Veruleikinn í skóla án aðgreiningar Bjarney Bjarnadóttir skrifar 14. júlí 2021 08:00 Í fjórðu grein heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna segir: „Tryggja skal jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi.” Þetta markmið ætti alltaf að vera til hliðsjónar þegar unnið er að öflugu menntakerfi. Þegar stefnan „Skóli án aðgreiningar“ var innleidd átti það að vera skref í átt að réttlátara samfélagi. Í dag eiga skólar auðvitað að vera fyrir alla, enginn vill hafa „skóla með aðgreiningu“, auk þess sem það eru sjálfsögð mannréttindi að eiga þess kost að geta gengið í hverfisskólann sinn og fengið þá þjónustu sem viðkomandi þarf. Of mörg börn fá ekki þann stuðning sem þau þurfa Samhliða tilkomu stefnu um skóla án aðgreiningar jókst fjölbreytileiki nemendahópsins til muna. Þetta var stórt skref og að mörgu leyti breyting til hins betra. Víðsýni og skilningur á því að við erum ekki öll eins jókst. En eins og staðan er í dag þá eru því miður of mörg börn sem fá ekki þann stuðning sem þau þurfa og eiga rétt á innan skólakerfisins. Í Facebook-hópnum „Sagan okkar“ eru átakanlegar reynslusögur foreldra barna sem íslenskt skólakerfi er ekki að ná að koma til móts við. Það er veruleiki þessara barna og því þarf að breyta. Það býr mikill mannauður í kennarastéttinni, við eigum mikið af frábærum kennurum sem leggja líf og sál í starfið. Hins vegar er vandinn sem kennarar standa frammi fyrir mörgum ofviða. Ein birtingarmynd hans er sú að kennarar sem hafa brunnið út í starfi eru stærsti hópurinn í endurhæfingu hjá Virk. Að vera stöðugt að reyna að koma til móts við þarfir allra nemenda en upplifa á sama tíma þá tilfinningu að vera bregðast þeim reynir á og er lýjandi. Áhersla á þverfaglegt samstarf innan skólanna Það segir sig sjálft að fyrir utan það að sinna og undirbúa kennslu þá geta kennarar ekki líka sinnt hlutverki sálfræðinga, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa eða hvers kyns sérfræðinga sem viðkomandi nemandi þarf á að halda. Kennarar reyna þó sitt besta en gjalda það oft dýru verði á meðan vandi barnanna er óleystur. Við í Viðreisn viljum að starfsumhverfi kennara sé framúrskarandi og teljum að fræðsla og starfsþróun séu forsenda nýsköpunar og framþróunar í menntakerfinu. Áhersla á að vera á þverfaglegt samstarf innan skólanna svo að þörfum nemanda sé mætt. Sálfræðiþjónusta og önnur stoðþjónusta á að vera öllum nemendum aðgengileg. Við viljum öll að börn fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda en svo það sé hægt þá verðum við að styðja betur við kennara og annað starfsfólk skólanna. Ein leið til þess er til dæmis að setja upp teymi sérfræðinga á vegum sveitarfélaga sem kennarar geta leitað til og fengið aðstoð við úrlausn mála á heildstæðan hátt. Nám fer fram alla ævi Menntun er undirstaða jafnréttis, tækifæra og velferðar í samfélaginu og um leið forsenda framþróunar. Við í Viðreisn viljum tryggja einstaklingum nám við hæfi með tilliti til ólíkrar færni, trúarbragða, kynhneigðar, búsetu eða annarrar stöðu. Einnig leggur Viðreisn jafnt vægi á bók-, verk-, iðn- og listnám. Nám fer fram alla ævi og mikilvægt er að byggja brýr á milli allra skólastiga og tryggja frelsi einstaklinga til að fara á sinn hátt í gegnum menntakerfið. Til að knýja fram raunverulegar breytingar þarf þor og samtal við fólkið sem lifir og hrærist í þessu umhverfi. Því er mikilvægt að það eigi sér sinn málsvara þegar kemur að því að taka ákvarðanir um menntamál. