Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í toppslagnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júlí 2021 22:27 Blikar fagna marki Höskuldar Gunnlaugssonar. vísir/hulda margrét KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í stórleik 13. umferðar Pepsi Max-deildar karla á Meistaravöllum í kvöld. Kjartan Henry Finnbogason kom KR-ingum yfir á 48. mínútu en Höskuldur Gunnlaugsson jafnaði fyrir Blika með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu á 67. mínútu. Þetta var í fyrsta sinn í síðustu sjö leikjum liðanna sem KR vinnur ekki Breiðablik og líklega er Blikar sáttari með stigið. Með því komst liðið upp í 2. sæti deildarinnar og er nú fjórum stigum á eftir toppliði Val og á leik til góða. KR er áfram í 4. sætinu. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en KR-ingar voru hættulegri. Kjartan Henry átti skot rétt framhjá á 32. mínútu og átta mínútum síðar átti Óskar Örn Hauksson skot hársbreidd yfir. Alexander Helgi Sigurðarson komst næst því að skora fyrir Blika þegar hann skaut yfir á 20. mínútu eftir frábæra sókn gestanna. Atli Sigurjónsson reynir fyrirgjöf.vísir/hulda margrét KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og á 48. mínútu náðu þeir forystunni. Boltinn barst til Kennies Chopart eftir hornspyrnu hans sjálfs, hann sendi fyrir á Pálma Rafn Pálmason sem skallaði boltann áfram á Kjartan Henry sem stakk sér fram fyrir Damir Muminovic og skoraði með skalla. Fljótlega eftir markið féllu KR-ingar aftar á völlinn og buðu eiginlega hættunni heim. Blikar ógnuðu reyndar ekki mikið en fengu tvær aukaspyrnur rétt fyrir utan vítateig. Alexander Helgi skaut yfir úr þeirri fyrri en Höskuldur skoraði úr þeirri seinni á 67. mínútu. Hann flækti hlutina ekki að óþörfu og negldi boltanum upp í hornið. Skömmu eftir markið gerði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, tvöfalda sóknarskiptingu og setti Kristinn Steindórsson og Thomas Mikkelsen inn á. Fátt markvert gerðist samt síðustu tuttugu mínútur leiksins. Kristinn komst næst því að skora en skot hans í uppbótartíma fór framhjá. Kjartan Henry Finnbogason eitt spurningarmerki í framan.vísir/hulda margrét Af hverju varð jafntefli? Jafntefli voru sanngjörn úrslit í góðum leik tveggja öflugra liða. Leikurinn var ekkert sérstaklega opinn eða fjörugur en vel spilaður af beggja hálfu. Hverjir stóðu upp úr? Óskar Örn var frábær á vinstri kantinum, síógnandi og tók spretti sem bráðum 37 ára maður ætti ekki að geta tekið. Kjartan Henry lét finna fyrir sér, var ágengur og skoraði markið. Eins og í fyrri leik liðanna var Arnór Sveinn Aðalsteinsson góður í vörn KR og við hlið hans var Grétar Snær Gunnarsson traustur. Alexander Helgi lék afar vel aftastur á miðjunni hjá Breiðabliki og heldur áfram að sýna hversu miklum hæfileikum hann býr yfir. Davíð Ingvarsson og Viktor Örn Margeirsson halda áfram að spila vel og Höskuldur var óþreytandi. Gísli Eyjólfsson átti svo nokkra kröftuga spretti meðal annars þegar hann sótti aukaspyrnuna sem jöfnunarmarkið kom úr. Úr leiknum á Meistaravöllum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Blikar sváfu illa á verðinum í markinu sem KR-ingar skoruðu og skildu Pálma Rafn eftir dauðafrían í vítateignum. Heimamenn eru svo eflaust mjög svekktir með markið sem gestirnir skoruðu en aukaspyrnan kom eftir hornspyrnu KR. Hvað gerist næst? KR á ekki leik fyrr en mánudaginn 26. júlí