, á þriggja mánaða tímabili, á meðan aðrir læknar á sömu stofu gerðu núll til tvær aðgerðir.
Heilbrigðisráðuneytið birti í gær úrskurð þar sem ákvörðun landlæknis um að svipta Hannes starfsleyfi sínu er staðfest.
Rætt verður við stjórnarformann Handlæknastöðvarinnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sem segist vera miður sín yfir málinu. Verkferlar hafi verið endurskoðaðir hjá handlæknastöðinni.