Bíó og sjónvarp

Meg­han og Harry fram­leiða teikni­mynda­þætti fyrir Net­flix

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Meghan Markle og eiginmaður hennar, Harry Bretaprins. Markle var leikkona í Hollywood áður en hún giftist Harry.
Meghan Markle og eiginmaður hennar, Harry Bretaprins. Markle var leikkona í Hollywood áður en hún giftist Harry. vísir/getty

Harry Bretaprins og Meghan Markle hafa tilkynnt að þau séu að framleiða teiknimyndaþætti fyrir Netflix en þættirnir eru framleiddir af framleiðslufyrirtækinu þeirra Archwell. Meghan er höfundur og framleiðandi þáttanna en þeir bera titilinn Pearl.

Þættirnir verða fyrsta verkefni Meghan, sem ratar á sjónvarpsskjáinn, frá því að hún sagði skilið við sjónvarpsþættina Suits. Þættirnir eru fjölskylduefni og fylgja tólf ára gamalli stúlku sem fer á vit ævintýranna og fetar í fótspor áhrifamikilla kvenna í heimssögunni.

Hjónin skrifuðu undir nokkurra ára samning við Netflix í fyrra og mun framleiðslufyrirtækið þeirra Archwell þróa og framleiða sjónvarpsþætti, heimildamyndir og barnaefni fyrir streymisveituna. Ásamt Meghan koma Amanda Ryna, David Furnish, Carolyn Soper, Liz Garbus og Dan Cogan að framleiðslu þáttanna.


Tengdar fréttir

Harry og Meghan sögð ekki hafa borið nafngiftina undir drottninguna

Harry og Meghan, hertogahjónin af Sussex, báðu Elísabetu drottningu ekki um leyfi áður en þau ákváðu að nefna dóttur sína Lilibet, Lísbet upp á íslensku, en um er að ræða fjölskyldu-gælunafn drottningarinnar frá því hún var stúlka.

Harry prins til BetterUp

Harry Bretaprins hefur verið ráðinn í stjórnandastöðu hjá bandaríska sprotafyrirtækinu BetterUp, sem metið er á um milljarð bandaríkjadala.

Harry og Meg­han gefa út hlað­varp

Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle munu gefa út hlaðvarpsþætti á streymisveitunni Spotify. Fyrstu þátturinn kemur út núna í desembermánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×