Konur þurfa bara að vera duglegar að vara sig! Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 11. júlí 2021 09:00 Konur þurfa að vara sig utandyra. Fríða Ísberg lýsir þessu býsna vel í smásögu sinni Heim. Þar segir frá því hvað fer í gegnum huga konu sem ákveður að ganga heim af barnum um miðja nótt, því það tekur því ekki að taka leigubíl þennan stutta spöl. Allan tímann er henni mjög órótt; með lyklakippuna þrædda um fingurna og stillt á neyðarnúmerið í símanum er hún viðbúin hinu versta. Þessi lýsing á upplifun konunnar er afar raunsæ og má ætla að margar konur eigi auðvelt með að samsama sig henni. Konur þurfa að vara sig innandyra. Tölfræðin sýnir að þar fari flestar nauðganir fram. Oftar en ekki þekkir konan nauðgarann, hann er jafnvel vinur eða kunningi. Samtals voru 189 mál tilkynnt lögreglu á árunum 2008-2009 og reyndust 40% brotaþola vera undir 18 ára aldri og allt niður í þriggja ára. Af þessum 189 nauðgunum voru 22 hópnauðganir þar sem tveir til fjórir gerendur nauðguðu konunni hver á eftir öðrum eða samtímis. 189 mál á tveimur árum þýða um ein til tvær nauðganir á viku. Það má hins vegar telja víst að þær séu fleiri; að einungis lítill hluti þeirra sé tilkynntur og enn færri eru leidd til lykta enda er réttarstaða brotaþola í ólestri. Konur þurfa að vara sig á samfélagsmiðlum. Það hefur tíðkast um aldir að bera ekki tilfinningar sínar á torg heldur hitt, að bera harm sinn í hljóði. Þannig hefur ofbeldið fengið að viðgangast, hljóðalaust. Nú þegar konur eru farnar að stíga fram hriktir í feðraveldinu og reynt er með öllum tiltækum ráðum að þagga þær niður. Hún er gamalkunnugt ráð, þöggunin. Til þess arna er hreinlega beitt andlegu ofbeldi, smættandi orð og jafnvel hótanir eru notaðar til þess að kveða konur í kútinn. Hins vegar er slegin skjaldborg utan um gerandann og virðist þá litlu skipta þó að þolendur hlaupi á tugum. Niðurstaðan er nokkurn veginn þessi: Konur þurfa að varast menn, bari, tjöld, klósett, stutt pils, hús, drykki, skemmtistaði, varaliti, starfsmannapartí, húsasund, brjóstaskoru, samfélagsmiðla og þjóðhátíð. Konur þurfa bara að vera duglegar að vara sig! Höfundur er sósíalískur femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Orð og kyn Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn. 24. júní 2021 14:15 Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Konur þurfa að vara sig utandyra. Fríða Ísberg lýsir þessu býsna vel í smásögu sinni Heim. Þar segir frá því hvað fer í gegnum huga konu sem ákveður að ganga heim af barnum um miðja nótt, því það tekur því ekki að taka leigubíl þennan stutta spöl. Allan tímann er henni mjög órótt; með lyklakippuna þrædda um fingurna og stillt á neyðarnúmerið í símanum er hún viðbúin hinu versta. Þessi lýsing á upplifun konunnar er afar raunsæ og má ætla að margar konur eigi auðvelt með að samsama sig henni. Konur þurfa að vara sig innandyra. Tölfræðin sýnir að þar fari flestar nauðganir fram. Oftar en ekki þekkir konan nauðgarann, hann er jafnvel vinur eða kunningi. Samtals voru 189 mál tilkynnt lögreglu á árunum 2008-2009 og reyndust 40% brotaþola vera undir 18 ára aldri og allt niður í þriggja ára. Af þessum 189 nauðgunum voru 22 hópnauðganir þar sem tveir til fjórir gerendur nauðguðu konunni hver á eftir öðrum eða samtímis. 189 mál á tveimur árum þýða um ein til tvær nauðganir á viku. Það má hins vegar telja víst að þær séu fleiri; að einungis lítill hluti þeirra sé tilkynntur og enn færri eru leidd til lykta enda er réttarstaða brotaþola í ólestri. Konur þurfa að vara sig á samfélagsmiðlum. Það hefur tíðkast um aldir að bera ekki tilfinningar sínar á torg heldur hitt, að bera harm sinn í hljóði. Þannig hefur ofbeldið fengið að viðgangast, hljóðalaust. Nú þegar konur eru farnar að stíga fram hriktir í feðraveldinu og reynt er með öllum tiltækum ráðum að þagga þær niður. Hún er gamalkunnugt ráð, þöggunin. Til þess arna er hreinlega beitt andlegu ofbeldi, smættandi orð og jafnvel hótanir eru notaðar til þess að kveða konur í kútinn. Hins vegar er slegin skjaldborg utan um gerandann og virðist þá litlu skipta þó að þolendur hlaupi á tugum. Niðurstaðan er nokkurn veginn þessi: Konur þurfa að varast menn, bari, tjöld, klósett, stutt pils, hús, drykki, skemmtistaði, varaliti, starfsmannapartí, húsasund, brjóstaskoru, samfélagsmiðla og þjóðhátíð. Konur þurfa bara að vera duglegar að vara sig! Höfundur er sósíalískur femínisti.
Orð og kyn Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn. 24. júní 2021 14:15
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun