Lífið

Cowell breytti reglunum fyrir níu ára óperusöngkonu

Samúel Karl Ólason skrifar
Hin níu ára gamla Victory Brinker sló í gegn í vikunni.
Hin níu ára gamla Victory Brinker sló í gegn í vikunni.

Simon Cowell, dómari í hæfileikaþáttunum America‘s Got Talent, breytti reglum þáttanna í vikunni vegna níu ára óperusöngkonu. Victory Brinker kom síðast fram í síðasta þætti AGT og sló hún heldur betur í gegn.

Hún varð sú fyrsta af öllum þátttakendum AGT í sextán ár til að fá svokallaðan gullhnapp frá öllum dómurum þáttanna.

Brinker steig á svið og söng lagið Je Veux Vivre úr frönsku óperunni um Rómeó og Júlíu. Eftir flutning hennar stóðu næstum allir í salnum á fætur og klöppuðu fyrir henni. Cowell var mögulega sá eini sem stóð ekki á fætur og var þar að auki síðastur til að taka til máls af dómurunum.

Howie Mandel, Heidi Klum og Sofia Vergara hrósuðu Brinker í hástert en Cowell var einkar rólegur. Að endingu kallaði hann Terry Crews, þáttastjórnenda, til dómaranna og ræddu þau saman í einrúmi.

Að því loknu ýttu allir dómararnir fjórir á gullhnappinn í sameiningu, við mikinn fögnuð áhorfenda.

Samkvæmt frétt Bustle hefur þetta aldrei gerst áður en felur í sér að Brinker fer rakleiðis í úrslitakeppni þáttanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.