Rauðhausarokk af gamla skólanum fyrir allan peninginn Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2021 09:01 Dr. Gunni og Eiki Hauks. Þeir teljast rauðhausar þó annar sé sköllóttur og hinn upplitaður. En þeir spara sig ekki í stúdíóinu og bjóða uppá grjóthart typparokk. Árni Hjörvar Árnason Dr. Gunni kallaði sjálfan Eirík Hauksson til að syngja lag á óútkomna plötu og sá var nú ekki feiminn við míkrófóninn. Um er að ræða fyrsta lag af væntanlegri plötu Dr. Gunna: Nei, ókei og fyrsta lagið er tilbúið. Engin mistök. þar er sungið um mann sem stöðugt er í leit að „besta kvöldi lífs síns“ og er staðráðinn í að gera „engin mistök“. „Lagið er óður til þeirra óteljandi sem halda áfram að leita hinnar úfórísku alsælu hins fullkomna djamms,“ segir Grímur Atlason, bassaleikari hljómsveitarinnar og vill meina að um sé að ræða pabbarokk. En forsprakki hljómsveitarinnar, sjálfur Dr. Gunni, segir Grím þar vaða villu og svíma. Typparokk sveittra karla með barta „Þetta er karlmannlegt lag. Þetta er ekkert pabbarokk. Þetta er typparokk,“ segir Dr. Gunni og auðheyrt að þarna þykir honum sinn bassaleikari hafa farið illilega fram úr sér. Typparokk? Má segja svona á þessum síðustu og verstu? „Við erum með píkurokk og svo er typparokk,“ segir Dr. Gunni og bendir á árif frá ACDC, þungarokki, Robert Palmer, gallabuxum… „Þetta eru sveittir karlar með barta. Þetta er hópur sem hefur setið hjá,“ segir Dr. Gunni; verið út undan og flogið langt undir radar undanfarin ár og áratugi. Hér er sem sagt um að ræða klassískt gítarrokk sem menn leita aftur til misreglulega. Það hefur ekki verið á kortinu lengi. Dr. Gunni gengst fúslega við því að um sé að ræða einskonar afturhvarf. „Standard gítarrokk, gallabuxur, sviti og óheflaðar tilfinningar. Brennivín og bömmer. Já, þetta gengur í hringi. Svo gerir Eiríkur Hauksson þetta að sínu með því að syngja. Og þá ertu komin með bein hugrenningartengsl við Sekur og Gaggó Vest.“ Eíríkur Hauksson ekki feiminn við míkrófóninn Dr. Gunni lýsir því svo að lagið hafi orðið til en reyndist ömurlegt þegar hann reyndi að syngja það sjálfur. „Við fórum að hugsa, hvern við gætum fengið til að syngja það? Það kom aldrei til greina að fá einhvern ungan söngvara, það hefði verið hallærislegt. Kom fljótlega upp að Eiríkur Hauksson væri eini söngvarinn sem gæti tekið þetta sannfærandi. Ekki margir íslenskir kraftbarkar til. Hann býr í Noregi og vorum í sambandi við hann í vor og leyfðum honum að heyra demó. Hann var samþykkur þessu og svo sátum við fyrir honum í sóttkví og drifum hann í stúdíó. Hann rúllaði þessu upp á svipstundu.“ Dr. Gunni segir svo frá að um upptökustjórn og hljóðblöndun sjái Árni Hjörvar Árnason, sem er þekktur sem meðlimur bresku hljómsveitarinnar The Vaccines, eða Bóluefnin. Klippa: Dr. Gunni - Engin mistök „Hann hafði aldrei unnið með svona söngvara áður, svona kraftmiklum, hefur sem sagt verið að vinna með feimnu deildinni sem gengur mjög hægt að kreista hljóðin uppúr. Lítill kraftur í þessu dægurfólki og enn minni kraftur í indí-deildinni. Þar kemur bara ekki neitt. Árna fannst þetta hressileg tilbreyting að fá inn mann sem var ekki hræddur við míkrófóninn.“ Aðspurður segir Dr. Gunni þetta mikið rauðhausarokk. Og fyrsta lagið sem heyrist af 12 laga plötu sem langt er komin og má vænta í haust. Það tekur langan tíma að vinna vínilplötur. Hljómsveitin Dr. Gunni. Platan Nei, ókei verður 12 laga LP-plata, sú fyrsta með hljómsveitinni Dr. Gunni síðan prjál-útgáfan „Í sjoppu“ kom út 2015, og fyrsta alvöru platan síðan „Stóri hvellur“ kom út 2003. Auk Gunnars Lárusar Hjálmarssonar skipa Guðmundur Birgir Halldórsson, Grímur Atlason og Kristján Freyr Halldórsson sveitina.Svavar Pétur Eysteinsson „Útgáfan verður kannski ekki fyrr en í haust. Þetta lag er sér á báti á plötunni. Bæði af því Eiríkur syngur það og svo eru þarna allskonar lög.“ Gítarrokk og gallabuxur. Ekki margir tónlistarmenn í því um þessar mundir. Dr. Gunni segir að það verði gaman að sjá hvort þetta eigi uppá pallborðið. „Þetta er nú aðallega gott popplag. Og „feel good“ út á djammið stemmning.“ Allir komnir í kjarnorkuúrgangsbúning í september Það virðist hugur í mannskapnum hvað það varðar en Dr. Gunni, sem er nýkominn frá Vínarborg þar sem hann dvaldi í viku, segir að fólk verði að hafa hraðar hendur. „Í Evrópu heyrði ég raddir þess efnis að allt myndi lokast í september. Frá bara öllum sem maður heyrði í, þetta væri skammgóður vermir; hætta af Delta og öðrum afbrigðum. Það er nú eða aldrei að sletta úr klaufunum. Svo eru bara kjarnorkuúrgangsbúningar í september.“ Bölsýni hvað farsóttina varðaði var það sem mætti Dr. Gunna í Vín, grímur í strætó og bólusetningarvottorð á kaffihúsum. „Þeir eru ekki orðnir jafn frjálsir og við. Fáránlegt hvernig þetta ferli allt hefur æxlast. Stjórnvöld geta bara haft múginn í hendi sér með því að vera með ákveðna fyrirvara um utanaðkomandi hættu, án þess að ég sé einhver antívaxari eða kóviti. Ég er bara löghlýðinn borgari og geri það sem mér er sagt,“ segir Dr. Gunni sem vill hafa vaðið fyrir neðan sig. Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Um er að ræða fyrsta lag af væntanlegri plötu Dr. Gunna: Nei, ókei og fyrsta lagið er tilbúið. Engin mistök. þar er sungið um mann sem stöðugt er í leit að „besta kvöldi lífs síns“ og er staðráðinn í að gera „engin mistök“. „Lagið er óður til þeirra óteljandi sem halda áfram að leita hinnar úfórísku alsælu hins fullkomna djamms,“ segir Grímur Atlason, bassaleikari hljómsveitarinnar og vill meina að um sé að ræða pabbarokk. En forsprakki hljómsveitarinnar, sjálfur Dr. Gunni, segir Grím þar vaða villu og svíma. Typparokk sveittra karla með barta „Þetta er karlmannlegt lag. Þetta er ekkert pabbarokk. Þetta er typparokk,“ segir Dr. Gunni og auðheyrt að þarna þykir honum sinn bassaleikari hafa farið illilega fram úr sér. Typparokk? Má segja svona á þessum síðustu og verstu? „Við erum með píkurokk og svo er typparokk,“ segir Dr. Gunni og bendir á árif frá ACDC, þungarokki, Robert Palmer, gallabuxum… „Þetta eru sveittir karlar með barta. Þetta er hópur sem hefur setið hjá,“ segir Dr. Gunni; verið út undan og flogið langt undir radar undanfarin ár og áratugi. Hér er sem sagt um að ræða klassískt gítarrokk sem menn leita aftur til misreglulega. Það hefur ekki verið á kortinu lengi. Dr. Gunni gengst fúslega við því að um sé að ræða einskonar afturhvarf. „Standard gítarrokk, gallabuxur, sviti og óheflaðar tilfinningar. Brennivín og bömmer. Já, þetta gengur í hringi. Svo gerir Eiríkur Hauksson þetta að sínu með því að syngja. Og þá ertu komin með bein hugrenningartengsl við Sekur og Gaggó Vest.“ Eíríkur Hauksson ekki feiminn við míkrófóninn Dr. Gunni lýsir því svo að lagið hafi orðið til en reyndist ömurlegt þegar hann reyndi að syngja það sjálfur. „Við fórum að hugsa, hvern við gætum fengið til að syngja það? Það kom aldrei til greina að fá einhvern ungan söngvara, það hefði verið hallærislegt. Kom fljótlega upp að Eiríkur Hauksson væri eini söngvarinn sem gæti tekið þetta sannfærandi. Ekki margir íslenskir kraftbarkar til. Hann býr í Noregi og vorum í sambandi við hann í vor og leyfðum honum að heyra demó. Hann var samþykkur þessu og svo sátum við fyrir honum í sóttkví og drifum hann í stúdíó. Hann rúllaði þessu upp á svipstundu.“ Dr. Gunni segir svo frá að um upptökustjórn og hljóðblöndun sjái Árni Hjörvar Árnason, sem er þekktur sem meðlimur bresku hljómsveitarinnar The Vaccines, eða Bóluefnin. Klippa: Dr. Gunni - Engin mistök „Hann hafði aldrei unnið með svona söngvara áður, svona kraftmiklum, hefur sem sagt verið að vinna með feimnu deildinni sem gengur mjög hægt að kreista hljóðin uppúr. Lítill kraftur í þessu dægurfólki og enn minni kraftur í indí-deildinni. Þar kemur bara ekki neitt. Árna fannst þetta hressileg tilbreyting að fá inn mann sem var ekki hræddur við míkrófóninn.“ Aðspurður segir Dr. Gunni þetta mikið rauðhausarokk. Og fyrsta lagið sem heyrist af 12 laga plötu sem langt er komin og má vænta í haust. Það tekur langan tíma að vinna vínilplötur. Hljómsveitin Dr. Gunni. Platan Nei, ókei verður 12 laga LP-plata, sú fyrsta með hljómsveitinni Dr. Gunni síðan prjál-útgáfan „Í sjoppu“ kom út 2015, og fyrsta alvöru platan síðan „Stóri hvellur“ kom út 2003. Auk Gunnars Lárusar Hjálmarssonar skipa Guðmundur Birgir Halldórsson, Grímur Atlason og Kristján Freyr Halldórsson sveitina.Svavar Pétur Eysteinsson „Útgáfan verður kannski ekki fyrr en í haust. Þetta lag er sér á báti á plötunni. Bæði af því Eiríkur syngur það og svo eru þarna allskonar lög.“ Gítarrokk og gallabuxur. Ekki margir tónlistarmenn í því um þessar mundir. Dr. Gunni segir að það verði gaman að sjá hvort þetta eigi uppá pallborðið. „Þetta er nú aðallega gott popplag. Og „feel good“ út á djammið stemmning.“ Allir komnir í kjarnorkuúrgangsbúning í september Það virðist hugur í mannskapnum hvað það varðar en Dr. Gunni, sem er nýkominn frá Vínarborg þar sem hann dvaldi í viku, segir að fólk verði að hafa hraðar hendur. „Í Evrópu heyrði ég raddir þess efnis að allt myndi lokast í september. Frá bara öllum sem maður heyrði í, þetta væri skammgóður vermir; hætta af Delta og öðrum afbrigðum. Það er nú eða aldrei að sletta úr klaufunum. Svo eru bara kjarnorkuúrgangsbúningar í september.“ Bölsýni hvað farsóttina varðaði var það sem mætti Dr. Gunna í Vín, grímur í strætó og bólusetningarvottorð á kaffihúsum. „Þeir eru ekki orðnir jafn frjálsir og við. Fáránlegt hvernig þetta ferli allt hefur æxlast. Stjórnvöld geta bara haft múginn í hendi sér með því að vera með ákveðna fyrirvara um utanaðkomandi hættu, án þess að ég sé einhver antívaxari eða kóviti. Ég er bara löghlýðinn borgari og geri það sem mér er sagt,“ segir Dr. Gunni sem vill hafa vaðið fyrir neðan sig.
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira