Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í júní eru rúm 70 prósent kjósenda Vinstri grænna mótfallin áframhaldandi samstarfi og eru þannig á alveg öndverðum meiði við stuðningsmenn hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir að niðurstöðurnar komi sér í sjálfu sér ekki á óvart.
„Lífsskoðun Vinstri grænna hún breytist í sjálfu sér ekki, það er að segja vinstri pólitíkin, og þetta er auðvitað óhefðbundið ríkisstjórnarsamstarf, sannarlega, um það eru allir sammála og það kemur ekki á óvart að það sé ekki sami stuðningur í okkar röðum eins og hjá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.“
Pólar hvor á sínum endanum
Það sé ekkert sérstakt kappsmál að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram. Samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn gæti skýrt andstöðuna.
„Þá eru þetta pólar á sitthvorum endanum sem eru í þessu óvenjulega ríkisstjórnarsamstarfi þannig að eðlilega kannski, af því að Sjálfstæðisflokkurinn er lengst frá okkur í grundvallarpólitík.“
Katr í n [Jakobsdóttir, forsætisráðherra] hefur n ú gefi ð ú t a ð henni hugnist a ð halda þ essu samstarfi á fram en í lj ó si þ essarar ni ð urst öð u, telur ð u v æ nlegt fyrir Vinstri gr æ n a ð gera þ a ð ?
„Katrín hefur ekkert verið neitt afdráttarlaus um það frekar en eitthvað annað. Ég held hún hafi alltaf haldið því fram eins og við hin að þetta snýst um málefni. Kosningar snúast um málefni og ef við fáum einhvern til að vinna með okkur að okkar góðu málefnum þá að sjálfsögðu ræðum við það, við hvern þann sem vill.“