þegar liðið fær Fylki í heimsókn. Dagskrá Breiðabliks er öllu þéttari. Á fimmtudaginn mætir liðið Austria Wien á útivelli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Þremur dögum síðar sækja Blikar Keflvíkinga á heim áður en þeir taka á móti Vínarliðinu fimmtudaginn 29. júlí. Rúnar: Mjög ósáttur að fá bara eitt stig miðað við hvernig leikurinn þróaðist Rúnar Kristinssyni fannst Blikar ekki ógna marki KR-inga mikið.vísir/hulda margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefði viljað fá þrjú stig gegn Breiðabliki í kvöld. „Þetta er fínt stig. Það færir okkur nær efsta liðinu. Við vildum auðvitað fá þrjú stig. Ég segi ekki að við höfum átt það skilið en ég er mjög ósáttur að fá bara eitt stig miðað við hvernig leikurinn þróaðist,“ sagði Rúnar eftir leik. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlega miklum krafti og komust yfir með marki Kjartans Henrys Finnbogasonar. Eftir það tóku Blikar stjórnina án þess þó að ógna mikið. „Við vorum nálægt því að skora í 1-2 skipti eftir að við komust yfir. En svo tóku Blikar yfir og þrýstu okkur til baka án þess þó að skapa nokkuð,“ sagði Rúnar. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði mark Breiðabliks með skoti beint úr aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig. „Ég er ósáttur við markið sem við fengum á okkur. Við fengum hornspyrnu sem var illa tekin, þeir fóru í skyndisókn og fengu aukaspyrnu við vítateiginn. Við eigum ekki að fá á okkur skyndisókn þegar við eigum hornspyrnu,“ sagði Rúnar. Hann var ekki á því að KR-ingar hefðu fallið of aftarlega eftir að þeir komust yfir. „Alls ekki. Það var engin hætta á ferðum og þeir sköpuðu ekki neitt. Þeir mega hafa boltann eins og lengi og þeir vilja en sköpuðu ekki neitt þannig við höfðum engar áhyggjur. Þegar jöfnunarmarkið kom þurftum við að brjóta okkur út úr því og við gerðum það vel og þetta var jafn leikur eftir það,“ sagði Rúnar að lokum. Óskar Hrafn: Sterkt og segir kannski eitthvað til um það hversu langt við höfum komist sem lið Óskar Hrafn Þorvaldsson var ánægður með hvernig Blikar brugðust við eftir að hafa lent undir.vísir/hulda margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur eftir leikinn á Meistaravöllum, bæði með úrslitin og frammistöðu sinna manna. Fyrir leikinn höfðu Blikar tapað sex leikjum í röð gegn KR-ingum. Aðspurður hvort hann sæi mikla framför á leik Breiðabliks frá fyrri leiknum gegn KR í sumar sagði Óskar: „Það er erfitt að segja. Sá leikur var búinn áður en hann byrjaði. Hann bar þess merki að þar var mikil pressa og búið að byggja upp miklar vonir og væntingar, jafnvel meira utan frá og innan frá. Svo lentum við 2-0 undir eftir korter og sá leikur kláraðist þá,“ sagði þjálfarinn. „Þessi leikur var öðruvísi, meira í járnum og meiri skák. En vissulega finnst manni, að lenda undir strax í byrjun seinni hálfleiks, koma til baka, jafna og reyna að sækja sigurinn, vera sterkt og segir kannski eitthvað til um það hversu langt við höfum komist sem lið á ekki lengri tíma.“ Óskari finnst sínir menn hafa stigið skref fram á við að undanförnu, ekki bara inni á fótboltavellinum. „Það er erfitt að vera dómari í eigin sök. Ég hef einhverja tilfinningu fyrir því hversu langt liðið er komið og hvort við höfum þroskast. En á endanum eru það þeir sem svara því með frammistöðu, hegðun sinni, hvernig þeir bregðast við mótbyr, meðbyr og þeir tækla daglegt líf í því róti sem þessi ágæta deild er,“ sagði Óskar að endingu. Pepsi Max-deild karla KR Breiðablik
KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í stórleik 13. umferðar Pepsi Max-deildar karla á Meistaravöllum í kvöld. Kjartan Henry Finnbogason kom KR-ingum yfir á 48. mínútu en Höskuldur Gunnlaugsson jafnaði fyrir Blika með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu á 67. mínútu. Þetta var í fyrsta sinn í síðustu sjö leikjum liðanna sem KR vinnur ekki Breiðablik og líklega er Blikar sáttari með stigið. Með því komst liðið upp í 2. sæti deildarinnar og er nú fjórum stigum á eftir toppliði Val og á leik til góða. KR er áfram í 4. sætinu. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en KR-ingar voru hættulegri. Kjartan Henry átti skot rétt framhjá á 32. mínútu og átta mínútum síðar átti Óskar Örn Hauksson skot hársbreidd yfir. Alexander Helgi Sigurðarson komst næst því að skora fyrir Blika þegar hann skaut yfir á 20. mínútu eftir frábæra sókn gestanna. Atli Sigurjónsson reynir fyrirgjöf.vísir/hulda margrét KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og á 48. mínútu náðu þeir forystunni. Boltinn barst til Kennies Chopart eftir hornspyrnu hans sjálfs, hann sendi fyrir á Pálma Rafn Pálmason sem skallaði boltann áfram á Kjartan Henry sem stakk sér fram fyrir Damir Muminovic og skoraði með skalla. Fljótlega eftir markið féllu KR-ingar aftar á völlinn og buðu eiginlega hættunni heim. Blikar ógnuðu reyndar ekki mikið en fengu tvær aukaspyrnur rétt fyrir utan vítateig. Alexander Helgi skaut yfir úr þeirri fyrri en Höskuldur skoraði úr þeirri seinni á 67. mínútu. Hann flækti hlutina ekki að óþörfu og negldi boltanum upp í hornið. Skömmu eftir markið gerði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, tvöfalda sóknarskiptingu og setti Kristinn Steindórsson og Thomas Mikkelsen inn á. Fátt markvert gerðist samt síðustu tuttugu mínútur leiksins. Kristinn komst næst því að skora en skot hans í uppbótartíma fór framhjá. Kjartan Henry Finnbogason eitt spurningarmerki í framan.vísir/hulda margrét Af hverju varð jafntefli? Jafntefli voru sanngjörn úrslit í góðum leik tveggja öflugra liða. Leikurinn var ekkert sérstaklega opinn eða fjörugur en vel spilaður af beggja hálfu. Hverjir stóðu upp úr? Óskar Örn var frábær á vinstri kantinum, síógnandi og tók spretti sem bráðum 37 ára maður ætti ekki að geta tekið. Kjartan Henry lét finna fyrir sér, var ágengur og skoraði markið. Eins og í fyrri leik liðanna var Arnór Sveinn Aðalsteinsson góður í vörn KR og við hlið hans var Grétar Snær Gunnarsson traustur. Alexander Helgi lék afar vel aftastur á miðjunni hjá Breiðabliki og heldur áfram að sýna hversu miklum hæfileikum hann býr yfir. Davíð Ingvarsson og Viktor Örn Margeirsson halda áfram að spila vel og Höskuldur var óþreytandi. Gísli Eyjólfsson átti svo nokkra kröftuga spretti meðal annars þegar hann sótti aukaspyrnuna sem jöfnunarmarkið kom úr. Úr leiknum á Meistaravöllum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Blikar sváfu illa á verðinum í markinu sem KR-ingar skoruðu og skildu Pálma Rafn eftir dauðafrían í vítateignum. Heimamenn eru svo eflaust mjög svekktir með markið sem gestirnir skoruðu en aukaspyrnan kom eftir hornspyrnu KR. Hvað gerist næst? KR á ekki leik fyrr en mánudaginn 26. júlí þegar liðið fær Fylki í heimsókn. Dagskrá Breiðabliks er öllu þéttari. Á fimmtudaginn mætir liðið Austria Wien á útivelli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Þremur dögum síðar sækja Blikar Keflvíkinga á heim áður en þeir taka á móti Vínarliðinu fimmtudaginn 29. júlí. Rúnar: Mjög ósáttur að fá bara eitt stig miðað við hvernig leikurinn þróaðist Rúnar Kristinssyni fannst Blikar ekki ógna marki KR-inga mikið.vísir/hulda margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefði viljað fá þrjú stig gegn Breiðabliki í kvöld. „Þetta er fínt stig. Það færir okkur nær efsta liðinu. Við vildum auðvitað fá þrjú stig. Ég segi ekki að við höfum átt það skilið en ég er mjög ósáttur að fá bara eitt stig miðað við hvernig leikurinn þróaðist,“ sagði Rúnar eftir leik. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlega miklum krafti og komust yfir með marki Kjartans Henrys Finnbogasonar. Eftir það tóku Blikar stjórnina án þess þó að ógna mikið. „Við vorum nálægt því að skora í 1-2 skipti eftir að við komust yfir. En svo tóku Blikar yfir og þrýstu okkur til baka án þess þó að skapa nokkuð,“ sagði Rúnar. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði mark Breiðabliks með skoti beint úr aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig. „Ég er ósáttur við markið sem við fengum á okkur. Við fengum hornspyrnu sem var illa tekin, þeir fóru í skyndisókn og fengu aukaspyrnu við vítateiginn. Við eigum ekki að fá á okkur skyndisókn þegar við eigum hornspyrnu,“ sagði Rúnar. Hann var ekki á því að KR-ingar hefðu fallið of aftarlega eftir að þeir komust yfir. „Alls ekki. Það var engin hætta á ferðum og þeir sköpuðu ekki neitt. Þeir mega hafa boltann eins og lengi og þeir vilja en sköpuðu ekki neitt þannig við höfðum engar áhyggjur. Þegar jöfnunarmarkið kom þurftum við að brjóta okkur út úr því og við gerðum það vel og þetta var jafn leikur eftir það,“ sagði Rúnar að lokum. Óskar Hrafn: Sterkt og segir kannski eitthvað til um það hversu langt við höfum komist sem lið Óskar Hrafn Þorvaldsson var ánægður með hvernig Blikar brugðust við eftir að hafa lent undir.vísir/hulda margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur eftir leikinn á Meistaravöllum, bæði með úrslitin og frammistöðu sinna manna. Fyrir leikinn höfðu Blikar tapað sex leikjum í röð gegn KR-ingum. Aðspurður hvort hann sæi mikla framför á leik Breiðabliks frá fyrri leiknum gegn KR í sumar sagði Óskar: „Það er erfitt að segja. Sá leikur var búinn áður en hann byrjaði. Hann bar þess merki að þar var mikil pressa og búið að byggja upp miklar vonir og væntingar, jafnvel meira utan frá og innan frá. Svo lentum við 2-0 undir eftir korter og sá leikur kláraðist þá,“ sagði þjálfarinn. „Þessi leikur var öðruvísi, meira í járnum og meiri skák. En vissulega finnst manni, að lenda undir strax í byrjun seinni hálfleiks, koma til baka, jafna og reyna að sækja sigurinn, vera sterkt og segir kannski eitthvað til um það hversu langt við höfum komist sem lið á ekki lengri tíma.“ Óskari finnst sínir menn hafa stigið skref fram á við að undanförnu, ekki bara inni á fótboltavellinum. „Það er erfitt að vera dómari í eigin sök. Ég hef einhverja tilfinningu fyrir því hversu langt liðið er komið og hvort við höfum þroskast. En á endanum eru það þeir sem svara því með frammistöðu, hegðun sinni, hvernig þeir bregðast við mótbyr, meðbyr og þeir tækla daglegt líf í því róti sem þessi ágæta deild er,“ sagði Óskar að endingu.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti