Kane klár í að mæta „tveimur stríðsmönnum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2021 08:00 Chiellini ber mikla virðingu fyrir Harry Kane og sú virðing er gagnkvæm. Andrea Staccioli /Insidefoto/LightRocket via Getty Images Giorgio Chiellini, varnarmaður ítalska landsliðsins, og Harry Kane, framherji enska landsliðsins, hlakka báðir til þess að mæta hvorum öðrum í úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í kvöld. Báðir voru í viðtali við UEFA.com í aðdraganda leiksins sem fram undan er. Báðir bera þeir mikla virðingu hvor fyrir öðrum. „Þetta verður erfitt, mjög erfitt. Mér hefur alltaf líkað vel við Harry Kane. Ég man enn einn af hans fyrstu leikjum fyrir England, þegar við spiluðum á móti þeim í Tórínó. Jafnvel þá heillaði hann mig mjög,“ segir Chiellini. „Hann veit hvernig á að koma djúpt og gefa sendingar í gegnum vörnina á liðsfélaga. Hann getur einnig skorað með hausnum og af bæði stuttu og löngu færi.“ bætir sá ítalski við. Chiellini verður í miðverði Ítala ásamt Leonardo Bonucci, en þeir hafa myndað gríðarsterkt par á mótinu, líkt og þeir hafa gert um árabil með félagsliði sínu Juventus. Kane býst við miklum bardaga við þá félaga í kvöld. „Fyrst og fremst eru þeir frábærir varnarmenn. Þeir lesa leikinn mjög vel og vita hvar þeir eiga að staðsetja sig. Svo, auðvitað, eru þeir tveir stríðsmenn. Svo ég býst við hörkubaráttu. En þú spilar fótbolta fyrir það,“ segir Kane og bætir við; „Sem framherji, viljir þú vera bestur, þarftu að spila gegn þeim bestu, og það er klárlega tilfellið á sunnudaginn,“ Úrslitaleikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:10. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hlakkar til að styðja liðsfélagana til sigurs á Wembley Leonardo Spinazzola, leikmaður Roma og ítalska landsliðsins í fótbolta, átti frábært Evrópumót með ítalska liðinu áður en hann meiddist illa í 8-liða úrslitum gegn Belgum. Hann kveðst spenntur fyrir úrslitaleik mótsins milli Englands og Ítalíu á morgun. 10. júlí 2021 18:45 Sagan ekki með Englendingum Það verður seint sagt að sagan sé Englendingum hliðholl fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. England hefur skotið sögunni ref fyrir rass til þessa á mótinu og þurfa að gera það enn eina ferðina í úrslitaleiknum gegn Ítalíu í kvöld. 11. júlí 2021 09:00 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Sjá meira
Báðir voru í viðtali við UEFA.com í aðdraganda leiksins sem fram undan er. Báðir bera þeir mikla virðingu hvor fyrir öðrum. „Þetta verður erfitt, mjög erfitt. Mér hefur alltaf líkað vel við Harry Kane. Ég man enn einn af hans fyrstu leikjum fyrir England, þegar við spiluðum á móti þeim í Tórínó. Jafnvel þá heillaði hann mig mjög,“ segir Chiellini. „Hann veit hvernig á að koma djúpt og gefa sendingar í gegnum vörnina á liðsfélaga. Hann getur einnig skorað með hausnum og af bæði stuttu og löngu færi.“ bætir sá ítalski við. Chiellini verður í miðverði Ítala ásamt Leonardo Bonucci, en þeir hafa myndað gríðarsterkt par á mótinu, líkt og þeir hafa gert um árabil með félagsliði sínu Juventus. Kane býst við miklum bardaga við þá félaga í kvöld. „Fyrst og fremst eru þeir frábærir varnarmenn. Þeir lesa leikinn mjög vel og vita hvar þeir eiga að staðsetja sig. Svo, auðvitað, eru þeir tveir stríðsmenn. Svo ég býst við hörkubaráttu. En þú spilar fótbolta fyrir það,“ segir Kane og bætir við; „Sem framherji, viljir þú vera bestur, þarftu að spila gegn þeim bestu, og það er klárlega tilfellið á sunnudaginn,“ Úrslitaleikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:10. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hlakkar til að styðja liðsfélagana til sigurs á Wembley Leonardo Spinazzola, leikmaður Roma og ítalska landsliðsins í fótbolta, átti frábært Evrópumót með ítalska liðinu áður en hann meiddist illa í 8-liða úrslitum gegn Belgum. Hann kveðst spenntur fyrir úrslitaleik mótsins milli Englands og Ítalíu á morgun. 10. júlí 2021 18:45 Sagan ekki með Englendingum Það verður seint sagt að sagan sé Englendingum hliðholl fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. England hefur skotið sögunni ref fyrir rass til þessa á mótinu og þurfa að gera það enn eina ferðina í úrslitaleiknum gegn Ítalíu í kvöld. 11. júlí 2021 09:00 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Sjá meira
Hlakkar til að styðja liðsfélagana til sigurs á Wembley Leonardo Spinazzola, leikmaður Roma og ítalska landsliðsins í fótbolta, átti frábært Evrópumót með ítalska liðinu áður en hann meiddist illa í 8-liða úrslitum gegn Belgum. Hann kveðst spenntur fyrir úrslitaleik mótsins milli Englands og Ítalíu á morgun. 10. júlí 2021 18:45
Sagan ekki með Englendingum Það verður seint sagt að sagan sé Englendingum hliðholl fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. England hefur skotið sögunni ref fyrir rass til þessa á mótinu og þurfa að gera það enn eina ferðina í úrslitaleiknum gegn Ítalíu í kvöld. 11. júlí 2021 09:00