Forseti Kúbu segir Bandaríkin ábyrg fyrir mótmælum Árni Sæberg skrifar 12. júlí 2021 23:31 Fjölmenn mótmæli hafa verið haldin um alla Kúbu um helgina. EPA-EFE/Ernesto Mastrascusa Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, ávarpaði þjóð sína í morgun og sagði mótmælin sem hófust um helgina vera skipulagða aðför að kúbverskum stjórnvöldum. Þá sagði hann mótmælin studd af bandarískum yfirvöldum og keyrð áfram á samfélagsmiðlum. Mótmælin sem fara fram á Kúbu um þessar mundir eru þau stærstu sem orðið hafa á eyjunni í þrjá áratugi. Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. Kúbverjar eru margir orðnir langþreyttir á efnahagsástandinu í landinu auk þess sem kórónuveirufaraldurinn hefur gert illt verra en stjórnvöld eru sökuð um að nýta sér ástandið til að skerða frelsi einstaklingsins enn frekar. Forseti landsins hefur fordæmt mótmælin og kallað mótmælendur skammarlega afbrotamenn. Hann hefur sakað mótmælendur um að reyna að grafa undan „kommúnískri byltingu“ í landinu með ofbeldisfullum mótmælum. Aðstæður séu vissulega ekki með besta móti Forsetinn játaði að vandamál á borð við matarskort og rafmagnsleysi steðjuðu að Kúbverjum og sagði áhyggjur fólksins á rökum reistar. Hann kenndi bandarískum viðskiptaþvingunum þó um ástandið í landinu. Rogelio Polanco Fuentes, yfirmaður hugmyndafræðideildar Kommúnistaflokks Kúbu, segir mótmælin vera hluta af tilraunum bandarískra stjórnvalda til að búa til óstöðugleika og glundroða á Kúbu. Þá líkti hann mótmælunum við misheppnaða tilraun til valdaráns í Venesúela árið 2019 sem hann sagði einnig studda af Bandaríkjunum. Mótmælendur hafa hafnað öllum fullyrðingum forsetans og flokks hans um stuðning Bandaríkjanna við mótmælin. „Það sem er að gerast hérna er algjörlega sögulegt fyrir okkur, ég held að héðan verði ekki aftur snúið. Hlutirnir verða aldrei samir eftir þetta,“ segir Carolina Barrero, aðgerðasinni frá Havana. „Við erum að tala um mörg þúsund manns um alla eyjunna. Í hverjum smábæ voru mótmæli, algjörlega sjálfsprottin,“ bætir hún við. Heimsleiðtogar hafa tjáð sig um mótmælin Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur beðið ráðamenn á Kúbu að hlusta á skýr hróp þegna sinna um frelsi. „Kúbverska þjóðin er að fara fram á grundvallarmannréttindi með hugrökkum hætti,“ sagði forsetinn í tilkynningu í dag. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó hefur sagst vona eftir friðsælli lausn á vandanum í Kúbu. „Kúbverjar verða að ákveða lausnina sjálfir af því Kúba frjáls, sjálfstæð og sjálfráða þjóð — það má ekki vera nein afskiptastefna,“ bætti hann við. Þá hefur talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins varað við utanaðkomandi afskiptasemi sem væri ætlað að koma Kúbu úr jafnvægi. Kúba Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Mótmælin sem fara fram á Kúbu um þessar mundir eru þau stærstu sem orðið hafa á eyjunni í þrjá áratugi. Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. Kúbverjar eru margir orðnir langþreyttir á efnahagsástandinu í landinu auk þess sem kórónuveirufaraldurinn hefur gert illt verra en stjórnvöld eru sökuð um að nýta sér ástandið til að skerða frelsi einstaklingsins enn frekar. Forseti landsins hefur fordæmt mótmælin og kallað mótmælendur skammarlega afbrotamenn. Hann hefur sakað mótmælendur um að reyna að grafa undan „kommúnískri byltingu“ í landinu með ofbeldisfullum mótmælum. Aðstæður séu vissulega ekki með besta móti Forsetinn játaði að vandamál á borð við matarskort og rafmagnsleysi steðjuðu að Kúbverjum og sagði áhyggjur fólksins á rökum reistar. Hann kenndi bandarískum viðskiptaþvingunum þó um ástandið í landinu. Rogelio Polanco Fuentes, yfirmaður hugmyndafræðideildar Kommúnistaflokks Kúbu, segir mótmælin vera hluta af tilraunum bandarískra stjórnvalda til að búa til óstöðugleika og glundroða á Kúbu. Þá líkti hann mótmælunum við misheppnaða tilraun til valdaráns í Venesúela árið 2019 sem hann sagði einnig studda af Bandaríkjunum. Mótmælendur hafa hafnað öllum fullyrðingum forsetans og flokks hans um stuðning Bandaríkjanna við mótmælin. „Það sem er að gerast hérna er algjörlega sögulegt fyrir okkur, ég held að héðan verði ekki aftur snúið. Hlutirnir verða aldrei samir eftir þetta,“ segir Carolina Barrero, aðgerðasinni frá Havana. „Við erum að tala um mörg þúsund manns um alla eyjunna. Í hverjum smábæ voru mótmæli, algjörlega sjálfsprottin,“ bætir hún við. Heimsleiðtogar hafa tjáð sig um mótmælin Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur beðið ráðamenn á Kúbu að hlusta á skýr hróp þegna sinna um frelsi. „Kúbverska þjóðin er að fara fram á grundvallarmannréttindi með hugrökkum hætti,“ sagði forsetinn í tilkynningu í dag. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó hefur sagst vona eftir friðsælli lausn á vandanum í Kúbu. „Kúbverjar verða að ákveða lausnina sjálfir af því Kúba frjáls, sjálfstæð og sjálfráða þjóð — það má ekki vera nein afskiptastefna,“ bætti hann við. Þá hefur talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins varað við utanaðkomandi afskiptasemi sem væri ætlað að koma Kúbu úr jafnvægi.
Kúba Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59