Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Snorri Másson skrifar 14. júlí 2021 11:46 Kristlín Dís Ingilínardóttir er á meðal þeirra sem Ingó Veðurguð krefur um miskabætur vegna ærumeiðandi ummæla. Facebook Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. Kristlín er ein af fimm sem Ingó hefur sent kröfubréf vegna ærumeiðandi ummæla um hann á netinu. Í kröfubréfi hennar segir að verði hún ekki við þessu áskilji sendandi sér rétt til málshöfðunar. „Þetta kom á óvart en ég geri ekki ráð fyrir að draga ummæli mín til baka fyrir að vinna vinnuna mína,“ segir Kristlín í samtali við Vísi. „Þess er krafist að ég biðji Ingó skriflega afsökunar og að sú afsökunarbeiðni verði birt á forsíðu Fréttablaðsins.is í 48 klukkustundir. Einnig er mér gert að borga þrjár milljónir í miskabætur og lögmann upp á 250.000 krónur. Verði ég ekki við þessu er áskilinn réttur til málshöfðunar án viðvörunar,“ segir Kristlín. Kristlín Dís skrifaði grein á vef Fréttablaðsins 3. júlí: „Tugir sagna lýsa ofbeldi af hálfu Ingó Veðurguðs.“ Þar skrifaði hún að ætla mætti að sögurnar sem Öfgar hefðu birt um ónefndan tónlistarmann væru um Ingó Veðurguð. Þannig nafngreindi hún tónlistarmanninn án þess að aðgerðahópurinn hafi gengið svo langt. Ekki liggur fyrir að þau tilteknu ummæli séu það sem krafist er að dregið verði til baka en meint ærumeiðandi ummæli Kristlínar eru fimm talsins. Hef fimm daga til að borga þrjár milljónir í miskabætur.. what a day— Kristlín Dís (@krist_lin) July 14, 2021 Fimm daga frestur Kristlín Dís sagði í samtali við Vísi í morgun að kröfubréfið hefði ekki enn borist henni, en hún er þó ekki heima við. „Ég er bara á Seyðisfirði en ég bíð spennt eftir að fá bréf,“ sagði Kristlín. „Mamma sakaði mig líka um að vera hræðilega dóttur af því að ég sagði henni ekki frá þessu í gær, en ég sá þetta bara á Vísi í morgun.“ Gefinn er frestur til að verða við þessum kröfum til 19. júlí næstkomandi. Ef marka má yfirlýsingar Haralds Þorleifssonar frumkvöðuls þarf Kristlín ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegu tjóni vegna kröfubréfs Ingós, enda hefur Haraldur sagst ætla að greiða lögfræðikostnaðinn eins og hann leggur sig. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Haraldi vegna málsins. Ég skal borga lögfræðikostnað fyrir alla sem þurfa í þessu máli. Ef þið þekkið fólk sem þarf hjálp sendið þau endilega til mín. https://t.co/DqwN8rIM6w— Halli (@iamharaldur) July 13, 2021 Á vef Fréttablaðsins segir að Kristlín hafi verið krafin um þrjár milljónir í miskabætur vegna fimm ummæla sem birtust í frétt á vef Fréttablaðsins þann 3. júlí síðastliðinn. Þá er hún krafin um 250 þúsund krónur í lögmannskostnað. Þess er krafist að Kristlín Dís biðji Ingólf afsökunar, viðurkenni að ummælin séu röng og dragi þau til baka. Þá afsökunarbeiðni og leiðréttingu skuli birta á forsíðu vefs Fréttablaðsins og þess krafist að hún standi þar í minnst 48 klukkustundir. Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Kristlín er ein af fimm sem Ingó hefur sent kröfubréf vegna ærumeiðandi ummæla um hann á netinu. Í kröfubréfi hennar segir að verði hún ekki við þessu áskilji sendandi sér rétt til málshöfðunar. „Þetta kom á óvart en ég geri ekki ráð fyrir að draga ummæli mín til baka fyrir að vinna vinnuna mína,“ segir Kristlín í samtali við Vísi. „Þess er krafist að ég biðji Ingó skriflega afsökunar og að sú afsökunarbeiðni verði birt á forsíðu Fréttablaðsins.is í 48 klukkustundir. Einnig er mér gert að borga þrjár milljónir í miskabætur og lögmann upp á 250.000 krónur. Verði ég ekki við þessu er áskilinn réttur til málshöfðunar án viðvörunar,“ segir Kristlín. Kristlín Dís skrifaði grein á vef Fréttablaðsins 3. júlí: „Tugir sagna lýsa ofbeldi af hálfu Ingó Veðurguðs.“ Þar skrifaði hún að ætla mætti að sögurnar sem Öfgar hefðu birt um ónefndan tónlistarmann væru um Ingó Veðurguð. Þannig nafngreindi hún tónlistarmanninn án þess að aðgerðahópurinn hafi gengið svo langt. Ekki liggur fyrir að þau tilteknu ummæli séu það sem krafist er að dregið verði til baka en meint ærumeiðandi ummæli Kristlínar eru fimm talsins. Hef fimm daga til að borga þrjár milljónir í miskabætur.. what a day— Kristlín Dís (@krist_lin) July 14, 2021 Fimm daga frestur Kristlín Dís sagði í samtali við Vísi í morgun að kröfubréfið hefði ekki enn borist henni, en hún er þó ekki heima við. „Ég er bara á Seyðisfirði en ég bíð spennt eftir að fá bréf,“ sagði Kristlín. „Mamma sakaði mig líka um að vera hræðilega dóttur af því að ég sagði henni ekki frá þessu í gær, en ég sá þetta bara á Vísi í morgun.“ Gefinn er frestur til að verða við þessum kröfum til 19. júlí næstkomandi. Ef marka má yfirlýsingar Haralds Þorleifssonar frumkvöðuls þarf Kristlín ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegu tjóni vegna kröfubréfs Ingós, enda hefur Haraldur sagst ætla að greiða lögfræðikostnaðinn eins og hann leggur sig. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Haraldi vegna málsins. Ég skal borga lögfræðikostnað fyrir alla sem þurfa í þessu máli. Ef þið þekkið fólk sem þarf hjálp sendið þau endilega til mín. https://t.co/DqwN8rIM6w— Halli (@iamharaldur) July 13, 2021 Á vef Fréttablaðsins segir að Kristlín hafi verið krafin um þrjár milljónir í miskabætur vegna fimm ummæla sem birtust í frétt á vef Fréttablaðsins þann 3. júlí síðastliðinn. Þá er hún krafin um 250 þúsund krónur í lögmannskostnað. Þess er krafist að Kristlín Dís biðji Ingólf afsökunar, viðurkenni að ummælin séu röng og dragi þau til baka. Þá afsökunarbeiðni og leiðréttingu skuli birta á forsíðu vefs Fréttablaðsins og þess krafist að hún standi þar í minnst 48 klukkustundir.
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira