Erlent

Áttatíu látnir í flóðunum í Þýskalandi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá þorpinu Schuld sem er nær gjörónýtt eftir flóðin. 
Frá þorpinu Schuld sem er nær gjörónýtt eftir flóðin.  EPA/SASCHA STEINBACH

Tala látinna í Þýskalandi af völdum flóðanna þar í landi er nú komin í áttatíu manns og er ljóst að um mestu flóð í áratugi er að ræða.

Flóðin má rekja til gríðarlegra rigninga í vestur Evrópu sem orsökuðu það að ár flæddu víða yfir bakka sína, sumstaðar með hörmulegum afleiðingum.

Í Belgíu hafa að minnsta kosi ellefu látið lífið. Stjórnmálaleiðtogar landanna kenna loftslagsbreytingum um hamfarirnar og Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur lofað þeim sem urðu fyrir flóðunum fullum stuðningi.

Verða að efla varnirnar

Armin Laschet, héraðsstjóri Norður Rínar-Vestfalíu segir ljóst að loftslagsbreytingum sé um að kenna og varar hann við því að slíkir atburðir verði nú æ algengari. Því verði ríkistjórnir að einhenda sér í það að styrkja varnir gegn slíkum hamförum.

Verst er ástandið í vesturhluta Þýskalands en flóðin hafa einnig gert skráveifu í Belgíu, Hollandi, Lúxembúrg og Sviss. Þýska þorpið Schuld, þar sem 700 manns bjuggu, er nærri því algerlega eyðilagt eftir hamfarirnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×