UEFA kærði enska knattspyrnusambandið síðastliðinn fimmtudag fyrir hegðun stuðningsmanna liðsins. Meðal brota stuðningsmanna liðsins var leysigeisla beint í andlit Kasper Schmeichel, markvarðar danska liðsins, þegar hann varði vítaspyrnu Harry Kane.
Kane tók reyndar frákastið sjálfur og tryggði enska liðinu 2-1 sigur.
Þá bauluðu ensku stuðningsmennirnir á þjóðsöng dana og kveiktu á blysum uppi í stúku. UEFA hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi málið.
“CEDB (Control Ethics and Disciplinary Body) hefur ákveðið að sekta enska knattspyrnusambandið um 30.000 evrur fyrir notkun á leysigeisla, truflanir á meðan að þjóðsöngvum stóð og fyrir að kveikja á flugeldum.“
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.