Forsetarnir tveir áttu klukkutímalangan símafund í dag þar sem þeir ræddu nýlegar tölvuárásir rússneskra hakkara gegn bandarískum fyrirtækjum.
Síðustu helgi gerði rússneski tölvuþrjótahópurinn REvil árás sem olli glundroða hjá fimmtánhundruð bandarískum fyrirtækjum.
Hvíta húsið segir að Biden hafi hvatt Pútín til að hafa hemil á tölvuþrjótum í Rússlandi þar sem þeir væru orðnir alvarleg ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.
Biden sjálfur segist vera bjartsýnn eftir samtalið. Hann býst við því að yfirvöld í Moskvu muni veita Bandaríkjunum aðstoð í baráttunni gegn rússneskum hökkurum.