Lífið

Rappari myrtur í beinni út­sendingu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Zerail Rivera var myrtur í beinni útsendingu á fimmtudag.
Zerail Rivera var myrtur í beinni útsendingu á fimmtudag. Instagram/indian red boy official king

Rappari frá Los Angeles í Bandaríkjunum var myrtur í síðustu viku á meðan hann var í beinni útsendingu á Instagram-síðu sinni.

Zerail Rivera, eða Indian Red Boy eins og hann kallaði sig, var myrtur þann 8. júlí síðatliðinn þar sem hann sat í bíl sínum á Chadron breiðstræti í Hawthorne. Hinn 21 árs gamli Rivera var í beinni útsendingu á Instagram þegar byssumaður gekk upp að honum og skaut nokkrum skotum.

Lögregla brást við tilkynningu rétt eftir klukkan fjögur síðdegis á fimmtudag og fann Rivera látinn í bíl sínum, sem hann hafði lagt á bílastæði fyrir utan fjölbýlishús. Að sögn lögreglu virðist Rivera hafa verið skotinn nokkrum sinnum og var hann úrskurðaður látinn af sjúkraflutningamönnum á staðnum.

„Svo virðist sem árásarmaðurinn hafi gengið upp að honum og skotið hann. Við teljum einnig að árásarmaðurinn hafi leitað Rivera uppi,“ er haft eftir Ti Goetz, lögreglumanni í Hawthorne, í frétt People. Goez sagði möguleika á því að morðið tengist deilum glæpagengja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.