Segir virkni bóluefna ekki eins góða og vonast var til Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. júlí 2021 19:31 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. Þá hafi heilsufar áhrif á virkni bólusetninga. Hann íhugar nú að leggja það til að allir sem koma til landsins verði krafðir um neikvætt PCR próf. Tíu fullbólusettir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. „Frá 27. maí hefur enginn upplýsingafundur verið haldinn. En í dag mættu þeir Þórólfur og Víðir og upplýstu okkur um stöðuna eftir 49 daga hlé.“ Þeir fimm sem greindust smitaðir í fyrradag og þeir tveir sem greindust daginn áður eru allir smitaðir af Delta afbrigði veirunnar sem er í miklum vexti erlendis og talið meira smitandi en önnur afbrigði. Beðið er eftir raðgreiningu í tilfelli þeirra tíu sem greindust í gær. Vonaðist eftir betri virkni Þórólfur segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. „Við erum að sjá það gerast að bóluefni kemur ekki í veg fyrir smit þó það komi í veg fyrir alvarlegar afleiðingar þannig að við erum að uppgötva þetta bara jafn óðum og þetta er ný vitneskja sem við erum að fá,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Heilsufar hafi áhrif á virknina Þá segir hann svörun við bóluefni misjafna eftir hópum og hvetur hann viðkvæma hópa til að gæta að sér. „Það hafa rannsóknir verið gerðar og auðvitað er það þannig að fólk með ónæmisvandamál svara bólusetningunni ekki alveg eins vel og fólk sem er við fulla heilsu og svo er munur á aldurshópum.“ Landamærin veiki hlekkurinn Flest smit megi rekja til landamæra og skemmtistaða. Þórólfur segir það koma í ljós á næstunni hvort grípa þurfi til aðgerða og horfir sérstaklega til landamæra. „Við gætum t.d. krafið alla um neikvætt PCR próf áður en það kemur við byrðingu, það er að segja þegar fólk kemur í vélina. Margar þjóðir gera það og ég held að það væri ágætis kostur fyrir okkur og ég er að hugleiða það hvort ég eigi að leggja það til við ráðherra og það verður þá gert mjög fljótlega,“ sagði Þórólfur. Einnig væri hægt að taka sýni hjá ákveðnum hópum sem taldir eru líklegir til að valda hættu á dreifingu veirunnar hér innanlands, t.d. Íslendingum. „Við höfum ekki bolmagn til að taka sýni hjá öllum þeim sem hingað koma. Til þess er fjöldi ferðamanna allt of mikill,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
„Frá 27. maí hefur enginn upplýsingafundur verið haldinn. En í dag mættu þeir Þórólfur og Víðir og upplýstu okkur um stöðuna eftir 49 daga hlé.“ Þeir fimm sem greindust smitaðir í fyrradag og þeir tveir sem greindust daginn áður eru allir smitaðir af Delta afbrigði veirunnar sem er í miklum vexti erlendis og talið meira smitandi en önnur afbrigði. Beðið er eftir raðgreiningu í tilfelli þeirra tíu sem greindust í gær. Vonaðist eftir betri virkni Þórólfur segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. „Við erum að sjá það gerast að bóluefni kemur ekki í veg fyrir smit þó það komi í veg fyrir alvarlegar afleiðingar þannig að við erum að uppgötva þetta bara jafn óðum og þetta er ný vitneskja sem við erum að fá,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Heilsufar hafi áhrif á virknina Þá segir hann svörun við bóluefni misjafna eftir hópum og hvetur hann viðkvæma hópa til að gæta að sér. „Það hafa rannsóknir verið gerðar og auðvitað er það þannig að fólk með ónæmisvandamál svara bólusetningunni ekki alveg eins vel og fólk sem er við fulla heilsu og svo er munur á aldurshópum.“ Landamærin veiki hlekkurinn Flest smit megi rekja til landamæra og skemmtistaða. Þórólfur segir það koma í ljós á næstunni hvort grípa þurfi til aðgerða og horfir sérstaklega til landamæra. „Við gætum t.d. krafið alla um neikvætt PCR próf áður en það kemur við byrðingu, það er að segja þegar fólk kemur í vélina. Margar þjóðir gera það og ég held að það væri ágætis kostur fyrir okkur og ég er að hugleiða það hvort ég eigi að leggja það til við ráðherra og það verður þá gert mjög fljótlega,“ sagði Þórólfur. Einnig væri hægt að taka sýni hjá ákveðnum hópum sem taldir eru líklegir til að valda hættu á dreifingu veirunnar hér innanlands, t.d. Íslendingum. „Við höfum ekki bolmagn til að taka sýni hjá öllum þeim sem hingað koma. Til þess er fjöldi ferðamanna allt of mikill,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira