Kúbverjar eru margir orðnir langþreyttir á efnahagsástandinu í landinu auk þess sem kórónuveirufaraldurinn hefur gert illt verra en stjórnvöld eru sökuð um að nýta sér ástandið til að skerða frelsi einstaklingsins enn frekar.
Það hefur þó ekki orðið til góðs því smitum fer nú fjölgandi á eyjunni og hafa skráð tilfelli sjaldan eða aldrei verið fleiri. Fjörutíu og sjö létu lífið af völdum Covid-19 í gær. Auk þess að mótmæla bágu efnahagsástandi gerðu mótmælendur einnig kröfu um að bóluefni verði gerð aðgengilegri en hægt hefur gengið að bólusetja þjóðina síðustu mánuði.