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 2. sætið á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Réttindi barna Grunnskólar Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjórðu grein heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna segir: „Tryggja skal jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi.” Þetta markmið ætti alltaf að vera til hliðsjónar þegar unnið er að öflugu menntakerfi. Þegar stefnan „Skóli án aðgreiningar“ var innleidd átti það að vera skref í átt að réttlátara samfélagi. Í dag eiga skólar auðvitað að vera fyrir alla, enginn vill hafa „skóla með aðgreiningu“, auk þess sem það eru sjálfsögð mannréttindi að eiga þess kost að geta gengið í hverfisskólann sinn og fengið þá þjónustu sem viðkomandi þarf. Of mörg börn fá ekki þann stuðning sem þau þurfa Samhliða tilkomu stefnu um skóla án aðgreiningar jókst fjölbreytileiki nemendahópsins til muna. Þetta var stórt skref og að mörgu leyti breyting til hins betra. Víðsýni og skilningur á því að við erum ekki öll eins jókst. En eins og staðan er í dag þá eru því miður of mörg börn sem fá ekki þann stuðning sem þau þurfa og eiga rétt á innan skólakerfisins. Í Facebook-hópnum „Sagan okkar“ eru átakanlegar reynslusögur foreldra barna sem íslenskt skólakerfi er ekki að ná að koma til móts við. Það er veruleiki þessara barna og því þarf að breyta. Það býr mikill mannauður í kennarastéttinni, við eigum mikið af frábærum kennurum sem leggja líf og sál í starfið. Hins vegar er vandinn sem kennarar standa frammi fyrir mörgum ofviða. Ein birtingarmynd hans er sú að kennarar sem hafa brunnið út í starfi eru stærsti hópurinn í endurhæfingu hjá Virk. Að vera stöðugt að reyna að koma til móts við þarfir allra nemenda en upplifa á sama tíma þá tilfinningu að vera bregðast þeim reynir á og er lýjandi. Áhersla á þverfaglegt samstarf innan skólanna Það segir sig sjálft að fyrir utan það að sinna og undirbúa kennslu þá geta kennarar ekki líka sinnt hlutverki sálfræðinga, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa eða hvers kyns sérfræðinga sem viðkomandi nemandi þarf á að halda. Kennarar reyna þó sitt besta en gjalda það oft dýru verði á meðan vandi barnanna er óleystur. Við í Viðreisn viljum að starfsumhverfi kennara sé framúrskarandi og teljum að fræðsla og starfsþróun séu forsenda nýsköpunar og framþróunar í menntakerfinu. Áhersla á að vera á þverfaglegt samstarf innan skólanna svo að þörfum nemanda sé mætt. Sálfræðiþjónusta og önnur stoðþjónusta á að vera öllum nemendum aðgengileg. Við viljum öll að börn fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda en svo það sé hægt þá verðum við að styðja betur við kennara og annað starfsfólk skólanna. Ein leið til þess er til dæmis að setja upp teymi sérfræðinga á vegum sveitarfélaga sem kennarar geta leitað til og fengið aðstoð við úrlausn mála á heildstæðan hátt. Nám fer fram alla ævi Menntun er undirstaða jafnréttis, tækifæra og velferðar í samfélaginu og um leið forsenda framþróunar. Við í Viðreisn viljum tryggja einstaklingum nám við hæfi með tilliti til ólíkrar færni, trúarbragða, kynhneigðar, búsetu eða annarrar stöðu. Einnig leggur Viðreisn jafnt vægi á bók-, verk-, iðn- og listnám. Nám fer fram alla ævi og mikilvægt er að byggja brýr á milli allra skólastiga og tryggja frelsi einstaklinga til að fara á sinn hátt í gegnum menntakerfið. Til að knýja fram raunverulegar breytingar þarf þor og samtal við fólkið sem lifir og hrærist í þessu umhverfi. Því er mikilvægt að það eigi sér sinn málsvara þegar kemur að því að taka ákvarðanir um menntamál. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 2. sætið á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun