RTL, sjónvarpsstöð sem de Vries vann reglulega fyrir tilkynnti dauða hans í dag.
Þar segir að hann hafi dáið umkringdur ástvinum sínum. Þá eru þeir sem virtu de Vries hvattir til að halda áfram baráttu hans fyrir réttlæti.
Í yfirlýsingunni segir einnig að de Vries hafi lifað eftir þeirri sannfæringu sinni að berjast fyrir frelsi.
Í frétt AP segir að de Vries hafi verið þekktasti blaðamaður Hollands. Hann hafi lengi barst gegn óréttlæti í Hollandi og hafi verið þyrnir í síðu glæpagengja í sífellt harðnandi undirheimi Amsterdam.
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, vottaði de Vries virðingu sína á Twitter í dag. Hann sagði blaðamanninn hafa verið óttalausan í baráttu sinni fyrir sannleika og réttlæti.
Peter R. de Vries was altijd toegewijd, vasthoudend, voor niets en niemand bang. Altijd op zoek naar de waarheid en op de bres voor gerechtigheid. En daarom des te dramatischer dat hij nu zelf slachtoffer is geworden van een groot onrecht.
— Mark Rutte (@MinPres) July 15, 2021
De Vries var skotinn skömmu eftir að hann var í umræðuþætti í sjónvarpi. Hann hafði nýlega verið ráðgjafi vitnis sem hafði borið vitni í réttarhöldum gegn meintum foringja glæpagengis sem lögreglan hefur lýst sem hópi morðingja.
Tveir hafa verið handteknir vegna skotárásarinnar. Lögreglan segir 21 árs Hollending vera grunaðan um að skjóta blaðamanninn og 35 ára Pólverji er grunaður um að hafa ekið flóttabílnum.